Þórhildur Sunna segir af sér formennsku,gleðileg frétt,en tekur nokkuð betra við.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata tók þá ánægjulegu ákvörðun að segja af sér formennsku Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar.Auðvitað hefði þessi þingmaður aldrei átt að verða formaður þessarar nefndar. Þessi þingmaður braut sjálf siðareglur Alþingis og hefði því aldrei átt að skipa formennsku í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.

Ástæða afsagnar er reyndar lýsandi dæmi um hegðun og hugsunarhátt Pírata. Þórhildur Sunna telur sig hafa orðið fyrir persónulegum árásum og hún hafi verið dregin niður í svaðið.

Þetta er sami þingmaður og hefur haft uppi ansi stórar yfirlýsingar um samstarfsmenn sína á þingi.Hvað er t.d. hægt að segja um árásir hennar á Ásmund Friðriksson. Hafi nokkur þingmaður orðið fyrir alvarlegur einelti er það umræddur Ásmundur. Píratar hafa gjörsamlega farið langt,langt yfir strikið í árásum sínum á hann og fleiri þingmenn.

Margir velta því örugglega fyrir sér hver tilgangur Pírata er eiginlega á Alþingi. Þeirra aðalmál virðist vera að ráðast á þingmenn annarra flokka með pólitísku ofstæki. Dettur einhverjum í hug að vinnubrögð Þórhildar Sunnu sem formaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar eigi á nokkurn hátt samleið með hlutlausri skoðun og athugun á málum.

það er því fagnaðarefni að hún skuli láta af formennsku. Aftur á móti er það spurning hvort nokkuð betra tekur við, en Jón Þór Ólafsson,Pírati,tekur við formennsku í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.

Og enn einu sinnu,hvernig mán það vera að 12-14% af kjósendum skuli treysta Pírötum til að fara með stjórn landsins.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sparar ríkinu að sjálfsögðu stórfé með öllum þessum akstri sínum á kostnað skattgreiðenda.

Og Sjálfstæðisflokkurinn fær stórfé frá ríkinu ár hvert til að halda úti starfsemi sinni.

Allt í samræmi við stefnu flokksins um sparnað í ríkisrekstrinum. cool

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 23:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ók fyrir tæpar 3,2 milljónir króna árið 2013.

Mest keyrði hann árið 2014 og þá fékk hann um 5,4 milljónir króna frá Alþingi vegna nota á eigin bifreið.

Árið 2015 fékk hann örlítið minna, eða um fimm milljónir króna.

Árið 2016 fékk hann tæpar 4,9 milljónir króna.

Árið 2017 fékk hann 4,2 milljónir króna fyrir aksturinn og alls 4,6 milljónir króna vegna ferðalaga innanlands.

Árið 2018 notaði Ásmundur bílaleigubíl og fékk 1.166.050 krónur.

Þá fékk hann 684.090 krónur fyrir að nota eigin bíl og 633.073 krónur fóru í eldsneyti, sem hann fékk einnig endurgreitt.

Á árinu 2018 fékk Ásmundur einnig 536.160 krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað en Ásmundur er búsettur í Njarðvík.

Þá fékk Ásmundur 360 þúsund krónur í fastan ferðakostnað í kjördæminu, líkt og aðrir landsbyggðarþingmenn.

Og alls var kostnaður við ferðalög Ásmundar innanlands tæplega 2,5 milljónir króna árið 2018."

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 23:36

3 identicon

Afhverju þarf Pírati að vera formaður?

Hefur Fuck Off flokkurinn er sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi

Grímur (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 09:12

4 identicon

Þakkir Þorsteinn Briem fyrir að benda á þessar staðreyndir. Ekki vil ég klappa fyrir pírötum en þó þarft verk að upplýsa um þessa sóun Ásmundar á almannafé. Að sjálfsögðu ætti að vera ferilvöktun í bíl þeirra sem vilja fá greitt fyrir að nota eigin bifreiðar í eigin þágu á kostnað Ríkisins. Þá er lítið mál að staðfesta og synja um greiðslur.

Nonni (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 15:26

5 identicon

Sæll Sigurður.

Blint er elsku augað!

Sjái menn fylgi af þessu tagi, 12 - 14%
í fylgi í skoðanakönnun, eru a.m.k.
þrír kostir í boði:

1. Stökkva hæð sína í loft upp af gleði. (þetta sagði ég alltaf!)

2. Stökkva út um gluggann af vonbrigðum, afbrýðisemi og vonleysi. (hvernig gat þetta gerst!)

3. Stökkva ekki upp á nef sér en halda ró sinni því skoðanakannanir hafa ekkert gildi hvort
   eð er.

Animated flag of Iceland — Stock Video © jsddesign #60125663

En svo vísað sé til orðtækis að framan þá er það algengt og um leið svo mannlegt og elskulegt
að sjá hreint alls ekkert athugavert t.d. við framferði barna sinna.

Öndvert við þetta og á öðrum meiði er að viðurkenna að hafa verið sleginn blindu 
og haft algerlega rangt fyrir sér.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.6.2020 kl. 09:41

6 identicon

* Blint er elsku augað > málsháttur!

Húsari. (IP-tala skráð) 17.6.2020 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828275

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband