HVE MIKIL ÁHRIF ?

Það væri fróðlegt ef fiskifræðingar gætu upplýst hversu mikil áhrif fjölgun hvala hefur á fiskistofnana. Oft er því haldið fram að hvalirnir éti óskaplega mikið magn af fiskinum eða fæðu sem fiskurinn þrífst á.Miðað við þá staðreynd segir það sig sjálft að með fjölgun í hvalastofninum hlýtur það að hafa áhrif á fiskistofnana,sem eru eklkert allt of sterkir fyrir.

Reyndar finnst mér vandamálið varðandi hvalveiðar vera fyrst og fremst fólgnar í því hvort hægt er að selja afurðina.Auðvitað eigum við að hafa fullan rétt til veiða en það er kannski óskaplega erfitt að réttlæta veiðarnar ef engin markaður er til staðar til að selja.

En sem sagt fróðlegt væri ef einhver getur upplýst í tölum hvaða áhrif stækkun hvalastofnsins hefur á fiskistofnana.


mbl.is Hvalastofnar stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Sigurður.

Hérna er úrdráttur úr athugasemd sem ég setti inn fyrir einhverju síðan:

"Talið er að hver hvalur éti um það bil 2-4% af þyngd sinni á dag. Hver Hrefna er 5-10 tonn að þyngd og reikna má með að íslensk hrefna sé um 200 daga í landhelginni. Hver sem vill getur nú reiknað þetta út en það má segja að hrefnan éti 1 milljón tonn á ári við ísland, bara hrefnan. Er ekki með tölur yfir aðra hvali en þetta er gífurlegt magn. Einhver sagði að þetta væri um eða allt að 5 milljón tonn í heildina. (Við veiðum 1,5 milljón tonn í heildina).

 

Hrefnan t.d. er skíðishvalur, hún opnar munnin og tekur inn sjó. Hún lokar munninum og þrýstir honum út. Skíðin eru síunarbúnaður sem heldur eftir því sem er í föstu formi ss fisk/svifi og þessskonar. Skiptir ekki máli hvort fiskurinn er þorskur eða síli. Bara svo það sé á hreinu.

Fólk þarf að átta sig á lífkeðjunni til að skilja sumt í kringum þetta, vitað er að aðalfæða skíðishvala er svif eða síli, td loðna. Hrefnan étur þó mest hlutfallslega af fiski svo vitað sé, en tannhvalir ss höfrungar eða búrhvalir éta bara fisk, eðlilega."

Fyrir þig Sigurður, vil ég bæta við að nýlegar rannsóknir benda á að uþb helmingur fæðu hrefnunar er fiskur.

Og ef við gerum pínu útreikning í viðbót, þá má segja að þau 500þús tonn af svifi sem hrefnan étur ca á ári gætu orðið allt að 166þús tonnum af loðnu. Er ekki með fóðurnýtnina hjá loðnunni á hreinu en ef hún er eitthvað svipuð og hjá þorskinum þá má gera ráð fyrir því að 3kg áta = 1kg loðna. Og ef 3kg loðna = 1kg þorskur þá þýðir þetta allt að 55 þús tonn af feitum þorski.

En þetta er náttúrulega bara leikur með tölur og miðast við að það sé nákvæmlega engin hrefna við Ísland. Og ég veit þetta með 3kg = 1kg af því að fjölskylduútgerðin mín var með þeim fyrstu til að reyna áframeldi á þorski, ég var með á myndinni sem kom í mogganum þegar við slátruðum á sínum tíma.

Fyrir utan það að ég hef kynnt mér málið vel og rætt við fullt af fólki um þetta þá hef ég líka verið á sjó í svolítinn tíma.

Annars er restin hér, nokkuð langt og ýtarlegt: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/545437/#comment1449263

Hann mosi var örugglega ekkert rosa sáttur við að ég vissi meira en hann.

Daníel Kristjáns (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 03:40

2 identicon

Gleymdi að nefna það að td væri ekki vitlaust að stofna hjálparsamtök sem hefðu það að markmiði að kaupa upp hvalkjötsbirgðir ofl og senda til þessara landa sem minnst mega sín, gera nóg af lýsi handa þessum fátæklingum líka. Þeir myndu nú varla fúlsa við því og ef þetta væri gert til góðgerða færi nú heimsbyggðin varla að mótmæla öllu saman eða hvað?

Bara hugmynd..

Daníel Kristjáns (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband