BANKARNIR MISNOTUÐU TRAUSTIÐ.ÆTLA STJÓRNVÖLD AÐ LÁTA ALMENNING,FYRIRTÆKI OG SVEITARFÉLÖG SITJA UPPI MEÐ SKAÐAN EN TRYGGJA BRETUM SÍNAR INNISTÆÐUR.

Bankarnir voru drjúgir við það að fá almenning,fyrirtæpki og sveitarfélög til að ávaxta sína peninga á peningamarkaðsreikningum. þetta var kynnt sem 100% ávöxtu og í þessu fælist engin áhætta. Það er nú svo að flestir hafa í gegnum tíðina treyst sínum banka til að fara vel með peningana og að hægt væri að fara eftir þeirra ráðum.

Nú kemur í ljós að svo virðist vera að margir munu tapa verulega af sínum sparnaði vegna þessara reikninga. Þessir reikningar voru hluti af blekkingarleik bankanna og virðast hafa verið notaðir í alls konar spilamennsku sem nú er tapað.

Auðvitað eiga stjórnvöld að sjá til þess að tryggja eigendum peningamarkaðsbréfa að fullu sínar inneignir á reikningunum,Verði það ekki gert mun það hafa veruleg áhrif á fólk til sparnaðar næstu árin. Hvernig á þá að vera hægt að treysta bönkunum.

Auðpvitað er það pólitísk ákvörðun hjá stjórnvöldum hvernig þau vilja standa að þessum málum. Þau hljóta að líta til þess að fólk var hreinlega blekkt með skipulögðum hætti til að leggja inná þessa reikninga. Ég er ekki að kenna starfsfólkinu um, það vissi örugglega ekki betur en að um 100% tryggingu væri að ræða.Einhverjir æðri hafa þó örugglega vitað að þarna var góð leið til að getað notað fjármagn annarra í spilaborgina.

Það gengur ekki að íslenska þjóðin eigi að ábyrgjast innistæður á reikninguim í Bretlandi,Hollandi og víðar en það sé allt í lagi að láta íslenska eigendur reikninga á Íslandi bera mikinn skaða.

Aðalatriðið er að stjórnvöld verða að horfa til þess að allir sem áttu fjármuni á peningamarkaðsreikningum gerðu það vegna ráðlegginga frá sínum banka og að um fullkomlega örugga eign væri að ræða.

Ég vil ekki trúa því að stjórnvöld ætli að láta fólk sitja uppi með skaðann. Stjórnvöld geta tekið pólitíska ákvörðun um það að peningamarkaðsreikningar séu tryggðir eins og aðrir innlánsreikningar.


mbl.is „Það er búið að þurrausa sjóðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Góð spurning hjá Gunnari. Hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur tapað einhverju á bankahruninu? Hvernig var þeim fjármunum sem fengust fyrir hlutabréfin í Límtré varið? Eru þeir öruggir eða fóru þeir í einhverja aðra sjóði eða bréf sem nú eru horfnir? Það væri gott að fá svör við þessum spurningum.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 18.10.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ágætu Gunnar Þór og Jónas Yngvi. Það er ekkert leyndarmál að Skeiða-og Gnúpverjahreppur á fjármuni á peningamarkaðsreikningi enda hefur það komið fram í ársreikningum sveitarfélagsins.

Í gær sat ég fund Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á fundinum kom fram að fjölmörg sveitarfélög eiga fjármuni á peningamarkaðsreikningum. Á fundinum var einmitt rætt um það hvermig ríkið myndi tryggja sveitarfélögunum innistæður á umræddum reikningum.

Sigurður Jónsson, 18.10.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Sigurður og þakka þér skjót svör.

Það er ekki við neinn að sakast, nema þá kannski forstöðumenn bankanna, hvernig fór fyrir sjóðunum. Ekki gátu einstaklingar eða sveitarstjórnarmenn vitað betur en þeir fulltrúar sem ráðlögðu í viðkomandi bankastofnunum. Það er hins vegar ljóst að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur þá tapað sem nemur milli 60 og 70 milljónum króna. Þarna er gert ráð fyrir að engir peningar fáist á móti þessum sjóðum þar sem þeir eru taldir vera áhættusjóðir.

Þetta tap gerir það hins vegar að verkum að huga þarf að nýjum áherslum í sveitarfélaginu. Þessir peningar voru hugsaðir sem stuðningur við uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu en ljóst er nú að ekki verður af þeim stuðningi. Það hafa komið upp hugmyndir um að auka við uppbyggingu í Árnesi, huga þarf að viðhaldi o.fl. Við erum ekki lengur eins vel í stakk búin til að vinna að áhugaverkefnum.

Landsvirkjun hefur boðist til að koma með peninga inn í sveitarfélagið sem koma sem greiðsla fyrir ýmsa þá þjónustu sem þeir koma til með að nota þegar virkjanaframkvæmdir hefjast. Huga þarf vel að því hvernig þeir peningar verða nýttir og væri í sjálfu sér ekki svo vitlaus hugmynd að bjóða til almennra umræðna í sveitarfélaginu varðandi framtíðina.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur ekki lagt mikið til uppbyggingar atvinnustarfssemi í sveitarfélaginu. Þó hefur sveitarfélagið stutt myndarlega við ýmsan fyrirtækjarekstur og má þar benda á endurgreiðslu fasteignargjalda í ferðaþjónustu og myndarlegan stuðning við Ábótann þar sem fyrirtækið hefur haft húsnæði í skólanum án endurgjalds ásamt því að Ábótinn hefur ekki greitt fyrir rafmagn heldur. Þau væru víst mörg fyrirtækin sem yrðu ánægð með að fá ókeypis húsaleigu og rafmagn. En það er víst efni í sér pistil sem ég birti hjá mér einhvern næstu daga.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 18.10.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætis færsla.

Móður minni var ráðlagt að setja af venjulegfri bók inná verðbréfareikning nú í sumar. Sparifé sitt. Eins gott að hún hló að þeim. 

Ólafur Þórðarson, 18.10.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki liggur neitt fyrir hvort eða hvað miklu fólk,fyrirtæki eða sveitarfélög geta hugsanlega tapað.Það mun skýrast á næstunni. Og enn og aftur ítreka ég að ríkisvaldið getur ekki horft á það gerast að almenningur,fyrirtæki og sveitarfélög tapi stórum upphæðum miðað við hvernig bankarnir fengu aðila til að leggja inná reikningana.

Sigurður Jónsson, 18.10.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Við getum bara ekki ætlast til þess að ríkisvaldið borgi brúsann af lygum bankanna. Hvað má þá segja við fjöldann allan af einstaklingum sem keyptu hlutabréf vegna skattaafsláttar. Þetta átti síðan að vera sparnaður til efri áranna. Þegar kom að því að leysa út sparnaðinn þá var það ekki hægt þar sem við tók skerðing ellilífeyris. Þetta eru aðgerðir sem ríkisstjórnin hvatti til. Ég veit dæmi þess þar sem einstaklingur tapaði talsverðum fjármunum á þessum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og þeirra fjármálaráðherra sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft við völd. Bæri þá ekki ríkisstjórninni að bæta fyrir tap þessara einstaklinga. Munum að ríkisstjórnin hvatti til þessarar fjárfestingar, ríkisstjórnin gerði einstaklingunum ómögulegt að innleysa mögulegna hagnað og ríkisstjórnin tók yfir bankana og gerði hlutabréfin þar með verðlaus. 

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 18.10.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828270

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband