Gengur það að ein NATÓ þjóð beiti aðra NATÓ þjóð hryðjuverkalögum.

Það kom greinilega fram hjá Össuri starfandi utanríkisráðherra að Bretar ætla sér að beita valdi sínu varðandi umsókn okkar hjá IMF. Við eigum ekki að fá lán afgreitt nema við högum okkur eins og Bretar vilja. Auðvitað er það alveg rétt hjá Geir Haarde að Icesave reikningarnir og umsókn okkar hjá IMF eru tvö óskyld mál. Við getum ekki látið kúga okkur.

Verði mál áfram í þessari stöðu hljótum við að ræða það í alvöru hvort við getum verið í samstarfi í NATÓ með þjóð eins og Bretum. Ef það er meining Breta að gera gjörsamlega útaf við íslensku þjóðina hljótum við að þurfa að grípa til róttækra ráða.

Nú reynir á Össur starfandi utanríkisráðherra.

 

 


mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú þá búinn að segja þig úr sjálfstæðisflokknum og genginn í lið með vinstri grænum?   Ég er með fallbyssu í garðinum hérna á Nýlendu, best bara fara úr NATÓ. kveðja.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:59

2 identicon

Án  gamans þá var ég strax þeirrar skoðunar þegar bretar beittu hriðjuverkalögum á Íslensku bankana átti að kalla sendiherrann heim og lýsa yfir viðskiptabanni.  En forsætis og utanríkisráðherrar virtust ekki hafa kjark til þess.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Nei,nei, ég er ekki gengin til liðs við Vinstri græna og held að það gerist nú ekki. Aftur á móti er ég hundóánægður með framkomu vinaþjóða okkar í NATÓ, nú þegar við þurfum virkilega á aðstoð þeirra að halda.

Sigurður Jónsson, 10.11.2008 kl. 23:54

4 identicon

Eru komnir brestir í samstöðu Varðbergsmanna?

Viðskiptabann á Breta?  Á hvaða mögulega hátt gæti það komið okkur til góða? 

marco (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll nafni, þó margir haldi með einhverju liði í bresku deildinni þá er það misskilningur hjá mörgum að Bretar líti á  sig sem vinaþjóð Íslendinga af því að við erum í Nato og margir Íslendingar halda með liði í bresku deildinni. Eða hvenær hafa Bretar sýnt Íslendingum kærleiksþel og vinahug? Var það eftir að þeir settu á okkur hafnbann 1952 og sendu hingað herskip 1958 og 1972 og síðar 1974?  Spyr sá sem ekki veit.

Kannski að Össur viti það hann er í flokki með Brown og vill fela Brussel allt vald hér yfir fiskimiðunum og varaformaður þinn er dálítið svag fyrir hugmyndinni.

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband