Davíð Oddsson getur bjargað miklu.

Það er skelfilegt til þess að hugsa að íslenska þjóðin skuli þurfa að kyngja því að borga fyrir ævintýramennina sem stofnuð Icesave reikiningana. Þjóðir Evrópusambandsins 27 að tölu settu okkur hreinlega upp við vegg.Það er með ólíkindum hvernig mál eru komin hjá okkur Íslendingum á örfáum árum. Enn og aftur spyr almenningur hvernig í óskupunum gat þetta gerst.

Á sínum tíma þegar Olíufélögin urðu uppvís að samráði var aðeins einn sem sagði af sér þ.e. Þórólfur borgarstjóri,þótt margir hafi nú borið meiri ábyrgð en hann.

'i öllu bankahruninu,efnhagshörmungunum,mistökunum,spillingu og öllu hneykslinu sem fylgir málinu hefur engin sagt af sér enn. það er einungis Bjarna Harðarson sem hefur sagt af sér þingmennsku, en það kemur efnhahagsmálunum ekkert við. ætli það verði samt niðurstaðan að hann einn verði sá sem segir af sér.

Nú reynir á að alvöru rannsókn verði sett í gang. En hvers vegna í óskupunum er það ekki komið í almennilegan farveg? Á virkilega að láta það enda eins og olíufélagamálið,þar sem niðurstaðn virtiost vera að ekki væri hægt að gera einstaklinga ábyrga. það lá við að okkur almenningi væri sagt að þetta væri bensíndælunum að kenna.

Ég segi í fyrirsögn,að Davíð geti bjargað miklu. Ég er einnaf þeim fjölmörgu sem virti Davíð mikils sem stjórnmálamann og finnst ömurlegt að sjá að hann hefur glatað trausti þjóðarinnar.Ég held samt að allir hljóti að sjá að eitthvað alvarlegt hefur brugðist í peningastjórn Seðlabankans. Davíð Oddsson ásamt sínum meðstórnendum ættu því á þessum tímapunkti að gefa út yfirlýsingu að þeir segðu af sér,þannig að nýir sérfræðingar á hagfræðisvið gætu tekið við stjórninni.

Ég tel einnig að Davíð myndi gera Sjálfstæðisflokknum mikinn greiða með því að draga sig í hlé.Það verður mjög erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná sér upp hafi kjósendur það á tilfinningunni að Davíð stjórni öllu bak við tjöldin.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið ákvörðun um það að taka Evrópusambands umræður til alvarlegrar umræðu og leiða þau mál til lykta í lok janúar n.k. Nú vita allir að Davíð hefur verið einn helsti andstæðingur aðildar að ESB. Það er því mjög nauðsynlegt að hann dragi sig í hlé úr ábyrgðarstöðu Seðlabankans,þannig að flokkurinn geti rætt þessi mál án nokkurra fordóma.

Ég vona að Davíð sýni okkur stuðningsmönnum svo mikla framsýni að sjá að nú er rétti tíminn til að stíga til hliðar.Það væri mjög gott mál.

Auðvitað er það ekki það eina sem þarf að gerast. það er t.d. með öllu óskiljanlegt að sömu aðilar skuli leiða Fjármálaeftirlitið og áður.

Þetta þarf að gerast án tilolits til þeirrar allsherjar rannsóknar sem þarf að fara fram.

Eins og áður treysti ég á Davíð að gera rétt,þ.e. að hann taki ákvörðun um að draga sig í hlé.

 


mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Takk fyrir þetta - hverju orði sannara!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.11.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér fynst nú blessaðir hagfræðingarnir ekki vera mjög trúverðugir nær allir með sitt hvora hugmyndirnar. Það hefur lengi verið stór hópur vinstra fólks sem ekki hefur þolað Davíð Oddson. Mér hefur fundist hann vera helsti talsmaður þess að vara við þessari bólu sem hlaut að springa.

Ragnar Gunnlaugsson, 16.11.2008 kl. 21:14

3 identicon

Já Sigurður það er nú ekki hægt að kenna Davíð einum um það þarf að skipta öllu stjórnkerfinu út.  Endurskoða þetta stjórnarmynstur og flokkakerfi hjá okkur.  Það er ótrúleg spilling í stjórnkerfinu okkar. Ég hefði viljað skipta um yfir stjórn í öllu alveg niður í  yfirmenn lífeyrisjóða og verkalýðsfélaga.  Flokkarnir eru spilltir og þarf uppstokkun á því.  Það verður vandasamt að byggja upp þjóðfélagið þannig að almenningur ( littli maðurinn)verði ekki einn látinn bera skellinn, sem ég óttast mest.  Núverandi ráðamenn munu því miður hugsa mest um sína hagsmuni og sinna.  kveðja.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: haraldurhar

       Gleymið því ekki að Davíð Oddson, er eini ísl. ráðamaðurinn er ég veit um er gert hefur tilraun til árásar á banka.  Þegar hann hvatti almenning að taka út innistæður sínar úr Búnaðarbankanum, líkt og hann gerði fyrir framan sjónvarpsvélarnar.   Svo sitjum við uppi með hann sem Seðlabankastóra, mikið er á okkur lagt.   

     Flokkhollusta er eitthvert okkar stærsta mein,  í komandi kostningum hljóta menn að fara kjósa eftir málefnum og mönnum.  Eg hef trú á að þegar einn eða fleiri pólitikusar eða embættismenn verða knúðir til afsagnar, þá fari dóminóárifinn í gang eins og hjá fjármálaf. og það verði fjölmargir er látnir verða taka pokann sinn.  Stíflan brestur innan skamms tíma.

haraldurhar, 17.11.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Ég er eiginlega ekki sammála þér nafni, það er ekkert sem getur bjargað þessu ríkisstjórnarsamstarfi, úr því sem  komið er. Auk þess stjórnar IMF vöxtum á Íslandi en ekki seðlabankinn. ESB hótaði Íslendingum að segja upp EES samningunum ef við skytum málinu fyrir dómstóla enda voru Bretar með tapað mál.   Ætli þetta opni augu einhverra fyrir að ESB er ekki treystandi fyrir að sjá um alla okkar hagsmuni?

Sigurður Þórðarson, 17.11.2008 kl. 01:55

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er skelfilegt til þess að hugsa að íslenska þjóðin skuli þurfa að kyngja því að borga fyrir ævintýramennina sem stofnuð Icesave reikiningana. Þjóðir Evrópusambandsins 27 að tölu settu okkur hreinlega upp við vegg.Það er með ólíkindum hvernig mál eru komin hjá okkur Íslendingum á örfáum árum. Enn og aftur spyr almenningur hvernig í óskupunum gat þetta gerst.

Þetta gerðist af því að það var ekki hlustað á Seðlabankann og Davíð Oddsson. Þessvegna!

Ef Seðlabanki Íslands og Davíð Oddsson hefðu lagt til að bankarnir hefðu verið reknir úr landi árið 2003 eða að öðrum kosti yrði sett á þá stór bindiskylda og viðeigandi höft, og krafist að sett yrðu á þá lögbundin sjóðamyndun til að mæta stór-töpum, þá hefði hann verið krossfestur opinberlega, bæði Seðlabankinn og Davíð Oddsson, og það alveg persónulega af Ingibjörgu Sólrúnu og bankamálaráðherra hennar. En þessi krossfesting hefði ekki bara farið fram á Íslandi hjá Samfylkingunni heldur einnig í ESB - musteri Samfylkingarinnar erlendis. Þessi sjóðamyndun til að mæta stór-tapi í bankarekstri var til dæmis felld úr dönskum lögum því hún var dæmd sem samkeppnishindrun af Evrópusambandinu (já hvað annað). Núna þarf danska ríkið því að hósta upp ríkisábyrgð þessum vesalingarekstri til hjálpar. Og núna þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga stóran hluta af því sem Seðlabanki Íslands var búinn að vara við árum saman. En bankamálaráðherra Samfylkingarinnar er heyrnalaus enda með gular stjörnur í bláum skónum. Seðlabanki Íslands hafði rétt fyrir sér, en ekki var hlustað á hann, enda menn hyrnalausir af peningaglamri samfylkingarbankanna og massífri fjölmiðlun þeirra. Davíð Oddsson varaði við þessu marg marg oft. En bankamálaráðherrann hlustaði ekki. Í staðinn fékk hann eyrnatappa að láni hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur - og gular stjörnur í skóinn.

Ég ætla bara að vona að hann segi ekki af sér nema til þess að gegna forsætisráðherraembætti að nýju.

Eitt af því fáa sem hefur EKKI brugðist er Seðlabanki Íslands.

En núna stakk Evrópusambandið sér á kaf ofaní seðlaveski íslendinga, um mörg ókomin ár - launþegar, börn og gamlamenni. Hinn sanni Evrópuandi sigraði. Þú færð að borga. Rörið sem er haldið hinum óslökkvandi þorsta - það kom sá og sigraði. Til hamingju Íslendingar, núna eruð þið með í sambandinu. Loksins!

Gunnar Rögnvaldsson, 17.11.2008 kl. 03:34

7 identicon

Ég legg til að Jón Ásgeir verði gerður að Seðlabankastjóra - einn - og Reynir Trausta að forstjóra FME.

Netamaður (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:45

8 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Orð í tíma töluð.  Í augum almennings er DO andlit spillingarinnar og í raun skelfileg staða hjá Sjálfstæðisflokknum að hafa hann þarna.  Ljóst er að bankastjórnin hefur gerst sek um afglöp og m.a. tapað stórum hluta af eigin fé bankans. Það eitt ætti að duga til afsagnar.  Því miður hefur hann ekki haft til þess vit né þroska en haga sér eins og óþekkur krakki, ókurteis og hrokafullur.

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.11.2008 kl. 10:20

9 identicon

Mín skoðun er sú að Davíð Oddson sé í reynd landráðamaður og ætti að meðhöndla sem slíkan, þar sem ítrekuð og margvísleg mistök hans eru með eindæmum. Þegar við bætist stýrð sala bankanna til valdra "gæðinga", sem síðan reyndust vera truntur sem enginn reyndi að hafa stjórn á. Þar ber Davíð jafnframt ríka ábyrgð.

Steininn tók úr varðandi mitt álit á manninum sem var orðið harla lítið í alræmdu Drottningarviðtali í Kasljósinu, þar má segja að Davíð hafi leitt okkur sem þjóð að slátrunarborðinu og við uppskerum nú eins og hann sáði til.

Í stað þess að hafa verið rekinn og settur í stofufangelsi fyrir landráð er hann frummælandi á morgunverðarfundi í fyrramálið - hversu dýr mun Davíð allur reynast okkur. Stöðva ætti aðgengi hans að öllum fjölmiðlum til að lágmarka hættuna sem hvert orð hans hefur í samfélagi þjóð með raunverulega siðferðiskennd. Hvar er okkar?

Hér er krækja á auglýsingu im fundinn í fyrramálið - ætli að egg verði í boði á morgnuverðarborðinu?

http://vi.is/news.asp?id=526&news_ID=762&type=one

Gamall nemandi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:56

10 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Davíð Oddsson mun koma fram í Íslandssögunni svo mikið er víst.  En á hvern hátt og hvernig vill hann að sagan verði um hann þegar ungir Íslendingar lesa hana í skólum landsins.  Já Davíð, þú getur breitt heil miklu, sýndu ábyrgð svo sagan verði þér hliðholl.  Segðu af þér. 

Áslaug Sigurjónsdóttir, 17.11.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828350

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband