Stóra spurningin hvort Ólafur Ragnar samþykkir stjórnarsáttmálann.

Ólafur Ragnar forseti fór langt út fyrir sitt starfssvið þegar hann lagði fram leiðarvísi fyrir væntanlega ríkisstjórn í nokkrum atriðum.Þar kom fram hverju væntanleg ríkisstjórn ætti að sinna. Hingaðm til hefur maður nú haldið að það væri hlutverk stjórnmálamannanna að semja um málefnin.Forsetinn gaf einnig út að einhverjir ráðherrar ættu að vera utan Alþingismanna. Var það forsetinn sem ákvað þetta? það efast ég stórlega um en hann sagði frá því við fjölmiðla. Verður alltaf að setja sig í hlutverk aðalmannsins. Reyndar var uppáloman á Bessastöðum vandræðaleg þegar Ingibjörg Sólrún sagði við Steingrím. Það er óþarfi fyrir okkur að vera áfram á þessum málfundi. Það hefur hreinlega gengið yfir hana hversu fjölmiðlaþörf forsetans er mikil og að hann verði að eigna sér allt. Gott hjá Ingibjörgu.

Hvaða þjóðkjörinn forseti myndi leyfa sér að segja við erlenda sjónvarpsstöð að aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verði að reka Seðlabankastjóra. Hér kemur enn og aftur fram í dagsljósið hvernig forsetinn vinnur.

Eftir að ríkisstjórnin tekur til starfa hlýtur formaður Framsóknarflokksins að gera okkur grein fyrir hverju hann náði í gegn til að flokkurinn treysti sér að verja stjórnina falli.

Ráðgjafar Framsóknarflokksins höfðu nefnilega samt að markmið Vinstri stjórnarinnar væru óraunhæf. Framsóknarflokkurinn hlýtur að upplýsa hverju var breytt eða gafst flokkurinn upp við að fá lagfæringar?

 

 


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Forseti vor hefur löngum verið umdeildur. Hann er jú fyrrverandi stjórnmálamaður og auðvitað mun það ávallt fylgja honum. Smiður sem hefur auga fyrir handverkinu heldur því áfram þó svo hann hverfi úr faginu. 

Í heilt yfir hefur mér líkað ágætlega við forsetann þó svo að sumt sem hann hefur sagt sé umdeilanlegt. En má þá ekki segja það sama um fleiri?

Mér finnst raunar svolítið broslegt þetta hnútukast milli þeirra Davíðs og Ólafs. Það virðist ómögulegt að þarna geti gróið um heilt og báðir virðast hafa ánægju af að halda því við. Þá minnist ég þess að þegar þeir voru á þingi að Davíð sagði eitthvað á þá leið „aldrei skal ég beygja mig undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.“ Ekki þori ég að fullyrða að hann hafi sagt þetta nákvæmlega svona, en meiningin sú sama. Svona er pólitíkin stundum.

Benedikt Bjarnason, 1.2.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Kristján Logason

Það er alveg merkilegt að hlýða á og lesa málflutning harðlínumanna í sjálfstæðisflokki.

Þeir sem mest míga yfir forsetann telja að hann megi ekki opna á sér munninn án leyfis forsætisráðherra og þá helst úr sjálfstæðisflokki.

Sú aðför að lýðræðinu sem forystumenn sjálfstæðisflokks hafa gegngið fram með er alvarleg en skyljanleg í flokki sem vill einræði og gefur skít í öll mannréttindi.

Nú þegar það er að mistakast. Sú stefna sem flokkurinn hefur aðhyllst hefur beðið svo mikið skipbrot að hver forsætisráðherrann á fætur öðrum í heimsbyggðini lýsir hana dauða. Þá engjast menn og kenna öllu um nema sjálfum sér.

Hvernig væri að menn færu að líta í egin barm 

Kristján Logason, 1.2.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Eru menn virkilega svo barnalegir að halda að ÓRG sé fyrsti forsetinn til að leggja stjórnmálaflokkunum línurnar.  Áður hefur það bara tíðkast bak við luktar dyr.  Menn voru lengi að reyna að ljúga því að sjálfum sér og öðrum að ÓRG væri fyrstur forseta til að hafa "pólitísk" afskipti af gangi mála. Það reyndist svo  ekki rétt, enda órúlega barnalegt, þegar farið var að rýna í staðreyndir.  Allir forsetar lýðveldisins hafa beitt sér bak við tjöldin!

Auðun Gíslason, 1.2.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828283

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband