Peningaveldið drap niður alla gagnrýni.

Vilhjálmur Bjarnason hefur gert gott í því að upplýsa og fletta ofan af pengingavaldinu. Það er skelfilegt að sjá fleiri og fleiri dæmi um það hvernig menn hafa getað beytt peningaveldi sínu til að gera tilraunir til að þagga niður í öllum sem reyndu að halda uppi einhverri gagnrýni. Dæmið sem Vilhjálmur nefnir um hótanir að hætta fjárstuðningi er einmitt málið.

Upplýst var á sínum tíma að Baugsveldið hætti að auglýsa í Mogganum þegar þeir voru óhressir með skrif blaðsins.

Björgólfsfeðgar ætluðu að kaupa DV og leggja það niður þegar þeir voru óánægðir með umfjöllun þess.

Jóhannes í Bónus keypti heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir kosningar til að reyna að koma Birni Bjarnasyni af Alþingi.

Starfsmaður Toyata sem leyfði sér að skrifa gagnrýni á fyrirtækið vegna jeppakaupa til forstjórans var umsvifalaust rekinn.

Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd,en hægt væri að nefna mun fleiri. Peningamennirnir hafa alls staðar stungið niður fæti til að hafa áhrif á umræðuna. Stærsti liðurinn í því var að eignast sem flesta fjölmiðla og koma þannig í veg fyrir óheppilega umræðu.

Sum peningaöflin hafa þó eytt mestu í að gera allt sem mögulegt væri til að knésetja Davíð Oddsson.Þær eru t.d. alveg stórtkostlegar samsæriskenningar Jóns Ásgeirs um að hrun hans veldis sé Davíð Oddssyni að kenna.

Einhverjior hljóta nú að hugsa. Hefði það verið mikið vit að "lána" banka Jóns og félaga tugi milljarða. Var ekki einmitt vandamálið að þessir aðilar höfðu komist allt of langt í að fá ótakmarkað fjármagn í margar vafasamar fjárfestingar.

Nú þegar það liggur fyrir að Vinstri stjórnin ætlar að eyða orku sinni að mestu leyti í að setja lög til að koma Davíð burt úr Seðlabankanum hlýtur maður að spyrja. Í hverju felast hans afglöp í starfi að áliti Jóhönnu forsætisráðherra? Það verður einnig að upplýsa það hvort það sé rétt sem Davíð heldur fram að hann hafi mætt á fundi fyrrverandi ríkisstjórnar og varað við stöðu bankanna.

Jóhanna forsætisráðherra verður einnig að upplýsa að hvaða leiti stefna Seðlabankans muni breytast við það eitt að Davíð fari.

Samfylkingin hefur sagt að hún hafi verið með fjöldann allan af tillögum til lausnar vanda heimilanna á sínu borði en það hafi strandað á Sjálfstæðisflokknum. Nú hljótum við að fá að sjá tillögurnar í þessari viku.

Ein tillagan til lausnar vanda heimilanna er að nú verði laun í viðhaldsvnnu íbúðarhúsnæðis frádrættarbært í skatti,. Útaf fyrir sig ágætis mál, en hverjir geta nýtt þetta aðrir en þeir sem eigna peninga.

Hvernig á fólk sem hefur misst vinnuna,lækkað veruklega í launum og nær ekki endum saman vegna verðbólgu og hækkandi afborgana að geta nýtt sér þetta.

Verði önnur úrræði í sama dúr leysa þau varla vanda þeirra sem verst eru settir.


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hættu að hringsnúa hausnum á mér! Þetta er einmitt góður punktur í umræðuna þau afglöp sem Davíð á að hafa gert tila verðskulda þessa gagnrýni fara yfirleitt eftir því hver segi frá hvort þær teljist afglöp eður ei. Staðreyndin er að greinilega þarf að gera upp fortíðina áður en framtíðin hefst. Meðan verið er að gera hana upp verðum við að sætta okkur við að tíminn standi kjurr, þrátt fyrir að nauðsynlegra sé að tíminn haldi áfram.

Pólitikin hefur fengið afhroð í þessu óstandi því enginn þorir að taka af skarið og hefja endurreisnina. Enginn hefur í raun úrræði sem virkar enginn treystir neinum því pólitískir leikir og kappsmál um sigra virðast skipta meira máli en þjóðin sjálf sem nú er í sárum.

Offari, 9.2.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband