VG og Samfylking. Sameiginleg lending í ESB?

Össur utanríkisráðherra segir að VG sé mun þægilegri í að gefa eftir varðandi ESB heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Katrín Jakobsdóttir varaformaður segir að Samfylkingin og VG verði að ná sameiginlegri lendingu varðandi ESB ætli þau að starfa saman áfram í ´ríkisstjórn.

Aðalatriðið er að þessir flokkar segi það hreint og beint út hvort þeir ætli að starfa saman eftir kosningar fái þeir umboð til þess. Ef svarið er já,þurfa þeir að segja kjósendum í hverju lendingin í ESB felist. Það er nefnilega ansi langt bil í dag milli flokkanna. Annar vill aðild að því er virðist án nokkurra skilyrða. Hingað til hefur VG verið flokka harðastur gegn ESB. Það hlýtur því að vera krafa fólks að fá það upplýst fyrir kosningar í hverju samkomilagið felst.

Þessir flokkar verða einnig að leggja á borðið hvort þeir ætla sér að feta skattahækkunarleiðina eða ekki.

Þessir flokkar hljóta að verða að upplýsa þjóðina hvort þeir ætli að starfa saman áfram.


mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ertu fráþér maður? það sem þú biður um geti flokkast sem heiðarleiki og sannsögli. það er borinn von að fá slíkt frá mönnum sem eru bara sammála um einn hlut. að sitja sjálfir við kjötkatlana.

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Alltaf er hann flottur hann Fannar frá Rifi. Hann kemur yfirleitt, ef ekki bara alltaf, beint að kjarna máls. Það hlýtur að vera krafa að þessi ríkisstjórn sem, að mér skilst, ætlar að halda samstarfi áfram eftir kosningar, gefi skýr svör um allavega þetta tvennt, skattahækkanir og ESB aðild. Rétt er að benda á að æ færri vilja upptöku Evru í Danmörk ef marka má síðustu könnun þar. Það kemur betur og betur í ljós að skjólið í ESB heldur ekki nema etv í góðæri. Ég er gallhörð á móti aðild og mín vegna þarf ekki að kanna það. Við verðum að vernda sjávarútveginn og það verður ekki neinn afsláttur veittur hjá ESB varðandi hann. Það er margbúið að gefa yfirlýsingar um það af þar til kölluðum ráðamönnum. Kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.2.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Hvers vegna í ósköpunum heimta sjálfstæðismenn alltaf að aðrir flokkar skýri sína stefnu og stöðu þegar þeir gera slíkt hið sama ekki sjálfir. Í undanfara síðustu kosninga hafa sjálfstæðismenn ekki birt nein stefnumál heldur frekar svona loðnar yfirlýsingar um hvað skuli gert. Hvar stendur flokkurinn t.d. í evrópumálum? Það veit enginn og allra síst sjálfstæðismenn.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 14.2.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn er á fullu í málefnavinnu m.s. ESB málum og mun afgreiða málin á landsfundi sínum í lok mars.Það verður skýr stefna sem kjósendur geta stutt í kosningunum í lok apríl Ég er t.d. alveg sannfærður um að eftir að Jónas Yngvi hefur lesið það sækir hann strax um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn.

Sigurður Jónsson, 14.2.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha já kannski þú útskýrir það Sigurður ... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Kolbrún. Alveg sjálsagt að senda þér stefnuskrána eftir Landsfund.Þér verður örugglega líka fagnað þegar þú sækir um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn.

Sigurður Jónsson, 14.2.2009 kl. 16:07

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir það . kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.2.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband