Furðulegt viðhorf Árna Páls félagsmálaráðherra.

Hinn nýskipaði félagsmálaráðherra sagði að það væri betra að ungt fólk flytti búferlum til útlanda heldur en vera atvinnulaust hér á Íslandi. Er þetta nú ekki ansi hættulegt viðhorf hjá hinum nýja félagsmálaráðherra eða er þetta algjör vantrú á að atvinnulífið hér hressist á næstunni.

Ætti það ekki einmitt að vera hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar þessa dagana að eyða öllum sínumtíma og orku í að reyna að koma atvinnulífinu í gang að fullum krafti. Það sem mun bjarga þjóðinni er að hægt verði að bjarga fyrirtæjum og auka okkar útflutningstekjur. Það hlýtur að vera aðalhlutverkið ásamt því að koma að lausnum á vanda heimilanna. Við getum á engan hátt viðurkennt að það sé ásættanlegt að fól sjái þann eina kost að yfirgefa okkar ágæta land.Ef við missum fólk í stórum stíl hlýtur að verða mun erfiðara fyrir okkur sem eftir erum að ráða við vandann.

Ég var mjög undrandi á yfirlýsingu félagsmálaráðherrans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tók eftir þessum orðum ráðherra og varð undrandi.  Honum virtist léttir af því að fólki fækkaði hér á landi.  Ég vona þá bara að kjósendur hans flytji  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já Sigurður svona er að vera orðinn gamall og skilja ekki a) atvinnuleysi verður til langframa vandi á Ísland b) þau störf sem í boði eru verða illa launuð í samanburði við aðrar þjóðir sem við lítum upptil ( þe ekki USA) c) hér verður frami helst innan ríkisgeirans og við vitum öll að þar kemst enginn áfram nema í gegnum klíku d) maður getur ekki eytt 3 - 4 árum í að "Eyjólfur hressist". Ég verð að segja að ef rétter haft eftir ráðherranum sem ég trúi varla þá er hann furðu hreinskilinn. Þannig fólk þurfum við. Ekki þessa sífelldu hvítu lygi um "ástandið" til að gefa fólki villandi upplýsingar og þar með geta ekki tekið upplýsta ákvörðun.

Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 828257

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband