Vissi Seðlabankinn ekki hvað hann var að segja í maí? Þingmenn verða að taka til sinna ráða.Setja þarf Samfylkinguna út í horn.

Maður spyr,vissi Seðlabankinn ekkert hvað hann var að segja í maí. Þá var boðað að verulegar vaxtalækkanir yrðu í byrjun júní. Fyrirtækin horfðu með bjarsýni fram á veginn. Loksins fer eitthvað jákvætt að gerast. Aðilar vinnumarkaðarins voru bjartsýnir að hægt væri að ná saman. En í dag koma tíðindin. Allt óbreytt. Eigum við virkilega að sætta okkur við að AGS setji öll fyrirtæki og heimili landsins á hausinn.Vissu Seðlabankamenn ekkert hvað þeir voru að segja í maí s.l.?

Það er mikið rétt þegar Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segir að þessi ákvörðun Seðlabankans muni að óbreyttu leiða til algjörs hruns. Guðfríður Lilja segir að AGS sé ekki að hugsa um hagsmuni Íslendinga. Ögmundur Jónasson ráðherra Vinstri grænna hefur haft uppi stór orð um AGS. Þessir þingmenn eru allir stuðningsmenn Vinstri stjórnarinnar og sætta sig við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði hér öllu.

Það er komið að því að þingmenn allra flokka ræði þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin. Það getur ekki gengið að útlensk peningastofnun vinni þannig að ekkert annað blasir við fyrirtækjum og heimilum en algjör stöðnun. Þótt Samfylkingin sjái ekkert annað en AGS trúi ég ekki öðru en í öllum öðrum flokkum sé það skynsamlegt fólk að það sjái að hverju stefni verði ekkert að gert.

Skynsamlegast af öllu væri að aðror stjórnmálaflokkar en Samfylkingin tækju sig saman og mynduðu ríkisstjórn, sem virkilega tæki á vandanum. Stjórn sem gerði sér grein fyrir að það er ekkert vit í því að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn koma hér öllu í þrot. Ríkisstjórn sem gerði sér grein fyrir því að það er ekkert vit í því að ætla að eyða tíma í umræður og átök um aðuldaviðræður við ESB.Ríkisstjórn sem myndi eingöngu hafa á dagskrá sinni næstu vikurnar að vinna að endurreisn fyrirtækja,banka og koma heimilunum til bjargar.Það gerist ekki öðruvísi en Samfylkingin verði sett út í horn.


mbl.is Byrjað að afnema höft á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Úr fundagerð peningastefnunefndar í byrjun maí: 

„... væntir nefndin þess að hægt verði að lækka stýrivexti umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, en gerir ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta eftir það. Lækkun stýrivaxta getur þó aðeins komið til hafi trúverðug áætlun um aðgerðir stjórnvalda varðandi fjármálastefnuna litið dagsins ljós.“ 

Í ljósi þessarar bókunar er ljóst að 1% lækkun nú er eðlileg þó yfirlýstur vilji seðlabankans sé til verulegarar lækkunar þegar forsendurnar eru fram komnar. – Og vel að merkja þá vildi AGS enga lækkun svo hér er líka farið í blóra við hann.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.6.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Setjum bara vextina í 100% og afnömum höftin.  Förum svo í útrás með krónuna.  Án gríns,  þá er Ísland svo steindautt efnahagslega að það er ekki einu sinni fyndið.  Að við þurfum að búa við þessa vexti til þess að halda upp einhverrri handónýtri og steindauðri krónu sem lögum samkvæmt er bannað að selja, sýnir bara hversu steindauð við erum.

Guðmundur Pétursson, 4.6.2009 kl. 13:34

3 identicon

Seðlabankinn sagði að hægt væri að lækka vexti verulega, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Þar sem þau skilyrði hafa ekki verið uppfyllt þá er lækkunin ekki meiri en raun ber vitni.

Það er ríkisstjórnin sem stendur sig ekki, hér er ekki við Seðlabankann að sakast!

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 828257

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband