Vinstri stjórnin lækkar frítekjumark ellilífeyrisþega. Er þetta boðskapur Jóhönnu?

Furðu vekur að Samfylkingin og Vinstri grænir skuli ætla að lækka frítekjumark ellilífeyrisþega úr 1.300.000 í 480.000. Ég hélt að flestir hefðu verið sammála að það hefði verið mjög jákvætt skref þegar frítekjumarkið var hækkað. Miðað við boðskap Jóhönnu forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar gat maður ekki ímyndað sér að gripið yrði til þess að ráðasr á ellilífeyrsiþega til að náí auknar tekjur fyrir ríkissjóð.

Jóhanna og Samfylkingin fékk örugglega mörg atkvæði frá þeim sem tilheyra hópi ellil´æifeyrisþega. Það hafa örugglega margir trúað því að hún meinti eitthvað með því að standa vörð um velferð þessa hóps. Nú sjá ellilífeyrisþegar hvernig Jóhanna og Samfylkingin efna sín kosningaloforð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er nú samt það sem við sjálfstæðismenn boðuðum í okkar kosningabaráttu, þ.e.a.s. að auka tekjuteningar, t.d. varðandi barnabætur.

Miðað við ýmsar aðrar álögur og niðurskurð held ég að þetta sé eitthvað sem við munum horfa upp á næstu árin!

Þetta er slæmt, en hvað á að gera? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Þetta eru bara dæmigerð vinnubrögð krata og komma. Og svo þykist þetta fólk tilheyra einhverjum velferðarflokkum, sem þykjast standa vörð um þá sem minna meiga sín í þjóðfélaginu. Nei, það er sko sami afturendinn undir öllu þessu pakki, sem hefur lagt það í vana sinn að stela frá þeim sem lítið eiga.

Marinó Óskar Gíslason, 19.6.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er langur vegur frá því að allir lífeyrisþegar geti talist til þeirra lakast settu í þjóðfélaginu. Margir þeirra hafa ágætar tekjur og eru síst verr aflögufærir en aðrir til að taka á sig byrgðar vegna kreppunnar. Þær aðgerðir, sem nú stendur til að grípa til hlífa þeim verst settu meðal lífeyrisþega en lækka greiðslur til hinna betur settu í þeim hópi. Það er því ekki hægt að segja að með þessum aðgerðum sé verið að ganga á bak þeirra loforða að verja verlferðina og að verja þá lakast settu í þjóðfélaginu. Ellilífeyrisþegar með sæmilegar lauantekjur eru ekki meðal þeirra lakast settu í þjóðfélaginu.

Höfum í huga að þegar ákveðið var að hækka frítekjumark vegna tekna af atvinnu verulega þá vorum við í miðju góðæri og mikill skortur á fólki á vinnumarkaði. Þetta var því aðgerð, sem stjórnvöld töldu sig hafa efni á og væri gott fyrir atvinnulífið. Nú eru breyttir tímar.

Það má einnig benda á að fyrir aðeins ári síðan var þetta frítekjumark 327 þúsund kr. en á að breytast nú í 480 þúsund kr. Frítekjumarkið verður því 47% hærra en það var fyrir aðeins ári síðan.

Það þarf að loka 170 milljarða gati í fjárlögum ríkisins og þeir, sem halda að hægt sé að gera það án þess að lækka útgjöld í almannatryggingakerfinu eru einfaldlega ekki í jarðsambandi. Þær aðgerðir, sem nú er verið að fara í þeim efnum eru þannig að það eru fyrst og fremst þeir betur settu meðal lífeyrisþega, sem fá lækkun á bætur sínar svo einhverju nemi. Þeir eru með betri tekjur en margir þeir launþegar, sem hafa eða munu lenda í tekjulækkun vegna kreppunnar.

Það er ekki hægt að taka lífeyrisþega út, sem einn hóp og tala alltaf eins og þeir allir tilheyri þeim lakast settu í þjóðfélaginu. Sem betur fer er aðeins lítill hluti lífeyrsþega í þeim hópi og þeim er hlíft við þessum sparnaðaraðgerðum stjórnvalda.

Sigurður M Grétarsson, 22.6.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828269

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband