Hvað ætla fyrrum eigendur Landsbankans að gera?

Ég held að flestir séu sammála um að það er alveg skelfilegt ef skuldbinda á almenning á Íslandi til að ábyrgjast greiðslur vegna Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi fyrir hundruði milljarða. Auðvitað á það eftir að koma í ljós hvort Alþingi ætlar virkilega að láta kúga sig til að samþykkja þessa nauðarsamninga.

Í þessu samhengi veltir maður fyrir sér. Hvað ætla fyrrum eigendur Landsbankans að gera? Það voru jú þeir sem stofnuðu til þessa alls. Er Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor bara gjörsamlega sama þó þeir séu að færa lífskjör alls almennings áratugi aftur í tímann. Er þeim alveg sama þótt þeirra framferði bitni á Íslendingum næstu áratugi. Hefur eitthvað frumkvæði heyrst frá þeim feðgum að þeir muni losa um allar hugsanlegar eignir sínar til að minnka þann skaða sem almenningur á Íslandi verður fyrir vegna glæfralegs rekstur þeirra.

Hefur einhver heyrt eitthvað frá bankastjórunum Sigurjóni og Halldóri að þeir ætli sér að bera einhverja ábyrgð á skaða almennings á Íslandi.

Ætla fyrrum Landsbankamenn að láta eins og þeim komi það hreinlega ekkert við þótt almenningur á Íslandi þurfi að blæða vegna græðgisvæðingar  þeirra erlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vek athygl á þessari frétt Telegraph:

http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/

Það virðist vera, að matsstofnanri, séu við það að fella lánsmat Íslands aftur niður um flokk. Eftir því sem ég man best, þíðir C flokkur, að talið sé að viðkomandi aðili sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota.

Lægsti flokkurinn, er D. Í D, eru skuldbindingar, sem álitnar eru tapað fé.

Ef af Ísland verður lækkað niður í C, þá þíðir það að lánshæfisstofnanirnar meta það svo, að líkur á gjaldþroti Íslands, séu verulegar og fari vaxandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828361

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband