Ekki gera einfalt mál of flókið.

Að sjálfsögðu er það af hinu góða að kjósendur geti haft meiri áhrif á það hverjir veljist til setu í sveitarstjórnum og á Alþingi. Hugmyndir um að leggja prófkjör af í þeirri mynd sem þau hafa verið og færa persónukjör til kosninganna sjálfra geta verið mjög góðar. Hættan er samt sú að framkvædmin verði allt of flókin og komi ekki til með að skila því sem til var ætlast auk þess sem ógildum seðlum gæti fjölgað mikið.

Míon skoðun er að nær væri að breyta reglum þannig að þau framboð sem veldu að hafa prófkjör yrðu að hafa það á sama degi og sama stað. Kjósendur gætu þannig eingöngu haft áhrif á val hjá einu framboði. Setja þyrfti stífar reglur varðandi auglýsingar og kynningar frambjóðenda.með þessu móti kæmi skýr vilji kjósenda fram um röðun. Framboð væru ekki skyldug að viðhafa prófkjör heldur gætu á annan hátt raðað á sinn framboðslista.

Við kosningarnar sjálfar geta kjósendur tekið ákvörðun um að breyta röð frambjóðenda. Auka þyrfti vægi breytinga á framboðslista frá því sem nú er. það er því á einfaldan hátt hægt að auka persónukjör án þess að gera það allt of flókið.

Ég tel einnig nausðynlegt að sett verði skýrari lög um framkvæmd skoðanakannana, þar sem t.d. væri kveðið á að bannað væri  að hafa skoðanakannanir þegar fjórir dagar eru til kosninga. Eins og skoðanakannanir eru nú framkvæmdar alveg fram á kjördag geta þær verið allt of skoðanamyndandi fyrir kjósendur.

 

 


mbl.is Hvaða breytingar fylgja persónukjöri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Auka þyrfti vægi breytinga" Afhverju? Ég spyr afhverju á að auka vægi þeirra atkvæða umfram atkvæði þeirra sem ekki vilja breyta? Í dag geta um það bil 20 til 30% kjósenda flokks breytt röðun sem um 70 til 80% kjósenda viðkomandi flokks eru mjög sátt við og vilja ekki breyta. Þetta er reynda spurning sem þeir sem hlynntir eru auknu vægi útskrikana hafa aldrei getað svarað.

Fannar frá Rifi, 6.7.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828316

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband