Allt í sóma hjá Vinstristjórninni nema hjá almenningi og fyrirtækjum.

Hún er glæsileg myndin sem 100 daga Vinstri stjórnin dregur upp af sjálfri sér. Búið að leysa 42 af 48 málum sem stefnt var að og þessi 6 sem útaf standa afgreidd á næstunni.

Nú er allt að komast í lag og við getum öll verið kát og hress. Hvað með það þó atvinnuleysi sé mikið, vextir þeir hæstu í heimi,verðbólgan lækkar ekki og ein Evra komin í 182 krónur. Já, já, segir Vinstri stjórnin, við höfum náð fínum árangri.

Ætli almenningur og fyrirtæki landsins séu á sama máli?


mbl.is 42 mál af 48 afgreidd á 100 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Átti skjaldborg um heimilin ekki að vera inni í þessum pakka? Ekki hef ég séð að eitthvað hafi verið gert í þeim málum og ekki var minnst á það atriði í fréttum kvöldsins að það stæði útaf borðinu með þessum 6 sem eftir er að afgreiða, nei staðreyndin er sú að heimilunum verður látið blæða, þvílík óstjórn burt með hana

Þórólfur Ingvarsson, 18.8.2009 kl. 20:24

2 identicon

Nei, örugglega ekki.  Skuldirnar hækka á meðan fólkið sefur á nóttinni.   Vanalega í löndum þarf fólk að eyða peningum til að skuldir þess hækki.   Nei, ekki í Skuldalandi.   

ElleE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:50

3 identicon

Landið gæti ekki verið meira gjaldþrota. Meiriháttar fífl sem halda að krónan geti hækkað á næstunni. Hversu veruleikafirrt getur fólk verið?

Allt meira og minna fjármagnað hérna með erlendri lántöku síðustu árin og þar eru landsvirkjun og önnur ríkisfyrirtæki með ríkisábyrgð og þessvegna dugar ekki að fella krónuna til að ná okkur útúr þessu. Það verður að viðurkenna gjaldþrot. Neyðarlögunum verður svoleiðis hnekkt fyrir dómstólum að það verður ekki líft hérna. Seint hægt að kenna vinstristjórn um það. Við verðum niðurlægð fyrir dómstólum.

Hættið að blekkja ykkur og halda að þetta sé allt vinstri stjórn að kenna þótt hún sé ömurleg. Í það minnsta bjargaði vinstristjórn okkur frá því að taka Finnsku leiðina á þetta.

bambus7 (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828283

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband