Nú þarf Steingrímur J. að dusta rykið af gömlu ræðunum sínum og láta AGS heyra það.

Margt er skrítið í pólitíkinni. Steingrímur J. hefði sennilega ekki trúað því hefði honum verið sagt fyrir nokkrum misserum að fram undan í lífi hans væri að sitja ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.En svona getur margt breyst.

Nú þarf Steingrímur J. að dusta rykið af gömlu ræðunum sínum um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það voru engar smá ræður sem hann hélt um hinn alræmda sjóð og lýsti með mörgum stórum orðum hvernig AGS rústaði löndunum sem hann hefði afskipti af.

Allt þetta virðist ætla að verða staðreynd gagnvart okkur Íslendingum. Maður fer að trúa því að fyrri Steingrímur J. hafi haft rétt fyrir sér. Vonandi fer Steingrímur J. í sitt gamla hlutverk á ársfundinum.

Hvað með útspil Framsóknarmanna að okkur standi til boða risalán frá Norðmönnum. Það hlýtur að þurfa að láta reyna á það,hvort eitthvað er ti í þessu Framsóknartali eða ekki. Ef þetta er rétt hljótum við að geta sent AGS til baka og afþakkað öll frekari afskipti þeirra af málum okkar.

Samkvæmt frétt mbl. eru ágætis menn í för með Steingrími J. til að ræða við fullttrúa annarra landa. En hjvað varð um snillingin í samningamálum, hann Svavar Gestsson? Hvers vegna er hann ekki með í för? Þau voru nú aldeilis falleg orðin sem Steingrímur J. og Jóhanna höfðu um snilli Svavars þegar hann kom með undirritaðan Icesavesamninginn til landsins.


mbl.is Steingrímur á fund AGS í Istanbúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Við skulum vona að "forsætisráðherra" komi okkar málstað til skila

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.10.2009 kl. 14:42

2 identicon

Hjartanlega sammála þessu. Og hann ætti líka að fara í fjallaskónum sínum á fundinn og taka hann af sér og lemja í borðið eins og rússinn gerði forðuml.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki líst mér á þetta, hann fer með tvo evrópusambandsinna með sér, sem vilja ólmir borga æsseif

Sigurður Þórðarson, 1.10.2009 kl. 15:26

4 identicon

Já, ógnvekjandi, hann fór á fund með eintómum EU- og ICESAVE-sinnum.  Hvað geta þeir þó verið að ræða um ICESAVE?  Löggjafarvaldið er búið að setja lög um kúgunina.  Og hvað sem Bretum og Hollendingum og Icesave-sinnum finnst.

ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband