Mörður sendir Björgvini tóninn fyrir að gagnrýna Svandísi og að styðja atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.

Mörður Árnason fyrrum þingmaður Samfylkingar gagnrýnir Björgvin G.Sigurðsson,þingflokksformann Samfylkngar fyrir að taka undir gagnrýni á úrskurð Svandísar umhverfisráðherra varðandi suðvesturlínu og þar með að setja framkvæmdir við álver í Helguvík í óvissu.

Mörður Árnason virðist ekki hafa nokkurn skilning á því að Suðurnesjamenn eru að berjast fyrir að atvinna skapist á svæðinu.Einn af stóru liðunum í þeirri baráttu er að framkvæmdir geti hafist á fullu við byggingu álvers í Helguvík.

Það er fagnaðarefni að Björgvin skuli ætla að standa með tillögu Sjálfstæðismanna og Framsóknar um að umhverfisráðherra afturkalli ákvörðun sína. Á fundi í Keflavík lýstu aðrir þingmenn Samfylkingar einnig yfir stuðningi voi baráttu Suðurnesjamanna og munu örugglega styðja það að Svandís afturkalli sína ákvörðun.

Mörður vill örugglega að menn standi við orð sín. Ríkisstjórnin hefur skrifað undir stöðugleikasáttmála. Í þeim sáttmála er skýrt kveðið á um að framkvæmdir eigi að fara á full við álver í Helguvík. Svandís er hluti af ríkisstjórninni og hefur því samþykkt framkvæmdirnar. Það er því algjör svívirða að hún skuli ætla að sjá til þess að framkvæmdir frestist eða stoppi.

Mör-ður telur sig vera einn af menningarvitum þjóðarinnar og hefur örugglega margt gott gert á því sviði,en við getum ekki haldið uppi öflugu skólastarfi og stuðningi við menninguna nema að auka verðmætasköpunina í landinu. Suðurnesjamenn eru að berjast fyrir því að auka atvinnutækifærin og þar með að skapa verðmæti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað hefur Mörður Árnason gert fyrir íslenska menningu? Hann veitti orðinu"sjitt", sama og skítur, þegnrétt í málinu með því að setja það í íslensku orðabókina - en hefur hann gert eitthvað annað?

Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Þeir sem kalla eftir því að framkvæmdir við álbræðslu í Helguvík "fari á fullt" ættu að kynna sér stöðu orkuöflunar fyrir slíka framkvæmd. Á fundi sérfræðinga í gær, miðvikudag, um sjálfbæra nýtingu jarðhitans m.a. suðvestanlands kom fram að í þeim efnum er ekkert fast í hendi.

Hjörleifur Guttormsson, 22.10.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828258

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband