Samfylkingin skaut sig illa í fótinn.

Þeir þóttust aldeilis hafa komist í feitt áráðursmeistarar Samfylkingarinnar þegar í ljós kom að Sigmundur Davíð hafði mætt frekar illa á skipulagsráðsfundi í Reykjavík. Hér var kjörið tækifæri til að fá almenning til að hneykslast á Sigmundi Davíð. Hann væri nú aldeilis spilltur sá maður og væri svo formaður Framsóknarflokkins og sífellt að ngagnrýna Jóhönnu og Samfylkinguna.Það þyrfti sko að finna eitthvað á manninn til að þagga niður í honum.

Eitthvað virðast áróðursmeistarar Samfylkingarinnar hafa verið illa upplýstir um frammistöðu sinna eigin manna. Nú er komið í ljós að sjálfur varaformaður Samfylkingarinnar og leiðtogi Borgarstjórnarflokksins og helsta vonarstjarna flokksins mætti sko enn verr á fundi Faxaflóanefndar. Samkvæmt útreikningunum sem notaðar voru á Sigmund Davíð hafði hann 53 þús. á fund en Dagur fær hins vegar 160m þús.kr. á fund. Dagur hefur nú sagt af sér í nefndinni.

Hér er gott dæmi um að menn ættu að fara varlega að gagnrýna aðra. Sjaldan hafa menn skotið sig eins illilega í lappirnar og áróðursmeistarar Samfylkingarinnar gerðu í þessu máli.


mbl.is „Dagur fékk 160 þúsund á fund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Það hlaut að enda meðþví í öllum spunavaðlinum að þeir færu fram úr sér. Þetta heitir svo sannarlega að drulla í deigið eða komast frá leik með kleprana uppi í hnakkagróp.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 00:08

2 identicon

Sjálfsmark hjá Samfylkingunni.  Og þessi sjálfsmörk eiga eftir að verða enn fleiri hjá þeim. 

Fólk er nefnilega farið að sjá í gegnum í útsmognu og illu áróðursvél og spunamaskínu Samfylkingarinnar.

Fréttir um styrki til Sjálfstæðisflokksins var nefnilega úthugsuð hjá Samfylkingunni.  Kortér fyrir kosningar og á miðvikudegi fyrir Páska þegar flesitr sem áttu að vera til andsvara voru komnir í Páskafrí. 

Og ekki með gleyma eineltinu gegn Framsókn fyrir kosningarnar 2007.  Undirróðurs og niðurrifsstarfsemi Samfylkingarinnar gekk grímulaust í Baugsmiðlun fyrir kosnigarinar 2007 og hafði þann tilgang að veikja flokkin svo hann fengi ekki fylgi til að fara í stjórn með X-D.  Þetta skítabragð tókst hjá Samfylkingunni.

Þetta eru kölluð klækjustjórnmál og spuni, hanna atburðarrás, þar Baugsmiðlar eru notaðir til að koma með æsifréttir um andstæðingana í pólitík.  Þegar þessi áróðursvélaherdeild Samfylkingarinnar hefur lokið sér af með sitt Blitzkrieg, taka hermaurar og fótgönguliðar Samfylkingarinnar í gervi álitsgjafa, fræðimenn og bloggarar við til að fullkomna lygina, því sé lygin kyrjuð nógu oft, fer almenningur að trúa henni.

Illkvitnislegt hjá Samfylkingunni, en þeir eiga eftir að bíta úr nálinni með það.  Og þá verður hefndin sæt.

Þröstur St. Sæmundsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það kom mér vissulega á óvart að Blaður um Ekkert-son nennti ekki á fundi. Hélt hann hefði meira gaman af því en öðru!

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2009 kl. 09:26

4 identicon

Þeim væri nær að skjóta sig í hausinn !

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 14:10

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef Dagur er helsta vonarstjarna flokksins þá hverfur þessi flokkur - það er nokkuð ljóst

Óðinn Þórisson, 6.11.2009 kl. 17:28

6 identicon

Flestir meðalgreindir Íslendingar eru búnir að sjá í gegnum ham/búning/eðli samhirðarinnar. Það er gott mál.

Restin..restin á eftir að sjá ljósið.

Restin af restinni....ja.. þeir eru vissulega undir meðalgreind !!!

Þannig er það nú...

runar (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 17:28

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samfylkingin er margfætla. Hana munar ekkert um þennan tiltekna fót og veður áfram með ESB aðild og Icesave klúður eins og ekkert hafi í skorist.

Kolbrún Hilmars, 6.11.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828314

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband