Jóhanna segir öllum hindrunum rutt úr vegi.Framkvæmdir í Helguvík og Straumsvík á fullt í vetur.Stjórnarslit gerist það ekki.

Jóahanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir á fundi í Reykjanesbæ að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi varðandi Suðvesturlínu á næstunni. Framkvæmdir við álverið gætu farið á fullt í vetur. Sama væri upp á teningnum varðandi stækkun álversins í Straumsvík. Virkjunaframkvæmdir færu á fullt,þannig að rafmagn verði tryggt.

Nú getur það ekki verið að forsætisráðherra gefi út slíkar yfirlýsingar nema fullkomin alvara sé á bak við það. Þess vegna vekur það undrun að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna telja ekkert að marka þessar yfirlýsingar Jóhönnu.

Hvers konar ríkisstjórn er þetta eiginlega. Ráðherrar og þingmenn samstarfsflokks forsætisráðherra draga í efa og gefa í skyn að ekkert sé að marka yfirlýsingar Jóhönnu.

Auðvitað veit Jóhanna að henni er óhætt að gefa út svona yfirlýsingu,hvað sem Vinstri grænir segja. Það er þingmeirihluti fyrir því að framkvæmdir við álverið í Helguvík fari áfullt.Jóhanna veit líka að það er þingmeirihluti fyrir því að álverið í Sraumsvík fái orku til að standa undir stækkun.

Samfylkingin á verulegt fylgi í Suðurkjördæmi og í Kraganum og gerir sér fullkomlega grein fyrir að þessi mál verða að hafa forgang. Það skiptir svo svakalega miklu máli fyrir alla atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samfylkingin mun aldrei láta Vinstri græna komast upp með það að stöðva þessar framkvæmdir. Ætli Vinstri grænir sér það verður það örugglega krafa þingmanna Samfylkingarinnar í þessum tveimur kjördæmum að stjórnarsamstarfinu verði slitið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér.  Hinsvegar viðrist vera hafa gert "gentlemens agreement" milli Samfó og VG, að fórna Bakkaálverinu gegn því að VG styddu ESB aðild Samfylkingarinnar.

Í Norð-Austur kjördæmi hefur Samfylkingin engu að tapa.  Atkvæðin eru jú á Suð-Vesturhorninu.  Þar búa auk þess flestir allir umhverfissinnar og með því að fórna Bakkaálverinu slær Samfylkingin tvær flugur í einu höggi:

  1. Kaupir VG til fylgilags við ESB drauma sína.
  2. Getur sýnt umhverfisliðinu Suð-Vestanlands, að Samfylkingin sé ábyrgur flokkur í umhverfismálum og þar með fengið atkvæði þeirra.

Svona eru nú klækjustjórnmálin hjá Samfylkingunni.

Sigurjón H. Arngrímsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828293

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband