Steingrímur hrópar úlfur,úlfur.

Úlfur,úlfur hafa Jóhanna og Steingrímur J. hrópað í hvert sinn þegar Icesave er til umræðu. Hræðsluáróðri er beitt gegn þingmönnum og sagt að stóri ESB úlfurinn taki til sinna ráða ef við samþykkjum ekki ESB. Steingrímur J. segir að ESB úlfurinn ætli að gera svo ljótt við okkur að það sé ekki einu sinni hægt að segja það.

Þingmenn hafa reyndar áður heyrt þetta. Sagt var að Alþjóðasjóðurinn myndi ekki hreyfa sig til stuðnings okkur ef við samþykktum ekki Icesave. Það reyndist ekki rétt.

Jóhanna og Steingrímur J. sög'u við við fengjum engin erlend lán fyrr en Icesave væri frágengið að fullu. Þetta reyndist ekki rétt.

Það hefur sýnt sig að hróp Steingríms,úlfur,úlfur hafa litla þýðingu haft.

Það er reyndar skelfilegt til þess að hugsa að fjármálaráðherra landsins skuli nota þá taktik að reyna að hræða þingmenn til hlýðni með alls konar tröllasögum og að við mmunum sko aldeilis hafa verra af ef við hlýðum ekki stóra úlfinum honum ESB.

Ætla þingmenn Vinstri grænna virkilega að láta hræða sig til hlýðni. Ekki hefði maður nú ímyndað sér að hægt væri að hræða Ásmund bónda,Atla Gísla, Lilju og Ögmund til hlýðni með hótunum um að annars myndi stóri ESB úlfurinn pína okkur. Og hvað með Steingrím J. sjálfan. Já mikið hefur maðurinn breyst við að verða ráðherra.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangfærslur. AGS og Norðurlöndin benda á hvort annað þegar þau eru spurð hver lét icesave hanga á spýtunni. Erlendu lánin hanga á icesave og munu hverfa ef icesave verður ekki samþykkt. Greiðsluþrot ríkisins verður að veruleika f. umheiminum. Aukið hrun krónunnar fylgir og gígantízkt atvinnuleysi og landflótti. Húrra. 

Ari (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 18:11

2 identicon

Það eru Germanía Frakkland Bretar og Hollendingar (ESB)

Ekki eru það Portúgalar, Ítalir, Grikkir og Spánverjar (hinir svokölluðu PIGS)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 18:51

3 identicon

Já hún er einkennileg framkoman hjá flokksbróður mínum honum Steingrími.Ég tel að það sé búið að koma inní hann einhverskonar örflögu,sem lumað hefur verið í hann er hann fór til fundar erlendis,fyrir ekki löngu síðan,og honum er fjarstýrt frá hinum illu öflum í Brussel.Tel Jóhönnu vera uppfulla af þessum örflögum,hún geltir bara um fjárans Brusselmafíuna,og inní hana vill hún.

Númi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:58

4 identicon

 Gaman væri að vita hvurning aðrar þjóðir leysa vandan við ofanjarðar háspennulínur.,????

vernig leysa aðrar þjóðir í heiminun vandamál varðandi háspennulínur ofanjarðar ,?????

sigurður p þorleifsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband