Framsókn nálgast hættumörk Miðflokkurinn tapar miklu fylgi

Ný skoðanakönnun MMR er um margt athyglisverð. Sérstaka athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nálgast hættumörk. Fær nú aðeins 6,1% og er þannig aðeins rúmu prósentustigi yfir að detta út af þingi.

Nú er það svo í stjórnarsamstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn er frekar að bæta sína stöðu og VG siglir nokkuð lygnan sjó.

Spurning hvað veldur að Framsókn tapar fylgi. Nú er Sigurður Ingi formaður samgönguráðherra og það er boðað mikið átak í vegaframkvæmdum. Getur verið að Bjarni og Katrín séu meira í sviðsljósinu og að kjósendum finnist þau standa sig vel í forystunni að koma Íslandi uppúr öldudalnum. Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt í störfum sínum að undanförnu hversu sterkur leiðtogi hann er.

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins virðist ekki virka eins vel á kjósendur um þessar mundir.Staða hans getur orðið snúin á næsta flokksþingi hjá Framsókn til að gegna áfram forystu.

Það vekur einnig athygli að hrun er í fylgi Miðflokksins fer úr 12,5% í 8%.

Populista tilhneyging Miðflokksins fær ekki fylgi.


Rafmagnsskútur í stað Borgarlínu?

Bjarni Benediktsson,fjármálaráðherra,er virkilega hrifinn að rafmagnsskútum til að ferðast á í borginni.Þetta kom fram í máli hans um aðgerðaráætlun stjórnvalda.

Auðvitað hljóta menn að staldra aðeins við þegar umræðan hjá svietarstjórnarmönnum í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum er að eyða tugum milljarða í hina svokölluðu borgarlínu.

Tækniþróunin er svo hröð eins og fram kom hjá Bjarna að ferðamátinn mun breytast í að f´lk noti rafskútur til að komast ferða sinna innan borgarmarkanna. mun þægilegra og fljótlegra heldur en ganga dágó-ðan spöl til að setjast upp í strætó.

Rafmagnshjól,rafskutlur eru svo til viðbótar mjög hagkvæmur ferðakostur og umhverfisvænn.

Mikil aukning hefur verið á sölu rafmagnsbíla og tvin bíla. Allt er þetta mjög umhverfisvænt . Það væri örugglega mun hagkvæmara og skynsamlegra hjá borgaryfirvöldum og sveitarstjórnum að huga vel að uppbyggingu til að geta gert þeim kleift sem aka um á umhverfisvænum faratækjum að geta haft aðstöðu til að hlaða sitt farartæki sem víðast.

Sama hvað Dagur borgarstjóri segir,þá vill fólk frekar ferðast á sínu eigin farartæki í stað þess að sitja í strætó.

Það eru því miklar líkur á því að fjármagninu sem eytt verður í borgarlínu séu að mestu glataðir fjármunir,sem ekki munu skila tilætluðum árangri.


mbl.is Bjarni: Rafmagnshlaupahjól ótrúlega mikil breyting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lestrarátak Miðflokksins

Ár hvert er efnt til lestrarátaks meðal barna og undlinga. Þá hamast allir við að lesa sem flestar bækur og er haldin skrá yfir það. Einnig er efnt til Stóru lestrarkeppninnar þar sem fulltrúar skólanna koma saman og lesa upphátt og eru verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðurnar.

Eitthhvað virðast þingmenn Miðflokksins hafa misst af þessu á sínum yngri árum og reyna nú að vinna þetta upp sem mest þeir geta. Á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum lásu þingmenn MIðflokksins hvor fyrir annan uppúr alls konar skjölum um Orkupakka 3. Lesturinn stóð í tugi klukkustunda,þar sem þeir vöruðu við mikilli hættu ef pakkinn væri samþykktur. Þá myndum við missa allt rafmagn til útland og sitja eftir í myrkrinu með kertaljós. Ekki bar allur upplesturinn neinn árangur hjá Miðflokknum.Með öllum upplestrinum tókst þeim ekki að sannfæra aðra en sjálfa sig.

Nú ber svo við að Miðflokkurinn efnir aftur til lestrarátaksn í þingsal Alþingis. Nú lesa þeir hvorfyrir annan úr Samgönguáætlun og þá sérstaklega um Borgarlínuna. Spurning hvort Menntamálaráðherra án ekki að sjá til þess að þingmenn Miðflokksins fái sérstaka aðstöðu í þinghúsinu til að Miðflokksmenn geti haldið áfram í sínu lestrarátaki og lesið þar fyrir hvorn annan án þess að trufla aðra þingmenn í sínum störfum.Varla hafa þeir nokkur áhrif á skoðanir annarra þingmanna með öllum sínum lestri.

Örugglega hefur lestrarhraði þingmanna Miðflokksins aukist til muna við allan þennan lestur. Það er aftur móti stór spurning hvort lesskilningur þingmanna Miðflokksins hefur nokkuð aukist við allan þennan lestur.


Hvernig getur þessi maður veriðm forseti öflugasta ríkis heims

Á hverjum einasta degi þann tíma sem onald Trump hefur gegnt starfi forseta Bandaríkjanna hefur einhver vitlausa komið úr hans munni. Furðulegt að kjósnedur í USA hafi valið sér þennan mann sem forseta.

Hámark vitlausunnar er trúlega nú náð. Trump segir að það gangi ekki að sima svona mikið fyrir Covid 19. Það leiði bara af sér að smitum fjölgi. Því hefur henn gefið út fyrirskipun um að það verði dregið verulega úr öllum skimunum. Þannig megi fækka þeim sem verða veikir.

Er hægt að komast öllu lengra í vitleysunni?

Ætla kjósendur virkilega að kjósa Trump áfram sem sinn forseta.


Bætum hag þeirra verst settu

Eldri borgarar þ.e. 67 ára og eldri eru 45.200.Af þeim eru 18.750,sem fá helming eða meira frá Tryggingastofnun ríkisins af sínum tekjum.

Ég skrifaði grein í Morgunblaðið föstudaginn 19.júní þar sem ég lagði áherslu á að Landsamband eldri borgara eigi að setja allan sinn þunga í að bæta kjör þeirra eldri borgara sem lökust hafa kjörin. Það á að vera hlutverk stjórnvalda að bæta kjör þessa hóps. Grein mín hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk skilur að það er nauðsynlegt að opinberir sjóðir hafi þann tilgang að rétta hlut þeirra sem lökust hafa kjörin.Það þarf ekki að nota TR til að bæta þeim upp sem bestu hafa kjörin.

Ef ellilífeyrir hefði hækkað um 105% frá árinu 2010 væri hann nú komin í 322.225 kr á mánuði í stað þess að vera 256.789 kr á mánuði eins og hann er núna.

Athyglisvert að á þessu sama tímabili hefur þingfararkaup hækkað um 125%.

Landsfundur eldri borgara verður 30.júní n.k. Vonandi mun fundurinn senda skýr skilaboð að áherslan verði að bnæta kjör þess hóps sem fær helming eða meira af sínum tekjum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Besta leiðin til að ná því markmiði er að hækka almenn frítekjumarkið(s.s. tekjur úr lífeyrissjóði) úr 25 þús.kr. í 100 þús. kr. á mánuði.

Einnig að greiðslur frá TR hækki ávallt í samræmi við þróun launavísitölu.


Hannes Hólmsteinn væri flottur ritstjóri

Alveg ótrúlegt hvernig vinstri menn láta vegna þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildi ekki Þorvald Gylfason sem ritstjóra norræms tímarits. Undarlegt að vinstraliðinu skuli finnast það eðlileg íslenski fjármálaráðherra eigi ekkert aðn hafa með það að gera hver skipar þessa ábyrgðarstöðu.

Það er mjög eðlilegt að Bjarni geti ekki samþykkt Þorvald Gylfason. Allir sem fylgjast með vita um skoðanir Þorvaldar og að þær einga enga samleið með skoðunun Bjarna fjármálaráðherra. Að sjálfsögðu á Ísland að hafa rétt á að neita.

Hafa menn trú á því að Logi Einarrson sæti hann sem í ríkisstjórn Íslands að hann myndi taka því þegjandi og hljóðalaust ef Hannes Hólmsteinn Gissurarson,prófessor, hefði verið skipaður ritstjóri þessa sama norræna tímarits.

Hannes Hólmsteinn er fræðimaður í Háskólanum og hefur ritað mmargar lærðar greinar um stjórnmál þar sem hann rökstyður skoðanir sínar mjög vel.

Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir þá sem hæst gagnrýna Bjarna að veltu  fyrir sér,hvort Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar væri sáttur við að Hannes Hólmstein sem ritstjóra.


mbl.is Yfirlýsingin „hefur nákvæmlega ekkert vægi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn utan ESB

Gleðilegan þjóðhátíðardag.Þótt hátíðarhöld þjóðhátiðardagsins 17.júní séu nú með öðru sniði en áður er samt vissulega ástæða til að fagna. Við getum enn fagnað því að vera sjálfstæð þjóð og geta ráðið okkar málum sjálf.

Enn eru þeir stjórnmálamenn til á Íslandi sem telja málum okkar betur farið með því að ganga í ESB og afhenda hluta af fullvceldisréttindum til ráðamanna ESB í Brussel.

Þrátt fyrir hörmungar ástand innan ESB tala forystumenn stjórnmálaflokka enn þannig að lausn allra vandamála okkar Íslendinga sé að ganga til liðs við þessar þjóðir og afhenda þeim auðlindir okkar til yfirráða ásamt því að taka upp Evru í framtíðinni.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tala enn þannig að eitt af helsu forgansmálum okkar sé að ganga í ESB.

Á næsta ári verða Alþingiskosningar.Kjósendur þurfa að standa vörð um sjálfstæði okkar Íslendinga og sjá til þess að Saµfylkingin og Viðreisn komist ekki til valda.

Það er gott að hafa það í huga nú á þjóðhátíðardegin okkar.


Þórhildur Sunna segir af sér formennsku,gleðileg frétt,en tekur nokkuð betra við.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata tók þá ánægjulegu ákvörðun að segja af sér formennsku Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar.Auðvitað hefði þessi þingmaður aldrei átt að verða formaður þessarar nefndar. Þessi þingmaður braut sjálf siðareglur Alþingis og hefði því aldrei átt að skipa formennsku í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.

Ástæða afsagnar er reyndar lýsandi dæmi um hegðun og hugsunarhátt Pírata. Þórhildur Sunna telur sig hafa orðið fyrir persónulegum árásum og hún hafi verið dregin niður í svaðið.

Þetta er sami þingmaður og hefur haft uppi ansi stórar yfirlýsingar um samstarfsmenn sína á þingi.Hvað er t.d. hægt að segja um árásir hennar á Ásmund Friðriksson. Hafi nokkur þingmaður orðið fyrir alvarlegur einelti er það umræddur Ásmundur. Píratar hafa gjörsamlega farið langt,langt yfir strikið í árásum sínum á hann og fleiri þingmenn.

Margir velta því örugglega fyrir sér hver tilgangur Pírata er eiginlega á Alþingi. Þeirra aðalmál virðist vera að ráðast á þingmenn annarra flokka með pólitísku ofstæki. Dettur einhverjum í hug að vinnubrögð Þórhildar Sunnu sem formaður Stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar eigi á nokkurn hátt samleið með hlutlausri skoðun og athugun á málum.

það er því fagnaðarefni að hún skuli láta af formennsku. Aftur á móti er það spurning hvort nokkuð betra tekur við, en Jón Þór Ólafsson,Pírati,tekur við formennsku í Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.

Og enn einu sinnu,hvernig mán það vera að 12-14% af kjósendum skuli treysta Pírötum til að fara með stjórn landsins.

 

 

 


Verður það vinstri stjórn næst

Nú styttist óðum í næstu Alþingiskosningar. það er því eðlilegt að menn velti vöngum hvernig þær kosningar muni fara og hvers konar ríkisstjórn við fáum í kjölfarið. Gæti kjósendur ekki að sér eru miklar líkur á að við fáum einhvers konar vinstri stjórn. Til að það gerist ekki þarf Sjálfstæðisflokkurinn að eflast mikið frá þeirri stöðu sem uppi er í dag. Margt bendir nefnilega til þess að Framsóknarmenn nái ekki að halda sínu fylgi og verði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nógu stór er núverandi ríkisstjórn fallin í næstu kosningum

Gerist það eru miklar líkur á að Logi Einarsson Samfylkingu veði næsti forsætisráðherra og með honum í stjórn,Helga Vala og Ágúst Ólafur. Píratarnir Þórhildur Sunna,Björn Leví,Jón Þór Ólafsson og Halldóra Mogensen. Frá Flokki fólksins Inga Sæland.Ráðherra utan þings verður væntanlega Þorvaldur Gylfason. Sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar verður Sósíallistinn Gunnar Smári Egilsson.

Vinstri græn og Viðreisn munu verja þessa ríkisstjórn falli til að koma í veg fyrir setu Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjórn.

Lítist fólki ekki á þetta verður Sjálfstæðisflokkurinn að eflast mikið.


Meistarar í falsfréttum?

Út um allan heim er ausið yfir okkur alls konar falsfréttum.Reynt er að sannfæra okkur með falsfréttum. Reynt er að hafa áhrif á úrslit kosninga með því að lauma inn falsfréttum í kosningabaráttuna.Þetta er vissulega áhyggjuefni.

Hér á Íslandi má sjá þess glögg merki að ákveðnior aðilar ætla ekki að láta sitt eftirliggja í baráttunni um meistaratitil í falsfréttum. Að fylgjast með vinnubrögðum meirihluat borgarstjórnar Reykjavíkur sýnir að þar á bæ er mikil tilhneiging til að taka þátt í keppninni um meistaratitil falsfrétta.

Nýjasta dæmið er umræðan um gas og jarðefnastöðina. Þrátt fyrir mikinn kostnað er því haldið fram að allt sé í sómanum. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á því að moltan verði nothæf er öðrun haldið fram af meirihlutanum. Þrátt fyrir að engin markaður sé fyrir sölu metans heldur meirihlutinn miklar lofræður um ágæti metanframleiðslunnar og segir nægan markað til staðar.Þrátt fyrir að Reykvíkingar flokki aðeins í tvær tunnur heldur meirihlutinn öðru fram og segir bestu flokkun í Reykjavík á öllu landinu. Það sé flokkað í lífrænt,þótt engin kannist við það.

Flugvöllurinn skal fara. Meirihluti borgarbúa vill það segir Dagur og félagar. Allar kannanir benda til að mikill meirihluti borgarbúa sé á móti. Þrátt fyrir það segir meirihluti borgarstjórnar annað. Styðst hann við niðurstöðu 19 ára gamalla úrslita í skosningum. Þar sem örlítill meeirihluti vildi flugvöllinn burt. Margt hefur nú breyst síðan. Þetta er enn eitt dæmið um falsfréttir meirihluta borgarstjórnar.

Meirihluti borgarstjórnar segir að nánast allir vilji banna bílaumferð í miðborginni. Þetta er eins rangt og hægt er. Samt heldur meirihluti borgharstjórnar áfram að halda hinu gagnstæða fram.

Meirihluti Dags segir að fjármál borgarinnar séu í miklum sóma,þrátt fyrir að tölur sýni allt annað. Rekstur og staða borgarinnar er mun verri en áætlað var.

Miðað við þessi dæmi og mörg fleiri,bragga málið,myglumálin í skólunum og mörg fleiri er ekki skrítið að margir telja meirihluta borgarstjórnar eigi góða möguleika á að vinna titilinn meistarar falsfrétta.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júní 2020
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband