Bætum hag þeirra verst settu

Eldri borgarar þ.e. 67 ára og eldri eru 45.200.Af þeim eru 18.750,sem fá helming eða meira frá Tryggingastofnun ríkisins af sínum tekjum.

Ég skrifaði grein í Morgunblaðið föstudaginn 19.júní þar sem ég lagði áherslu á að Landsamband eldri borgara eigi að setja allan sinn þunga í að bæta kjör þeirra eldri borgara sem lökust hafa kjörin. Það á að vera hlutverk stjórnvalda að bæta kjör þessa hóps. Grein mín hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk skilur að það er nauðsynlegt að opinberir sjóðir hafi þann tilgang að rétta hlut þeirra sem lökust hafa kjörin.Það þarf ekki að nota TR til að bæta þeim upp sem bestu hafa kjörin.

Ef ellilífeyrir hefði hækkað um 105% frá árinu 2010 væri hann nú komin í 322.225 kr á mánuði í stað þess að vera 256.789 kr á mánuði eins og hann er núna.

Athyglisvert að á þessu sama tímabili hefur þingfararkaup hækkað um 125%.

Landsfundur eldri borgara verður 30.júní n.k. Vonandi mun fundurinn senda skýr skilaboð að áherslan verði að bnæta kjör þess hóps sem fær helming eða meira af sínum tekjum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Besta leiðin til að ná því markmiði er að hækka almenn frítekjumarkið(s.s. tekjur úr lífeyrissjóði) úr 25 þús.kr. í 100 þús. kr. á mánuði.

Einnig að greiðslur frá TR hækki ávallt í samræmi við þróun launavísitölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greiðslur frá TR eru og voru ætíð hugsaðar sem fátækrabætur sem eiga að tryggja lágmark til lífsviðurværis. Þeir sem þiggja bætur frá TR eiga ekki að hafa efni á öðru en að halda lífi. Þeir sem þiggja bætur frá TR eiga ekki að hafa efni á utanlandsferðum, áfengi, jólagjöfum, bíl o.s.frv. Greiðslur frá TR ættu því að hækka eða lækka í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, kaupmáttur bóta á að haldast sá sami. Greiðslur frá TR koma því ekkert við hvað launþegar semja um við sína vinnuveitendur. Bætur eru ekki laun.

Vagn (IP-tala skráð) 20.6.2020 kl. 18:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég gæti best trúað að einhver aki yfir nafnleysingjann og vesalinginn "Vagn", þannig að hann verði að öfgahægrisinnaðri klessu sem hafi ekki efni á jólagjöfum, en hann hefur áreiðanlega aldrei tímt að gefa jólagjafir og hvað þá að einhver hafi viljað gefa þessu ómerkilega mannkerti eitthvað annað en á kjaftinn. cool

Þorsteinn Briem, 20.6.2020 kl. 19:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um að gera að hækka einungis lífeyri þeirra best settu, í anda Davíðs Oddssonar, átrúnaðargoðs öfgahægrikarla. cool

18.6.2020 (í fyrradag):

"Umdeild eftirlaunalög ráðherra og þingmanna sem Alþingi samþykkti í desember árið 2003 juku skuldbindingar ríkisins um rúman hálfan milljarð króna, nánar tiltekið 559 milljónir króna.

Skuldbindingar ríkisins vegna eftirlauna þáverandi ráðherra jukust um 80% frá því sem gilt hafði í fyrri lögum.

Þ
etta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins.

Skuldbindingar ríkisins jukust um 192 milljónir, eða 80,3% vegna starfandi ráðherra í desember 2003 og um 294 milljónir, eða 23,2% vegna starfandi þingmanna.

Skuldbindingar vegna fyrri ráðherra jukust um 38 milljónir, 9%, og vegna fyrri þingmanna um 35 milljónir, 2,5%."

"Með hliðsjón af ráðherraferli Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, var ljóst að báðir myndu njóta fullra eftirlaunakjara í lok kjörtímabils, að öðru óbreyttu.

Og f
yrr um sumarið höfðu flokkarnir samið um að Halldór tæki við forsætisráðherrastólnum af Davíð árið 2004." cool

Þorsteinn Briem, 20.6.2020 kl. 20:19

4 identicon

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Það er óþarfi að ráðast á mig persónulega þó ég lýsi því hver tilgangur bótanna sé, og hafi verið frá því það bótakerfi var stofnað 1936. Vilji menn gera breytingar á bótakerfinu þá virkar það ekki vel að vera með tengingar og dæmi sem koma bótakerfinu ekkert við. Það hækkar enginn við þig fátækrabæturnar vegna þess að Davíð Oddsson er með góðan lífeyrissparnað eftir sín störf. Sú bardagaaðferð er ekki vænleg til árangurs.

Það þarf að byrja á því að svara því án útúrsnúninga og patentlausna hvers vegna ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum, með börn á framfæri og litlar eignir, eigi að borga hærri skatta svo aldraðir sem ekki hugsuðu fyrir framfærslu í ellinni geti farið í afslöppun til Kanaríeyja og verslunarferðir til Glasgow. Laun og ellilífeyrissparnaður annarra hópa koma þeirri spurningu ekkert við og að bæta unga fólkinu í bótaþegahópinn er útúrsnúningur sem ekki er til umræðu. Af því bara og af því ég vill meira eru ekki gjaldgeng svör.

Vagn (IP-tala skráð) 21.6.2020 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband