Klikkaði Jón Þór Pírati?

Nú hefur verið ákveðið að kalla þurfi Alþingi saman næsta þriðjudag til að leiðrétta mistök,sem gerð voru varðandi kosningalög. Ganga frá reglum varðandi listabókstafi framboðanna að öðrum kosti væri allt í uppnámi vegna kosninganna í haust.

Merkilegt að svona nokkuð skuli gerast hjá Alþingismönnum.

Á vegum Alþingis er starfandi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hlutverk nefndarinnar er m.a. "Stjórnarskrármál,málefni forserta Íslands,Al.ingis og starfsmanna þess,kosningamál,málæfni stjórnarráðsins í heild önnur mál sem varða æðstu stjórn."

Formaður þessarar ábyrgðamiklu nefndar er Jón Þór Ólafsson Pírati.Ábyrgð nefndarinnar er mikil og ábyrgð foprmannsins eðli málsins samkvæmt mest. Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt að formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis skuli láta annað eins klúður og raun ber vitni líðast.

Ef formaður nefnarinnar væri einhver annar en Pírati hefði örugglega heyrst mikill hávaði úr innsta hring Pírata hringborðsins og kallað væri hástöfum um afsögn formannsins.

Nú heyrsist ekkert slíkt.

Það eru nefnilega vinnubrögð Pírata að lög og reglur nái ekki til þeirra sjálfra. Lög og reglur eigi bara við um aðra stjórnmálamenn.


Einhvern veginn öðruvísi

Það hefur verið hálf aumkunarvert að fylgjast með framgöngu strjórnarandstöðunnar á Íslandi síðustu misserum.Vandræðagangurinn algjör. Forystumenn systurflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar sjá það eitt að færa valdhöfunum í Brussel Ísland til stjórnunar með inngöngu í ESB. Það eru fáir aðrir sem tala fyrir því nema kannsi Þorsetinn Pálsson

Meira að segja foringinn sjálfur Gunnar Smári hjá Sósíalistum segir umræðu um inngöngu í ESB ekki vera á dagskrá næstu átta árin.

Megin mottó stjórarandstöðunnar hefur verið að segja: Það átti að gera þetta einhvern veginn öðruvísi.

Stjórnarandstaðan fór mikinn í gagnrýni sinni á kaupum á bóluefni. Nú hefur það komið í ljós að við erum með fremstu þjóðum hvað varðar hátt hlutfall bólusettra.

Það átti að fara í efnahgasmálin einhvern veginn öðruvísi. Flestir viðurkenna að stjórnvöldum hefur tekist mjög vel að styðja við fyrirtæki og heimili landsins. Af þeirri ástæðu er efnahagslífið nú að taka við sér og það er bjartara framundan.

Ætli Samfylkingin hafi viljað fara leiðina sem valin var eftir hrunið 2008 að slá "Skjaldborg" um heimilin. Gjörsamlega misheppnuð aðgerð. Tugþúsundir misstu heimili sín. Skattahækkanir og niðurskurður. Kjósendur refsuðu forystu Samfylkingarinnar rækilega. Kjósendur hafa engan áhuga á að endurvekja forystuhlutverk Samfylkingarinnar.

Það átti að gera þetta einhvern veginn öðruvísi segir stjórnarandsraðan um sölu Íslandsbanka. Sem betur fer tókst salan á hluta Íslandsbanka vel og 24000 nýir hluthafar fengust. Eftir sem áður á ríkið meirihluta bankans. 

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hefur skilað góðum árangri. Skoðanakannanir sýna að kjósendur vilja áfram treysta sömu flokkum til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu.

 


Guðni forseti sendir Pírötum,Samfylkingu og Viðreisn pillu.

Þorsteinn Pálsson,fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi hugmyndasmiður Viðreisnar skrifa venju samkvæmt pistil í Fréttablaðið. Þar dregur hann þá ályktun eftir ávarp Guðna forseta að  forsetinn hafi snuprað Katrínu forsætisráðherra fyrir það að Alþingi ræddi ekki eða afgreiddi tillögur varðandi breytingar á stjórnarskránni.

Merkileg og skrítin ályktun þar sem það var nú einmitt Katrín sem reyndi að leggja fram tillögur sem gætu skapað sátt.

Ég held að Guðni forseti hafi verið að senda Pírötum,Samfylkingu og Viðreins áminningu fyrir þá þvernóðsku sem þessir flokkar sýna varðandi umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Þessir flokka vilja ekki hlusta á neinar málamiðlanir.

Nú er það svo að það er nauðsynelgt að ná víðtákri sátt ef það á að gera breytingar á stjórnarskránni og það þarf að gerast í áföngum.

Svo er það auðvitað spurning hversu nauðsynlegt það er yfir höfuð að vera að hrófla mjög mikið við núverandi stjórnarskrá. Hefur hún ekki reynst okkur ágætlega?


Lýðræðislegra væri að hafa prófkjör

Oft tala stjórnmálamenn um hversu gott lýðræðið sé og það þurfi að hlusta á fólkið. Það verði að hlusta á grasrótina í flokknum. Þegar á hólminn er komið fara sumir svo lítið eftir þessu. Þá treysta menn sér ekki til að leita til flokksmanna og láta þá skera úr um hvernig framboðslitarnir verði skipaðir.

Athyglisvert að Miðflokkurinn skipi fimm manna kjörnefnd til að skera úr um hvor eigi að skipa oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi. Bæði Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason er mjög áberandi þingmenn og hefur málflutningur þeirra oft vakið athygli.

Sá sem lendir í öðru sæti er væntanlega á leiðinni út af Alþimgi.

Í þessu tilfelli hefði það átt að vera eðlilegasti hluti í heimi að efna til prófkjörs meðal stuðningsmanna Miðflokksins í Suðurkjördæmi og láta hinn almenna flokksmann skera úr um það hver ætti að skipa efsta sætið. Nei,það á fámenn klíka að ráða.

Það er til mikillar fyrirmyndar hjá Sjálfstæðisflokknum að viðhafa prófkjör í öllum kjördæmum landsins. Það er lýðræðislegasta leiðin að leyfa grasróttini að velja hverjir skipi efstu sæti framboðslistans.


mbl.is Barist um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað heldur MIðflokkurinn að hann sé?

Merkilegt að fylgjast með umræðum á Alþingi um þessar mundir. Reynt er að ná samkomulagi um hvaða mál skuli fá afgreiðslu þannig að hægt sé að ljúka þingstörfum. Eðlilegt að það sé ágreiningur og að menn verði að slá af sínum ítrustu kröfum.ÞaÐ eru flestir stjórnmálaflokkarnir að gera.

Athyglisvert að sjá að það virðist einkum vera einn stjórnmálaflokkur sem alls ekki vill skilja að vilji meirihluta Alþingis þarf að virða. Miðflokkurinn hótar að beita málþófi fái hann ekki sínum vilja fram. Miðflokkurinn er að mælast með 7-8% fylgi í könnunum. Það getur á engan hátt verið eðlilegt að Miðflokkurinn geti haldið öllu þinginu í gíslingu ef þeir ná ekki sínum vilja fram.Þeir verða að átta sig á að þeir eru aðeins smáflokkur með lítið fylgi.

Framganga Miðflokksins byggist á frekju og yfirgangi. Þeir eins og aðrir verða að sætta sig við vilja meirihlutans.

Kjósendur verða að sýna Miðflokknum að þeir kunni ekki að meta yfirgang Miðflokksins í störfum Alþingis. Svona flokkur á ekkert erindi í ríkisstjórn Íslands.


Slær einhver met Þórhildar Sunnu?

Mjög mikil þátttaka var í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi eða um 4600. Sama átti sér einnig stað í Reykjavík þar var þátttaka um 7500. Það er því mjög sterkt umboð sem efstu menn í prófkjörunum fá í baráttunni sem er framundan.

Nú er haið prófkjör i Kraganum,þar sem örugglega verður hart barist um efstu sætin.Vonandi verður mikil þátttaka og úrslitin þannig að efstu menn fái eindreginn stuðning til að leiða baráttuna.

Eflaust velta margir fyrir sér hvort það tekst að slá met Pírataleiðtogans mikla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.Hún tók þátt í prófkjöri Pírata og leitaði eftir stuðningi. Eins og alþjóð veit telur Þórhildur Sunna það vera sitt aðalhlutverk að finna að og rakka niður það sem aðrir gera. Minna er um jákvæðan málflutning og hvatningu til góðra verka.

Enda er Þórhildur Sunna sú eina af þingmönnum sem brotið hefur siðareglur þingsins.

En hvað um það Þórhildur Sunna sigraði með miklum yfirburðum í prófkjöri Pírata og hlaut 121 atkvæði.Hún telur sig því eflaust hafa mjög sterkt umboð til að leiða listann.

Ég ætla hér að fullyrða að stuðningur við þann sem sigrar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kraganum verði þó nokkru meiri heldur en það sem, Þórhildur Sunna hlaut.

Það er alveg greinilegt að mikil stemning er nú með Sjálfstæðisflokknum,enda er val á framboðslistana mun lýðræðislegra en hjá öðrum stjórnmálaflokkum landsins.


Léttara að laga lægstu kjörin

Athyglisverðar upplýsingar komu fram í fréttum RUV í dag um stöðu eftirlaunaþega.Þar kemur fram að 26% eftirlaunaþega eru 600 þúsund krónur í mánaðartekjur eða meira og fá því engar greiðalur frá Tryggingastofnun ríkisins.Segir í fréttinni að sífellt fleiri fái allar sínur tekjur frá lífeyrissjóðum en engar greiðslur frá Tryggingastofnun.

Í fréttinni kemur fram að 3% eftirlaunaþega fá aðeins greiðlur frá Tryggingastofnun.Árið 2007 voru ellilífeyrisþegar sem fengu allar sínar greiðslur en eru nú 3%.

Árið 2007 voru þeit sem fengu engar bætur frá TR 13% en eru nú 26% vegna hárra tekna.

Þessar tölur sýna sem betur fer að margir eldri borgarar hafa það mjög gott. Samkvæmt þessum tölum ætti það að vera mun auðveldara fyrir stjórnvöld að laga verulega kjör þeirra sem eru með lægstu launin og þeirra sem ná ekki miðlungslaunum í landinu.

Það gengur ekki að fólk megi aðeins vinna sér inn 100 þúsund krónur á mánuði og eftir það sé beitt fullum skerðingum.

Það gengur ekki að mega einungis hafa 25 þusund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði en efir það byrja skerðingar.

Bæði ég og fleiri hafa bent á að skerðingar byrji allt of ljótt og það þurfi að hækka frítekjumörkin.Það er besta kjarabótin.

Það á að leggja áhersluna á að bæta kjör þeirra verst5 settu. Tölurnar sýna að frá árinu 2007 hefur prósentutla þeirra sem eingöngu fá greiðslur frá TR lækkað og að sama skapi hafa prósentutölur hækkað verulega í hópi þeirra sem ekkert fá frá TR vegna hárra tekna.

Staða ríkisins á því að vera mun betri til að bæta kjör þeirra verst settu.


Samfylkingin vill kveikja að nýju í Evrópuhugsjóninni

Logi Einarsson,formaður Samfylkingarinnar hefur gefið út skýr skilaboð frá flokksstjórnarfundi

Samfylkingin telur það eitt af sínum helstu stefnujmálum að leiða íslneska þjóð inn í ESB.Margur hefur örugglega ímyndað sér að Samfylkingin myndi leggja þetta baráttumál til hliðar miðað við það hvernig ástandið er innan ESB og að ekki sé talað um hvernig mál standa eftir að Bretar yfirgáfu ESB.

Það er mjög gott fyrir íslenska kjósendur að vita að atkvæði greitt Samfylkingunni er um leið atkvæði til að stefna að inngöngu í ESB.

Logi talar einnig um að Samfylkingin ætli sér að hafa forystu um myndun samskonar meirihluta og er í Reyjavík hið svokallaða Reykjavíkurmódel.

Við vitum öll hversu hressilega það hefur mistekist.

En gott að fá þetta fram frá Loga. Sem sagt atkvæði greitt Samfylkingunni er inngöngumiði í ESB og Reykjavíkur módel í Ríkisstjórn.

Sterkasta leiðin til að þetta gerist ekki er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

 


Má eldri Sjálfstæðismaður ekki bjóða sig fram?

Undarleg finnst mér umræðan hvað varðar þátttöku forystumanna eldri borgara í stjórnmálum. 

Ingibjörg Sverrisdóttir er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og situr í stjórna Landssambands eldri borgara. Ég sé það á facebook að hún er mjög gagnrýnd fyrir að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það fari engan veginn saman að formaður FEB í Reykjavík sé að skipta sér af pólitík. Er það vegna þess að hún er að leita eftir stuðningi Sjálfstæðismanna?

Finnst sama fólki þá eðlilegt að sklrifstofustjóri Landssambands eldri borgara og stjórnarmaður FEB sé í framboði fyrir Samfylkinguna?

Fannst þessu sama fólki eðlilegt Ellert B.Schram fyrrverandi formaður LEB væri í forystu Samfylkingarinnar.

Ég tel það vera af hinu góða að baráttukona eins og Ingibjörg berjist fyrir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Nái hún árangri væri það örugglega jákvætt að sú rödd heyrðist innan Sjálfstæðisflokksins.

Ég tel það sömuleiðis mjög jákvætt að Þórunn Sveinbjörnsdóttir fráfarandi formaður LEB skuli hella sér í baráttunamen. Hún skipar þrtiðja sæti hjá Framsókn í Reykjavík.

Það er líka af hinu góða að Viðar Eggertsson skriftofustjóri LEB berjist innan Samfylkingarinnar að afnema heimsmetið skerðinga sem flokkurinn setti á sínum tíma og stendur því miður enn.

Vonandi verða það enn fleiri eldri borgara sem skipa framboðslistana fyrir þingkosningarnar í haust.


Forðumst Reykjavíkurmódelið

Skoðanakannanir sýna að núverandi ríkisstjórn nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda.Rúm 60% kjósenda segjast styðja stjórnina þrátt fyrir að samanlagt fylgi stjórnarflokkanna sé rúm 48%.

Þrátt fyrir að núverandi stjórn sé sterk sést á þessum tölum að lítið má útaf bera í hreyfingu á fylginu þannig að samskonar meirihlutamynstur og í Reykjavík sé í kortunum. Reynt er að halda því fram að meirihlutasamstarfið í Reykjavík gangi mjög vel og þar sé mikil fyrirmyndarstjórnun á öllum sviðum. Staðreyndin segir allt annað. Í Reykjavík er allt í molum, Óheyrileg skuldasöfnun,gífurleg yfirbygging og fjölgun starfsmanna,lóðaskortur,skólamálin í rúst eins og málefni Fossvogsskóla sýna. Það væri skelfileg staða að fá samskonar stjórn í landsmálin.

Það getur ekki verið góður kostur að næstu forystmenn ríkisstjórnar verði Logi Einarrsson,Samfylkingu,Þorgerður Katrín,Viðreisn,Þórhildur Sunna Pírötum,Gunnar Smári,Sósilistum og Inga Sæland Flokki fólksins.

Sterkasta vopnið til að koma í veg fyrir Reykjavíkirmódelið í landsstjórninni er að styrkur Sjálfstæðisflokksins verði sem mestur eftir kosningarnar í haust.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júní 2021
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband