Forðumst Reykjavíkurmódelið

Skoðanakannanir sýna að núverandi ríkisstjórn nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda.Rúm 60% kjósenda segjast styðja stjórnina þrátt fyrir að samanlagt fylgi stjórnarflokkanna sé rúm 48%.

Þrátt fyrir að núverandi stjórn sé sterk sést á þessum tölum að lítið má útaf bera í hreyfingu á fylginu þannig að samskonar meirihlutamynstur og í Reykjavík sé í kortunum. Reynt er að halda því fram að meirihlutasamstarfið í Reykjavík gangi mjög vel og þar sé mikil fyrirmyndarstjórnun á öllum sviðum. Staðreyndin segir allt annað. Í Reykjavík er allt í molum, Óheyrileg skuldasöfnun,gífurleg yfirbygging og fjölgun starfsmanna,lóðaskortur,skólamálin í rúst eins og málefni Fossvogsskóla sýna. Það væri skelfileg staða að fá samskonar stjórn í landsmálin.

Það getur ekki verið góður kostur að næstu forystmenn ríkisstjórnar verði Logi Einarrsson,Samfylkingu,Þorgerður Katrín,Viðreisn,Þórhildur Sunna Pírötum,Gunnar Smári,Sósilistum og Inga Sæland Flokki fólksins.

Sterkasta vopnið til að koma í veg fyrir Reykjavíkirmódelið í landsstjórninni er að styrkur Sjálfstæðisflokksins verði sem mestur eftir kosningarnar í haust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Geng út frá því að höfundur sé Sjálfsstæðismaður og hafi þá sömu skoðanir og þær sem eru upp hj flokksleiðtogum þess flokks.

Hér er slegið úr og í með gömlum, ansi þreyttum frösum eins og "Óheyrileg skuldasöfnun" og " fjölgun starfsmanna" án þess að það sé útskýrt eða rökstutt.

Staðreyndin er sú n.v meirihluti og þeir sem voru á undan hafa staðið í fjárfestingum hér í borg. Þeir sem e-ð vita þegar farið er í fjárfestingar, oft til að byggja upp, t.d uppbyggingu fyrir fatlaða, atvinnustarfsemi, samgöngur, þá aukast skuldir en á sama tíma stækkar efnahagsreikningurinn, þ.e eignir aukast um leið.

Staðreyndin er líka sú að n.v meirihluti hefur staðið sig mun betur í fjárfestingum í sinum rekstri, sér í lagi á meðan C-19 ástandið er ríkjandi en þeir flokkar sem leiða n.v ríkisstjórn.

Staðreyndin er líka sú að leið út úr kreppu er ekki að segja fólki upp í unvörpum og gera vel fyrir sérhagsmunaaðila.

Hinsvegar er n.v meirihlutu ekki undanskilinn því að gera mistök í sinni stjórnartíð, ekki frekar en þeir sem leið n.v ríkisstjórn.

Það er margt sem okkar samfélag þarf á að halda, eins ekki. Það er mín skoðun að okkar samfélag hafi fengið nóg af stjórn Sjálfsstæðisflokks í ríkisstjórn. Við þurfum ekki stjórnmálaflokk sem mylur undir stærstu fyrirtæki landsins þar sem réttu launamanna er þverbrotinn í miðri verkalýðsbaráttu. Þar sem fyrrum dæmd ráðherra, nú þingkona segir það blákalt að veiðiheimildi útgerðafyrirtækja sé þeirra eign, ekki þjóðar. Þar sem unnið er að því að draga úr skatteftirliti, þar gefin eru út loforð til að bæta hag eldri borgara en ekki staðið við. 

Það eru þessi mál sem flestir ættu að hugsa um þegar kemur að því að velja betri flokka til að stýra þjóðarstkútunni næsta haust.

Gera meira fyrir flesta, ekki meira fyrir færri á kostnað þeirra flestu eins og Sjálfsstæðisflokkurinn hefur ávallt viljað gera.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.6.2021 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband