19.8.2011 | 11:42
Sátt um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Visir greinir frá því að grænt ljós hafi verið gefið á virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár. Þetta kemur fram í rammaáætlun sem þær Katrín iðnaðarráðherra og Svandís umhverfisráherra munu kynna.
Það ber að fagna því að Vinstri grænir skuli nú hafa látið af andstöðu sinni við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Samkvæmt þessu á fljótlega að vera hægt að setja allt á fullt í framkvæmdum. Það mun skapa mikla vinnu og tekjur fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Þetta mun einnig skapa mikla möguleika á sölu orku til hinna ýmsu verkefna sem eru í biðstöðu.
Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli Svandís og félagar hennar í VG láta af andstöðu sinni við virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
18.8.2011 | 13:23
Hótað að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.
Ótrúlegt ofstæki er að finna í herbúðum Samfylkingarinnar vegna ESB aðildar. Forysta Samfylkingarinnar sér ekkert annað en að komast undir pilsfald ESB. Allt annað virðist engu máli skipta hjá Samfylkingunni.
Jón Bjarnason er ekki alveg tilbúinn að fallast á skipanir Össurar utanríkisráðherra og helsta trúboða Samfylkingarinnar í ESB aðlögunarferli. Nú gengur þetta svo langt að Samfylkingin hefur hótað Jóni brottrekstri ef hann geri ekki eins og Össur segir.
Ætlar Steingrímur J. bara að horfa á þetta aðgerðarlaus?
![]() |
Spenna milli ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2011 | 18:52
Ætlar Samfylkingin að standa fyrir hruni tvö ?
Samkvæmt nýrri könnun MMR telja einungis 12% að ríkisstjórnin standi vörð um heimilin. Það er því mikill meirihluti sem telur vinstri stjórnina frekar standa vörð um bankana.
Eftri næstum þrjú ár frá hruni eitt er allt við það sama.Tug þúsundir heimila eru í miklum vanda. Fleiri og fleiri missa heimili sín. Húsaleiga rýkur upp úr öllu valdi. Atvinnuleysi er orðið viðvarandi. Mikill fjöldi leitar til annarra landa. Vextir hækkaðir í dag. Skattahækkanir boðaðar á fyrirtæki. Þjónusta opinberra stofnana hækkar. Ekkert gerist í að koma atvinnulífinu af stað.
Vinstri grænir sjá ekkert nema skattahækkanir og standa gegn allri atvinnuuppbygghingu. Samfylkingin er með ofsatrúarþráhyggju gagnvart ESB. Sama á hverju gengur skal Ísland í ESB. Hjá Samfylkingunni breytir engu þótt flest allir sjái orðið að ekki er vitglóra í að halda aðlöguninni áfram.
Steingrímur J. þorir ekki að æmta gegn ESB af ótta við að missa ráðherrastólinn.
Því miður virðast ekki vera sá dugur í óbreyttum Samfylkingarþingmönnum að segja hingaðö og ekki lengra við stopp stefnu ríkisstjórnarinnar. þeir ætla að horfa á aðgerðarlausir að hrun rvö skelli á þjóðinni af fullum þunga, að almenningur gefist upp samhliða stoppi fyrirtækja. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að pína fólk.
Það er ömurelgt fyrir ágætlega meinandi þingmenn Samfylkingarinnar að koma til með að bera ábyrgð á hruni tvö.
![]() |
Meiri áhersla á banka en heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2011 | 16:34
Jóhanna hlýtur að láta Má Seðlabankastjóra fara eða hvað ?
Miðað við hvernig Jóhanna Sigurðardóttir hamaðist gegn Davíð Oddssyni þáverandi Seðlabankastjóra getur ekki annað verið en hún láti nú Má Seðlabankastjóra hafa uppsagnabréf.
Jóhanna og Steingrímur J. hafa að undanförnu dásamað hversu vel gengi að ná tökum á efnahagslífinu. Allt væri í sómanum, allt væri í fínu standi, verðbólgan væri horfin og vextir orðnir verukega lágir.
Nú rís Már Seðkabankastjóri upp og segir þetta þvælu. Verðbólgan sé á fullu, það verði að slá á þensluna o.s.frv.
Já, það kann ekki góðri lukku aðö stýra þegar fyrrverandi kommi í Seðlabankanum hittir fyrrverandi komma í stól forsætisráðherra og núverandi komma í fjármálaráðuneytinu.
Það gat varla verið að þetta fólk sæi til þess að það færi að rofa til.
![]() |
Telur að Már eigi að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2011 | 11:29
Er ekki allt í lagi hjá Seðlabankanum?
Það virðist alveg vera útilokað að það sé til vilji hjá ráðamönnum að atvinnulífið komist virkilega í gang. Að skella núna á vaxtahækkun er með öllu óskiljanlegt. Halda menn virkilega að þetta auki líkurnar á fjárfestingum í atvinnulífinu? Halda menn virkilega að hækkun vaxta leiði til þess að verðbólgan lækki?
Að þjóðin skuli þurfa að sitja uppi með Jóhönnu,Steingrím J. og Má Seðlabankastjóra er hryllilegt.
![]() |
Seðlabankinn hækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2011 | 21:22
Nú hlustar Bjarni á grasrótina í flokknum.
Margir Sjálfstæðismenn urðu fyrir miklum vonbrigðum með Bjarna formann og fleiri úr forystunni vegna afstöðunnar til Icesave samninganna síðustu. Eins og kunnugt er vildi Bjarni segja já við þeim samningi þvert á það sem mikill meirihluti Sjálfstæðismanna vildi.
Nú hefur Bjarni lært sína lexíu og hlustað á grasrótina í flokknum varðandi afstöðuna til ESB. Hafi einhverjir Sjálfstæðismenn verið í vafa varðandi afstöðuna til ESB er það alveg á hreinu að nú sjá nánast allir að ekki nokkur glóra er í því að leita eftir inngöngu í þann klúbb ríkja.
Íslendingar munu ekki eiga nokkurt erindi í ESB eða að taka upp Evruna. Ástandið innan ESB er þannig að það er ekki nokkur vitglóra í því að sækjast eftir inngöngu.
Það er eðlilegt að andstaða við aðild aukist meðal kjósenda. Samfylkingin mun ekki láta af ESB trúarbrögðum sínum hvað sem á dynur. En að Vinstri grænir skuli enn halda áfram aðlögunarferli sínu að ESB er óskiljanlegt. Það er slík svik við kjósendur flokksins að ekkert toppar það.
15.8.2011 | 17:45
Leikskólakennarar eiga að hafa góð laun.
Á síðustu árum hefur aukist skilningur meðal flestra að starf leikskólakennara er mikilvægt. Leikskóli er ekki geymslustaður fyrir börnin. Á leikskóla fer fram mikið og gott uppeldisstarf. Börnin sem eru á leikskólum eru búin undir að fara í grunnskólann og það skiptir því miklu að vel menntað og gott starfsfólk fáist til starfa.
Nú er það staðreynd að leikskólakennarar hafa dregist aftur úr hvað varðar launakjör. Víðast hvar er búið að skerða ýmis fríðindi frá því sem var þegar hið svokallaða góðæri ríkti og til viðbótar hafa launakjörin dregsit afturúr.
Sveitarfélögin verða að sýna því mikinn skilning hversu mikilvægt starf leikskólans er fyrir allt samfélagið.Það er krafist góðrar menntunar af leikskólakennurum og starf þeirra er erilsamt og ábyrgðarmikið. Það þarfv því að launa starfið eftir því.
Leikskóli er orðin í huga allra sjálfsagður hlutur eins og aðrar menntastofnanir. Það má ekki koma til þess að atvinnulífið verði lamað vegna verkfalls leikskólakennara. Nú vita allir að mörg sveitarfélög eiga í miklum erfiðleikum en þau verða að forgangsraða. Góður leikskóli er eitt af lykilatriðunum vilji sveitarfélag standa framarlega í sínu þjónustuhlutverki. Leikskóli getur ekki verið góður nema þar starfi gott starfsfólk. Ekki hrekja gott starfsfólk í burtu vegna tregðu til að koma á móts við sanngjarnar launakröfur.
![]() |
Verðum að beita þessu vopni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2011 | 10:22
Hvað varð um öll flottu úrræðin í húsnæðismálum?
Það vantaði ekki digurbarkalegar yfirlýsingar hjá Samfylkingunni að nú yrði tekið til hendinni varðandi húsnæðismálin í landinu. Gefið var í skyn að öllum yrði tryggt húsnæði á góðum kjörum. Hér á að vera norrænt velferðarkerfi. Við í Vinstri stjórninni stöndum vörð um hag hinna lægst launuðu og verst settu í þjóðfélaginu. Falleg fyrirheit, en ?
Í stað þess að tryggja ódýrt leiguhúsnæði hefur ekkert verið gert af hálfu stjórnvalda. Leiguverð rýkur upp og hefur aldrei verið hærra. Í stað skjaldborgarannir hefur íbúðir verið boðnar upp, þannig að fólk hefur þurft að útvega sér leiguhúsnæði á uppsprengdu verði.
Það er alveg sama hvert litið er varðandi þessa vinstri stjkórn ekkert gerist nema að stjórnin stendur þétt saman um að hækka skatta og drepa allt niður.
![]() |
Tekur undir beiðni sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2011 | 22:38
Tómatar á 529 krónur og tómatar á 255 krónur.
Flest veljum við frekar íslenskar vörur heldur en erlendar ef verð og gæði eru sambærileg að maður tali nú ekki um ef íslenska varan er ódýrari. Mér varð í dag starsýnt á verðmerkingu á tómötum í grænmetisrekka í einni stórverslun. Íslenskir tómatar voru merktir á 529 krónur kg. en við hliðina voru erlendir tómatar á 255 kr.kg.
Auðvitað vill maður stuðla að því að íslensk garyrkja fái að blómstra og gæði á tómötum og öðru íslenski grænmeti er hreint fráb ært. En maður spyr er þetta eðlilegt? Getur það verið eðlilegt að innfluttir tómatar séu meira en helmingi ódýrari.
Neytendasamtökin og ASÍ hljóta að heimta skýringar á hvernig þessi munur geti átt sér stað.
12.8.2011 | 12:51
Tólf þúsund plús brottfluttir.
Ekki þarf að koma á óvart að enn skuli tólf þúsund vera án vinnu. Vinstri stjórnin heldur öllu í kyrrstöðu og það eina sem Samfylking og Vinstri grænir geta náð saman um eru skattahækkanir.
Tólf þúsund á vinnu er há tala en ekki má gleyma því að nokkur þúsund manns hefur flutt af landi brott vegna ástandsins. það er því hægt að bæta við þessa tölu atvinnulausra nokkrum þúsundum til viðbótar.
Ekki eru nokkrar líkur á að neytt breytist á þessu ári.
![]() |
12.253 atvinnulausir í júlílok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar