Evran að hrynja. Segja umsókn Íslendinga í ESB tilgangslausa. Flokkaflakkarar vilja í ESB.

Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandarókjanna segir að Evran sé að hrynja. Háttsettir menn innan ESB segja að umsókn Íslendinga sé tilgangslaus,þar sem litlar líkur sé á að þjóðin silji aðild vegnasjálfstæðisvilja.

Merkilegt að Guðmundi flokkaflakkara og fleirum úr þeim hópi skuli nú detta í hug að rétti tíminn sé til að stofna stjórnmálaflokk, sem berst fyrir að Ísland afsali sér völdum til ESB og að þjóðin taki upp Evru.

Slíkur flokkaflakkaraflokkur á ekki möguleika á að fá fjöldafylgi.


mbl.is Segir ESB-umsóknina tilgangslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri toppar eigin vitleysu. Vill afnema skólaskyldu.

Jón Gnarr,borgarstjóri,hefur margoft frá því hann tók við embættinu vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar. Næu hefur honum samt tekist rækilega að toppa eigin vitleysu. Jón Gnarr segist vilja afnema skólaskyldu.

Það eru furðuleg skilaboð sem borgarstjóri er að senda með þessum boðskap. Hvers konar þjóðfélag yrði það eiginlega ef börnum væri það bara frjálst hvort þau stunduðu skóla eða ekki. Það eru slæm skilaboð að það þurfi ekki að gilda ákveðnar reglur og öllum sé skylt að sækja skóla og ljúka ákveðnu námi.

Það eru fáránleg skilaboð frá borgarstjóra að menntun skipti ekki máli. Almennt held ég að skólastarf sé mjög gott á landinu og kennarar vinna mikið og gott starf þótt launin séu ekki í samræmi við ábyrgðina.

Það er hryllilegt að maður eins og Jón Gnarr skuli gegna einu ábyrgðarmesta starfi landsins.


Þingmaður VG telur vinstri stjórnina styrkjast við að ESB sinni gengur úr Framsókn

Einhver furðulegasti þingmaður sem setið hefur á Alþingi er Björn Valur Gíslason þingmaður VG. Það vantar ekki yfirlýsingagleðina hjá honum og oftar en ekki eys hann svívirðingum yfir andstæðinga sína.

Nú bregður svo við að Björn Valur fagnar með miklum tilþrifum að einn helsti ESB sinni á þingi er gengin úr Framsókn. Björn Valur telur þetta styrkja mjög málefnastöðu stjórnarinnar.

Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Vinstri grænir fögnuðu því alveg sérstaklega að einn helsti talsmaður aðildar Íslands að ESB væri gengin til liðs við vinstri stjórnina.

Þetta sýnir svart á hvítu að þingmönnum VG er gjörsamlega sama um stefnu sína gegn aðild að ESB. Þeir fagna með látum og telja það styrkja mjög málefnastöðu Vinstri grænna að fá Guðmund Steingrímsson í sinn hóp. Guðmundur sagði eina helstu ástæðu sína að yfirgefa Framsókn að hann gæti ekki hugsað sér að flokkurinn færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum því þá yrði ekkert að aðild Íslands að ESB.

Þessu fagnar Björn Valur þingmaður VG alveg sérstaklega. Enn og aftur undirstrikast það að Vinstri grænir bera ábyrgð á því að við erum í aðlögun að ESB.

 


mbl.is Málefnastaða stjórnarinnar styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Jóhanna að standa við yfirlýsinguna og leggja Samfylkinguna niður?

Pólitíski refurinn Össur sver það af sér að hann sé hvatamaður að stofnun nýs stjórnmálaflokks í samvinnu við Guðmund Steingrímsson. Gallinn er bara sá að það vita fáir hvort þeir eigi að trúa Össuri núna því hann hefur svo oft beitt sér fyrir svona skollaleik,eins og t.d. með stofnun Vinstri stjórnarinnar þegar Samfylkingin var í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

En Guðmundur þurfti ekki að fá hugmyndina frá Össuri því Jóhanna varpaði þessu fram, að hún væri reiðubúin að leggja Samfylkinguna niður ef ESB sinnar vildu sameinast undir einu merki.

Guðmundur Steingrímsson hefur nú tekið mark á yfirlýsingu Jóhönnu og ætlar að stofna ESB flokk.

Nú reynir á Jóhönnu. Meinti hún eitthvað með þessu? Hún hefur lagt höfuðáherlsu á ESB. Öllu væri fórnandi til að ná því markmiði m.a.s. að leggja niðöur Samfylkinguna.

Nú hefur Jóhanna tækifærið að boða til fundar og leggja Samfylkinguna niður og ganga til liðs við nýja ESB flokkinn.

Er nú tími Jóhönnu loksins liðinn?


mbl.is „Saklausir af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita Vinstri grænir af þessu?

Það er virkilega jákvætt verði það að veruleika að ný fiskeldisverksmiðja rísi á Smuðurnesjum eins og fram kemur í frétt á mbl.is. Það skapar nokkur störf og eykur á bjartsýni manna að kannski fari eitthvað að gerast til að grynnka á atvinnuleysinu.

Annars datt mér í hug þegar ég sá fréttina. Fór þetta framhjá Vinstri grænum? Vissu þeir ekki af þessu? Það hlýtur að vera því annars hefðu þeir reynt að stoppa þetta eins og annað á Suðurnesjum. Það getur varla verið að VG sé ánægt með að erlent fyrirtæki skuli vera að fjárfesta á Íslandi. Og svo er þetta kannski einka, sem er algjört bannorð á heimili Vinstri grænna.

Já, þetta hlýtur að hafa farið framhjá VG. Eitthvað jákvætt á Suðurnesjum. Það er alveg skelfilegt,það gæti komið sér vel fyrir Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum.

 

 


mbl.is Ný fiskeldisverksmiðja mun rísa á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifrétt fyrir Framsóknarflokkinn.

Það hlýtur að vera mikil gleðifrétt fyrir Framsóknarflokkinn að skuli nú vera staðreynd að Guðmundur Steingrímsson er að yfirgefa flokkinn. Það hefur örugglega verið erfitt fyrir þingflokk Framsóknar að hafa sendiboða Samfylkingarinnar innanborðs.

Það eru örugglega góð skipti fyrir Framsóknarflokkinn að hafa fengið Ásmund bónda úr VG til sín og að losna við Samfylkingarmanninn Guðmund.

 


mbl.is Guðmundur sagður á leið úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Steingrímsson að stofna útibú frá Samfylkingunni?

Fyrir stuttu velti ég því upp hvort Guðmundur Steingrímsson og jafnvel Siv Friðleifsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins kæmi vinstri stjórninni til hjálpar ef Þráinn Bertelsson stæði við orð sín og styddi ekki lengur ríkisstjórnina.

Nú er frá því greint í fjölmiðlum að Guðmundur Steingrímsson sé á fullu að kanna möguleika á að stofna nýjan stjórnmálaflokk ásamt fleri þingmönnum Framsóknarflokksins.

Fyrir síðustu kosningar ákvað Guðmundur að yfirgefa Samfylkinguna og ganga í Framsókn til að eiga von um þingsæti fyrir norðan. Kjósendur þar létu glepjast og héldu að Guðmundur hefði gerst Framsóknarmaður.

Allt frá kosningum hefur Guðmundur átt óskaplega erfitt að vera í Framsóknargærunni, Samfylkingarútlitið hefur ávallt sést undir gærunni.

Guðmundur virðist nú endanlega hafa ákveðið að henda gærunni eftir að Ásmundur bóndi og ESB andstæðingur gekk til liðs við Framsókn. Þar með var þingsætið fyrir norðan rokið burt.

Nú stefnir Guðmundur sem sagt á að stofna útibú fyrir Samfylkinguna, sem kemur til með að dásama ESB aðild.

Hvers vegna í óskupunum sest Guðmundur bara ekki beint í kjöltu Dags B.Eggertssonar eins og forðum. Guðmundur Steingrímsson er og hefur aldrei verið neitt annað en Samfylkingarmaður.


Máttlausir Samfylkingarþingmenn Suðurkjördæmis.

Árni Sigfússon,bæjarstjóri Reykjanesbæjar, skrifar mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Árni er þar að svara grein Oddnýjar G. Harðardóttur, Samfylkingarþingmanns,þar sem hún sagði ekki á neinn hátt hægt að kenna vinstri stjórninni um slæmt atvinnuástand og að ekkert gengi í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Hún sagði það alfarið bæjarstjóra Reykjanesbæjar að kenna. Vinstri stjórnin hefði gert allt sem hægt væri til að syðja við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.

Árni bæjarstjóri fer verl yfir stöðu mála og sýnir fram á algjört máttleysi þingmanna Samfylkinga í Suðurkjördæmi til að leggjast á árarnar með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjujm til að kraftur komist í uppbygginguna. Það er ömurlegt hversu margir þurfa að sitja heima atvinnulausir. Smám saman er fólk að missa vonina og sér ekkert jákvætt framundan. Það er því með öllu óskiljanlegt að þingmenn Samfylkingar í Suðurkjkördæmi skuli horfa á það aðgerðarlausir að Vinstri grænir stöðvi öll mál sem lúta að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.

Við höfum ekki séð að Samfylkingarþingmennirnir hafi barist af krafti fyrir þeim framfaramálum sem bæjarstjórinn í Reykjanesbæ minnist á í grein sinni.

Oft hefur það verið sagt að það væri gífurlega sterkt fyrir byggðarlag og svæði að eiga þingmann. S érstaklega væri sterkt að eiga þingmann í fjárlaganefnd að maður tali nú ekki um ef þingmaðurinn er formaður fjárlaganefndar.

Suðurnesjamenn hafa hingað til ekki notið þess í atvinnumálunum að eiga slíkan þingmann.

Allt er stopp og vonleysi almennings á Suðurnesjum heldur áfram. Vonandi kemur sá tími fljótt að þessi vinstri stjórn fari frá og við taki bjartari tímar fyrir Suðurnesin.

 


Fellir Þráinn vinstri stjórnina eða ?

Þráinn Bertelsson hefur hótað því að styðja fjárlögin ekki nema Kvikmyndaskólinn fái aukið rekstrarfé. Nú hefur ráðuneytið og fleiri gefið út að skólinn fái ekki meiri peninga. Þráinn segist standa við sín orð. Það má því reikna með að samkvæmt þessi sé vinstri stjórnin fallin. Ríkisstjórn sem ekki kemur fjárlögum í gegn er fallin.

Reyndar held ég að þjóðin verði ekki svo heppin að losna við vinstri stjórnina. Jóhanna er þegar farin að gefa út yfirlýsingar þvert á allar úttektir að Kvikmyndaskólinn fái aukið fjármagn. Hún er tilbúinn að greiða fyrir atkvæði Þráins.

Einnig gæti svo farið að Siv og Guðmundur Steingrímsson sæju þarna gott tækifæri til að stimpla sig með Samfylkingunni og bjarga ríkisstjórninni frá falli. Eins og kunnugt er hafa þau verið í andstöðu við foruystu Framsóknarflokksins. Reyndar er Guðmundur Samfylkingarmaður þótt hann klæðist Framsóknargærunni.


Laun leikskólakennara og grunnskólakennara þau sömu 2006. Hvers vegna ekki 2011?

Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna allt stefnir í verkfall leikskólakennara á mánufdaginn. Sömu menntunar er krafist af grunnsólakennara og leikskólakennara. Sömu laun voru hjá þessum báðum  starfstéttum árið 2006. Nú eru leiksólakennarar með 12% lægri laun. Það er ekkert til sem réttlætir þennan mun.

Sveitarfélögin hafa engin rök til að hafna kröfu leikskólakennara.


mbl.is „Við erum engu nær“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband