Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ykkur kemur þetta ekkert við eru skilaboð nokkurra stjórnarþingmanna.

Merkilegt er að sjá að nokkrir stjórnarþingmenn segja við almenning,ykkur kemur ekkert við hvort við fórum á kjörstað og því síður fáið þið að vita hvort við sögðum já eða nei.

Þetta er sama fólið og talar um þátttöku almennings og íbúalýðræði og að allt eigi að vera uppi á borði.

Merkilegt að þessir þingmenn skuli meta það svo að kjósendum komi ekkert við hvaða afstöðu þeir hafa ti máls eins og þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er sömu þingmenn og tala manna mest um þjóðaratkvæði og ný og breitt vinnubrögð,en neita svo aðsegja hvort þeir tóku þátt í atkvæðagreiðslu.

 

 

 

 


Ef sumir samráðherrar væru eins jákvæðir og Katrín iðnaðarráðherra væri staðan betri.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur virkilega staðið sig og verið mjög jákvæð fyrir allæri atvinnuuppbyggingu í landinu. Hún virðist gera sér fullkomlega grein fyrir því að við náum okkur ekki á strik fyrr en atvinnulífið lifnar hressilega við.Það þarf að búa til ný fyrirtæki sem skapa gjaldeyristekjur.

Því miður eru nokkrir framfarahemlar og hreinir afturhaldsseggir með Katrínu í ríkisstjórn og það er því erfitt fyrir hana að koma ýmsum framfaramálum í gegn.

Samfylkingin hlýtur að fara að missa þolinmæðina gegn samstarfsflokknum íríkisstjórn, sem leggst gegn öllu sem stuðlað getur að atvinnuuppbyggingu í landinu.

það hlýtur að vera hundleiðinlegt hjá Katrínu iðnaðarráðherra að þurfa að lúta valdi VG.


mbl.is Iðnaðarráðherra vill sjá hugarfarsbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn fyrir páska með þátttöku Vandræða Gemlinganna?

Fjölmiðlar hafa nú kappkostað að segja frá því að allt eins líklegt sé að ný ríkisstjórn verði til fyrir páska með því að Ögmundur Jónasson setjist í hana sem ráðherra. Samhliða verði gerðar einhverjar tilfærslur á ráðherraliðinu.Það er talin eina vonin til þess að Vinstri stjórnin lifi að ná sáttum við Vandræða gemlinganna í VG ( ATH. báðir flokkarnir hafa sömu skammstöfun þ.e.VG).

Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig nýr stjórnarsáttmáli þessara þriggja flokka muni líta út verði af þessari þriggjaflokka stjórn, Samfylkingar,VG og VG.


mbl.is Til í sæti á réttum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki prentvilla hjá Olís og Skeljungi ???

Ég hélt svei mér þáað um prentvillu væri að ræða þ.e. að í stað hækkana hefði átt að standa lækkar.

Svo er því miður ekki. Eldsneytisverð er enn að hækka.þetta skýtur dálítið skökku við þegar á sama tíma birtast fréttir um lækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti og að íslenska krónan sé að styrkjast.

 


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla menn virkilega að slátra ferðaþjónustunni?

Miklar vonir hafa verið bundnar við að ferðaþjónusta muni  aukast mjög hjá okkur á næstunni. Að sjálfsögðu skapar aukning mikla vinnu og auknar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið. Það er því með öllu óþolandi að nú skuli vera að hefjast hryna verkfalla hjá aðilum sem starfa við flugsamgöngur.

Það gengur hreinlega ekki að ætla að eyðileggja fyrir þeim atvinnuvegi sem á hvað mesta möguleika á vexti hjá okkur. Það er hreinlega krafa hins venjulega borgara að þessir hópar í fluginu og viðsemjendur þeirra setjist niður og leysi málin án verkfalla.

Á meðan þúsundir manna hafa ekki vinnu og margir hafa þurft að taka á sig lækkun launa gengur það ekki að hópur manna hafi það í sínum höndum að valda ferðaþjónustunni erfiðleikum og miklu tjóni. Menn hljóta að geta náð saman án verkfalls.

Auðvitað viljum við öll að frjálsir kjarasamningar séu í gildi, en það gengur ekki nú á þessum tímum  á Íslandi að aðilar í flugrekstri og þeirra launþegar eyðileggi hina jákvæðu uppbyggingu í ferðaþjónustunni.

Ríkisstjórnin getur ekki lengi horft aðgerðalaus á það gerast.

 


mbl.is Sáttafundum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu sami afsláttur fyrir Eyjamenn. Það á ekki aðþurfa að ræða það frekar.

Eiginlega er maður hálf gáttaður á því að það þurfi eitthvað sérstaklega að vera að gera kröfu um að Eyjamenn fái sömu afsláttarkjör og þeir sem nota Hvalfjarðargöngin mikið.Það á að vera svo sjálfsagður hlutur að líta á Herjólf og siglinguna milli lands og Eyja sem hluta af þjóðvegakerfinu.Þegar ferðir hefjast í sumar milli Eyja og í Bakkafjöru breytast möguleikar Eyjamanna til að skjótast á fastalandið mikið. Það skapar jafnvel möguleika á að vinna á fastalandinu eðastunda nám og fara dglega milli lands og Eyja. Auðvitað á þetta einnig við Sunnlendinga sem vilja nota sér tækifærin sem bjóðast í Eyjum.

Það er því meira en sjálfsagður hlutur að afsláttarkjör verði sambærileg við það sem gerist hjá notendum Hvalfjarðargangna. Einhvern veginn finnst manni þetta liggja svo á borðinu að það ætti ekki að þurfa mikla umræðu.

Furðulegt finnst mér svo að Samgönguráðherraskuli ekki ljá máls á því að Eyjamenn sjálfir sjái um rekstur Herjólfs fyrir það fjármagn sem er í boði. Eyjamenn sjálfir væru mun betur í stakk búnir til að ákveða fjölda ferða o.s.frv. frekar en nokkur annar.

Aðalatriðið núna er aðgjaldskrá og tíðni ferða verði þannig að það nýtist Eyjamönnum og öðrum vel.


mbl.is Vilja gangagjald í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stækkunarstjóri ESB viðurkennir yfirgang Breta og Hollendinga gagnvart okkur.

Gott fyrir okkur Íslendinga að sjá þessar yfirlýsingar frá stækkunarstjóra ESB. Það kemur greinilega fram í hans máli að Bretar og Hollendingar ætla sér að beita þvingunum gagnvart okkur og nota til þess ESB. Auðvitað vitum við líka að öllu er haldiðí frosti hjá ISG vegna yfirgangs Breta og Hollendinga.

Auðvitað væri stækkunarstjórinn ekki að tala þannig til Breta og Hollendinga að þeir ættu að leyfa Íslendingum að hefja viðræður vegna ESB og þeir ættu ekki að vera að skemma fyrir Íslendingum.

þetta sannar rækilega að Bretar og Hollendingar hafa beitt okkur þvingunum enda þessar þjóðir vanar að kúga aðra minni þjóðir.

Svo er það auðvitað spurningin,hvers vegna erum við yfir höfuð að standa í þessum aðildaviðræðum við ESB.

Fleiri og fleiri sannfærast um að við að mun ekki bæta okkar hag að leggjast á hnén eða hanga í kjöltu ESB þjóða á borð við Breta og Hollendinga.


mbl.is Icesave ótengt inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar við erum laus við Svíagrýluna í handboltanum birtist önnu og enn verri sænsk grýla.

Á hátíðarstundum er dásamað hversu gott það er fyrir okkar litla Ísland að eiga vini í frændþjóðum okkar á Norðurlöndum.

Margir eru nú farnir að efast stórlega um þennan einlæga vinarhug Svía og Norðmanna.Ráðamenn þessara þjóða virðast dansa með stórþjóðunum, semsetja okkur upp við vegg. Annaðhvort hlýðið þið eða fáið ekki neitt.

Hvers vegna þurfa Norðurlandaþjóðirnar að tengja saman Icesave við lánafyrigreiðslu til okkar. Það er skrítin vinátta í því fólgin.

Færeyingar eru eina norræna þjóðin sem hefur lánað okkur án nokkurra skilyrða um Icesave,ESB eða IGS. Þannig héldum við að "vinaþjóðir" okkar áhinuj Norðurlöndunum myndu einnig vinna.


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftir hjá Íslandsbanka! Milljón hjá ekkju: NEI, Milljarðar hjá auðmönnum: JÁ. Er þetta réttlæti?

Margur hafði örugglega trú á því að einhver meining væri á bak við orð Vinstri stjórnarinnar um að slá Skjaldborg um heimilin í landinu. Nú hefur það komið rækilega á daginn að það er mikill misskilningur.Svo virðist vera að þeir einir sem eiga auðvelt með að fá afskrifað eru hinir svokölluðu auðmenn,athafnamenn,útrásarvíkingar og hvað  þetta fólk err nú kallað.

Sláandi dæmi er að sjá í DV í dag. Ekkja sem bað um niðurfellingu á sínum skuldum um 1,5 milljónir fær þvert NEI í Íslandsbanka. Ekkjan ætlaði samt að borga verulegan hluta og hefur ávallt staðið í skilum.

Nei, og aftur, nei og enn og aftur nei.

Í sama blaði er greint frá niðurfellingu skulda hjá nokkrum svokölluðum auðmönnum. Hér er um niðurfellingar skulda að ræða frá 800 milljónum og uppí 80 milljarða.

Það virðist því ansi auðvelt fyrir þessa menn að koma og biðja um niðurfellingu. Þá er svarið stórt JÁ. Ekki nóg með það, menn fá eftir sem áður að halda sínum fyrirtækjum og eignum.

Er nema eðlilegt að almenningur spyrji. Hvar er réttlætið. Er þetta það Nýja Ísland sem við viljum?

Haldi þetta misrétti áfram í skjóli Vinstri stjórnar hlýtur það að enda með óskupum. Það eru takmörk fyrir því hversu lengi fólk getur þolað slíkt óréttlæti eins og þetta dæmi sýnir og mörg önnur.


Samningsaðstaðan hefur styrkst segir þingmaður Samfylkingar. Það hefði ekki gerst hefði þjóðin hlustað á Jóhönnu.

Það er ánægjulegt að sjá að til eru þingmenn innan Samfylkingarinnar sem eru tilbúnir að standa með þjóð sinni og sjá að það var mikill sigur hve þátttákan í kosningunum var góð og niðurstaðan afgerandi.

Auðvitað styrkir samstaða Íslendinga samningsstöðuna við Breta og Hollendinga.

Það er ánægjulegt að sjá að til eru þingmenn innan Samfylkingarinnar sem þora að stíga fram og segja við þjóðina, það var gott að hlustuðuð ekki Jóhönnu formann Samfylkingarinnar, sem reyndi að skemma atkvæðagreiðsluna með yfirlýsingum sínum.


mbl.is Sigríður Ingibjörg: Samningsstaða Íslands hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 829271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband