Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Her Vinstri grænna á fullu í árásum á uppbyggingu atvinnulís á Suðurnesjum.

Það virðist engu breyta hvort menn eru ungir,miðaldra eða gamlir í Vinstri grænum þegar kemur að því að tillögum sem gætu leitt til atvinnuuppbyggingará Suðurenesjum.

Það erekki einu sinni haft fyrir því að hugmyndir séu skoðaðar.Hvað er að því að E.C.A. Program fái aðstöðu til að geta leigt út flugvélatil Nato þjóða.

Hér er ekki verið að tala um að hér setjist að vopnaður her eða að Ísland verði notað til heræfinga.

Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig Vinstri grænir hugsa sér framtíð Íslands ef ekki má einu sinni skoða uppbyggingu atvinnuveganna. Ef Vinstri grænir vita það ekki þá er atvinnuleysi mest á öllu landinu á Suðurnesjum. Allt sem getur breytt því er rétt að skoða vandlega.


mbl.is VG hafnar alfarið einkaflugher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími Vinstri grænna að renna upp ?

Svei mér þá. Ég held aðtími Vinstri hljóti að vera í nánd. Bensínlíterinn kominn yfir 212 krónur,þannig að það fer að verða ansi erfitt fyrir hinn venjulega Jóns Jónsson í landinu að aka um á einkabíl, hvað þá að reka tvo bíla.

Almenningur mun því smátt og smátt neyðast til að fara að nota almenningsvagna,labba í vinnuna eða hjóla.þetta er jú óskastaða Vinstri grænna að einungis fáir geti leyft sér þann munað að aka um á einkabíl.

Auðvitað spyr maður sig hvaða þörf er á því að ríkissjóðr taki til sín 100-110 krónur af hverjum lítra nema þá að ná fram óskastöðu Vinstri grænna.

Vinstri grænir eru á móti allri atvinnuuppbyggingu og vilja færa þjóðfélagið marga áratugi aftur í tímiann. Nú stefnir í að byggt verði upp þannig kerfi að hið opinbera eigi íbúðirnar og leigi almenningi.

Já vInstri grænir eru að ná fram sinni óskastöðu að hér verði sósaílalist ríki með allri þeirri "dýrð" sem því fylgir.


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dæmið um glæfralegt bankasukk.

Það er sífellt að koma í ljós hvers konar starfsemi var stunduð í bönkunum. Hagsmunir almennings og heiðarlegra fyrirtækja var ekki í fyrirrúmi heldur passað uppá að afhenda eigendum sínum og ákveðinni hirð alla sjóði. Nú hefði maður haldið að bankamenn sæju sóma sinn í að skila ríkinu það sem því bæri í fjármaganstekjuskatt. Nei,nei, þar var einnig stundað sukk.

Bankarnar sáu vel um að skila fjármagnstekjuskatti af einstaklingum niður í smæstu tölum. Svo kemur í ljós að þeir bankamenn tóku þátt í svindli við að hjálpa ákveðnum góðvinum bankanna í að sleppa að greiða fjármagnstekjuskatt til ríkisins og fyrir það þáðu bankamenn ríflegar bónusgreiðslur.

Það virðast engin takmörk hafa verið fyrir þeirri glæfralegu starfsemi sem stunduð var innan bankanna.


mbl.is Bankarnir veittu ekki upplýsingar og skiluðu ekki alltaf staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt að Dagur borgarfulltrúi og Dagur varaformaður Samfylkingarinnar væri einn og sami maðurinn. Það getur reyndar ekki verið.

Alveg er það makalaust að hlusta á Dag B. Eggertsson,borgarfulltrúa í Reykjavík,gagnrýna meirihlutann fyrir að ætla ekki að halda uppi nægum framkvæmdum á næstu misserum. Dagur gagnrýnir einnig að meirihlutinn í Reykajvík skuli gera ráð fyrir þó bokkru atvinnuleysi.

Það er eins og þessi Dagur hafi  ekki hugmynd um þann Dag sem er varaformaður Samfylkingarinnar og situr þar á rökstólum um að gera sem minnst í atvinnulífinu. Þessi Dagur hækkar skatta,sker niður framkvæmdir og ekkert gerist mánuð eftir mánuð í skjaldborg heimilanna.

Dagur varaformaður Samfylkingarinnar  grein fyrir þessum málum svo Dagur borgarfulltrúi sé ekki að tala þvert gegn Degi varaformaður.


Auknar aflaheimildir í þorski.Úthlutað eftir aflaheimildum og leigugjald til ríkisins.

Það hlýtur að vera skynsamlegt áþessum tímum að auka aðeins við aflaheimildir í þorski.Það mun skapa verulega auknar gjaldeyristekjur og hressaþjóðarbúið. Sjómenn með mikla reynslu segja alveg óhætt að bæta þessum aflaheimildum við.

Þá hlýtur að vera skynsamlegt að fara blandaða leið þ.e.að úthluta hluta aukningarinnar til þeirraer hafa aflaheimildir og að hluti verði leigður af ríkinu til þeirra sem bjóða í.

Einnig er skynsamlegt að ekki verði heimilt að framselja þessa auknu veiðiheimild.

Jón Bjarnason,sjávarútvegsráðherra, hlýtur að hlusta á og framkvæma þessa tillögu.


mbl.is Vilja auka þorskaflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á virkilega að endurtaka vitleysuna í bankakerfinu með ofurlaunum?

Hvers vegna í óskupunum getur starfsfólk í bönkunum ekki unnið sína vinnu fyrir ágætis laun. Hvers vegna þarf að greiða alls komnar bónusa ef þeir mæta til vinnu.

Ætla menn virkilega að byrja leikinn á nýjan leik. Bankarnir gerðu út starfsfólk sitt til að gera almenningi,stofnunum og fyrirtækjum alls konar gyllitilboð,sem engin innistæða var fyrir. þeir sem græddu voru starfsmennirnir vegna þess að þeir fengu bónusgreiðslur fyrir að hafa getað platað saklausa borgara landsins.

Auðvitað verður í byrjun látið í þaðskína að þetta sé allt á hógværum nótum undir miklu erftirliti.Við vitum hver þróunin verður og furðulegt að ætla að hefja þennan leik á ný.

Hvers vegna er ekki nægjanlegt að borga toppunum í bankakerfinu góð laun fyrir sína vinnu. Hvers vegna þurfa þeir að mjólka viðskiptavinina til að fá ofurlaun.


mbl.is Bankarnir vilja bónuskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur skammar Svía en er í raun að beina spjótum sínum að félaga Steingrími og Svavari.

Já,hann er oft ansi beittur hann Ögmundur fyrirliði Vandræða Gemlinganna. Nú vill hann kenna íhaldsöflum í Svíþjóð hve illa gengur hjá okkur og sendir þeim tóninn.

Þetta er ágæt aðferð hjá Ögmundi því í raun er hann að skjóta á félaga Svavar og Steingrím fyrir að hafa viljað fórna hagsmunum Íslands af undirgefni við nýlenduríkin Bretland og Holland.


mbl.is Umræða um Icesave skilað árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda ungir Framsóknarmenn virkilega að Samfylkingin mæti með reisn í ESB viðræður ?

Alveg er það hreint stórkostlegt ef ungir Framsóknarmenn halda að Samfylkingin mæti með einhverri reisn í ESB viðræður. Það hefur nú hingað til ekki verið mikil reisn hjá þeim í viðræðum við erlend ríki.

Vabdamálið er að Samfylkingin hefur verið tilbúin að gefa allt eftir t.d. í Icesave til að styggja ekki ESB ríkin.

Merkilegt er ef ungir Framsóknarmenn halda að allt lagist með aðild að ESB. Ætli bændas´téttin sé sammála þeim um það?


mbl.is SUF fagnar því að ESB viðræður séu í eðlilegum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað að viti?

Ég er nú ekki oft sammála Árna Páli,félagsmálaráðherra, en mér finnst jákvætt það sem hann er núna gera varðandi réttarbót til handa þeim sem voru með lán frá eignalánafyrirtækjum.

Það er alveg skelfilegt hvernig staða margra er sem hafa keypt bíla með lánum eða bílasamningum frá þessum fyrirtækjum eins og Lýsingu og öðrum slíkum. Lánin hafa rokið upp úr öllu valdi og eru orðin langt umfram verðmæti bílsins.

Margir hafa lent í því að þurfa að skila bílnum og þá er verðmæti bifreiðar metið niður á allan hátt,þannig að það verður langt fyrir neðan markaðsverð en eftir stendur himinhátt lán.Síðan er einhverjum gæðingum seld ar bifreiðar á ansi hagstæðu verði,þannig að þeir geta svo hagnast á sölu bifreiðarinnar.

Það er mjög jákvætt að félagsmálaráðherra skuli nú ráðast gegn þessum okurfyrirtækjum.Þetta hefði bara þurft að gerast mörgum mánuðum fyrr. Það hefði örugglega bjargað mörgum.

Þá er tillaga Illuga Gunnarssonar,þingmanns, mjög athuglisverð sem gerir ráð fyrir niðurfellingu dráttarvaxta tímabundið.

Það er gott að loksins,loksins sé hugsanlega eitthvað að gerast til hjálpar skuldsettum heimilum,en ansi er þð seint.

 

 


mbl.is Óttast ekki lögsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta plata Bubba komin út. Allt Davíð að kenna.

Jæja,þá hefur Bubbi gefið út nýjasta pistil sinn á Pressunni. Nú skal tekið við að nýju og hefja upp sönginn allt sem miður hefur farið á Íslandi er Davíð Oddssyni að kenna. Væntanlega verður svo framhaldssaga á vegum Bubba þar sem hann kennir Davíð um heimskreppuna.

Það er alveg með ólíkindum hvernig sum öfl ætla að reyna endalaust að halda því fram að allt sé Davíð að kenna. Átti ekki allt að lagast þegar Davið var komið úr Seðlabankanum? Var það raunin?

reyndar er gaman að sjá hversu Morgunblaðið fer nú í taugarnar á mörgum Vinstri manninum. Það errétt að Morgunblaðið er nú mun beittara en það hefur verið i langan tíma. Auðvitað ber að fagna því að það skuli vera til málgagn í landinu sem er ekki í spennitryju Baugsveldisins.

Ég hef þá trú að allt skynsamlegt fólk sjái að úrtöluplata Bubba er gatslitin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 829271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband