Er Steingrímur mesta prúðmenni í sögu Alþingis?

Þegar maður sá og heyrði hvernig Steingrímur J. brást við sannleika Jóns Gunnarssonar um tvískynung Steingríms varðandi stóryðju kom upp í hugann. Er Steingrímur J.Sigfússon mesta prúðmenni sem setið hefur á Alþingi?

Auðvitað hefur Steingrímur J. aldrei sagt neitt um nokkurn þingmann. Prúðmennskan og yfirvegun ræður alltaf ríkjum hjá Steingrími. Aldrei myndi Steingrími J. detta í hug að nefna skítadreifara um aðra þingmenn.Aldrei myndi Steingrími J. detta í hug að kalla aðra þingmenn skræfur.

Hvernig dettur mönnum í hug að Steingrímur J. sé með kjördæmapot.Auðvitað er það bara tilviljun að hann syður stóryðju í sínu kjördæmi en ekki í Helguvík. Auðvitað er það í huga Steingríms J. mjög umhverfisvænt að styðja olíuleit ef það er á réttum stað við landið.

Auðvitað var það af hugsjón að Steingrímur J. seldi bankana til vogunarsjóða með miklum afslætti. Hvernig dettur nokkrum manni annað í hug.

Auðvitað var engin pólitík í því að ákæra Geir H.Haarde fyrir Landsdómi. Eins og menn muna var Steingrímur J. grátklökkur yfir að þurfa að gera það.

Hvernig dettur svo nokkrum þingmanni í hug að efast um heilindi Steingríms J.

Auðvitað vita það svo allir að það var Steingrími J. að þakka að nú er verið að aflétta höftunum. Allavega segir Steingrímur J. það sjálfur og enginn þarf þá að efast.

Furðulegt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli verða að leggja alla þessa vinnu á sig og sína embættismenn fyrst Steingrímur J. var með þetta allt tilbúið.

Auðvitað verða þingmenn að gera sér grein fyrir að það má alls ekki gagnrýna SteingrímJ. Slíkt prúðmenn á að njóta friðhelgi á Alþingi.

 

 


mbl.is Steingrímur: „Ekki boðlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2015

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 829015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband