Er Steingrímur mesta prúðmenni í sögu Alþingis?

Þegar maður sá og heyrði hvernig Steingrímur J. brást við sannleika Jóns Gunnarssonar um tvískynung Steingríms varðandi stóryðju kom upp í hugann. Er Steingrímur J.Sigfússon mesta prúðmenni sem setið hefur á Alþingi?

Auðvitað hefur Steingrímur J. aldrei sagt neitt um nokkurn þingmann. Prúðmennskan og yfirvegun ræður alltaf ríkjum hjá Steingrími. Aldrei myndi Steingrími J. detta í hug að nefna skítadreifara um aðra þingmenn.Aldrei myndi Steingrími J. detta í hug að kalla aðra þingmenn skræfur.

Hvernig dettur mönnum í hug að Steingrímur J. sé með kjördæmapot.Auðvitað er það bara tilviljun að hann syður stóryðju í sínu kjördæmi en ekki í Helguvík. Auðvitað er það í huga Steingríms J. mjög umhverfisvænt að styðja olíuleit ef það er á réttum stað við landið.

Auðvitað var það af hugsjón að Steingrímur J. seldi bankana til vogunarsjóða með miklum afslætti. Hvernig dettur nokkrum manni annað í hug.

Auðvitað var engin pólitík í því að ákæra Geir H.Haarde fyrir Landsdómi. Eins og menn muna var Steingrímur J. grátklökkur yfir að þurfa að gera það.

Hvernig dettur svo nokkrum þingmanni í hug að efast um heilindi Steingríms J.

Auðvitað vita það svo allir að það var Steingrími J. að þakka að nú er verið að aflétta höftunum. Allavega segir Steingrímur J. það sjálfur og enginn þarf þá að efast.

Furðulegt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli verða að leggja alla þessa vinnu á sig og sína embættismenn fyrst Steingrímur J. var með þetta allt tilbúið.

Auðvitað verða þingmenn að gera sér grein fyrir að það má alls ekki gagnrýna SteingrímJ. Slíkt prúðmenn á að njóta friðhelgi á Alþingi.

 

 


mbl.is Steingrímur: „Ekki boðlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann hefur heldur aldrei kallað samstarfsmenn sína gungur og druslur er það nokkuð?smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2015 kl. 17:30

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ekki ætla ég mér hér á nokkurn  hátt að réttlæta orðaleppa Steingríms,  eða reyna að verja félaga Steingrí,  því hann er ábyggilega maður fyrir því sjálfur.  Samt segi ég það fullum fetum,  þegar talað er um mikla vinnu hjá BB, þá verður eigi af félaga Steingrími haft,  að hann með mikilli vinnu og þrautseigju komið þjóðfélagi okkar uppúr þeim drullupytti,  sem við Íslendingar vorum komnir í árið 2009,  aðallega þá í boði ríkisstjórnar íhalds og framsóknar. 

Þorkell Sigurjónsson, 11.6.2015 kl. 19:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður Sigurður.

Þá hafa spor Steingríms væntanlega verið þung þegar hann bar Svavarssamninginn undir Alþingi og ætlaðist til að þingmenn samþykktu hann óséðan. Svo þung voru þau skref Steingríms að hann leitaði í þrígang í sömu sporin!

Og vissulega hefur það verið honum þungbært að þurfa að svíkja kjósendur sína, strax að loknum kosningum vorið 2009, með því að styðja aðildarumsóknina. Eða voru kannski þau svik framin kvöldið fyrir kosningar, þegar hann í þrígang neitaði ESB aðild. Kannski kemst hann í sögubækur heimsins fyrir þá afneitun, verði settur við hlið Júdasar í slíkum gjörning.

Gunnar Heiðarsson, 11.6.2015 kl. 20:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver sem nú samdi þannig við vogunarsjöðina um leið og hann gaf þeim kröfurnar að þeir mættu innheimta þær rjáfulaust og mjólka umfram virði ef hægt var, þá hefur það sennilega ekki verið Prúðmennið Steingrímur.

Það hefur heldur ekki hvarflað að slíku séntilmenni að selja 1200 milljarða veð dansak FíH bankans á 103 milkjarða og haædið tombólu hér í kjölfar hrunsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.6.2015 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband