"Ábyrgðin öll hjá borginni"

Sólveig Anna formaður Eflingar hefur sagt að ábyrgðin sé öll hjá borginni að ekki takist samningar og að nú séu um 1800 félagar Eflingar í verkfalli.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar hefur sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Eflingar að hækka laun þeirra lægstlaunuðu hjá Borginni.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að það væri allt ríkisstjórninni að kenna að ekki væri búið að semja við Eflingu. Ansi er þetta nú langsótt hjá Loga. Það er almennt viðurkennt að 80 milljarða pakki ríkisstjórnarinnar hafi liðkað verulega til i að lífskjarasamningurinn náðist.

 Samfylkingin gerist nú lýðsskrumflokkur með þessum málflutningi sínum. Efling er að semja við Reykjavíkurborg en ekki ríkið.Í þessum viðræðum kemur það fram að það er lítið að marka tal Samfylkingarinnar að hún berjist fyrir bættum kjörum lægst launaða fólksins. Það kemur líka í ljós að Samfylkingin hefur engan áhuga á að hækka lægstu kvennastörfin.

Það er eðlilegt að Efling beini kröfum sínum að meirihlutanum í Reykjavík. Þar er Samfylkingi með forystu og sýnir sitt rétta andlit hvað varðar lægst launuðu störfin.Það er ekkert að marka fyrri yfirlýsingar Samfylkingarinnar í þessu eins  og svo mörgu öðru.

Það er ömurlegt að sjá tilburði Loga  að kenna ríkisstjórninni um.Svona lýðskrum skilar ekki árangri. Fólk sér í gegnum þetta. Samfylkingin mun tapa fylgi á þessum málflutningi. 


mbl.is Logi telur sig og Dag sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband