"Ábyrgðin öll hjá borginni"

Sólveig Anna formaður Eflingar hefur sagt að ábyrgðin sé öll hjá borginni að ekki takist samningar og að nú séu um 1800 félagar Eflingar í verkfalli.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar hefur sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Eflingar að hækka laun þeirra lægstlaunuðu hjá Borginni.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að það væri allt ríkisstjórninni að kenna að ekki væri búið að semja við Eflingu. Ansi er þetta nú langsótt hjá Loga. Það er almennt viðurkennt að 80 milljarða pakki ríkisstjórnarinnar hafi liðkað verulega til i að lífskjarasamningurinn náðist.

 Samfylkingin gerist nú lýðsskrumflokkur með þessum málflutningi sínum. Efling er að semja við Reykjavíkurborg en ekki ríkið.Í þessum viðræðum kemur það fram að það er lítið að marka tal Samfylkingarinnar að hún berjist fyrir bættum kjörum lægst launaða fólksins. Það kemur líka í ljós að Samfylkingin hefur engan áhuga á að hækka lægstu kvennastörfin.

Það er eðlilegt að Efling beini kröfum sínum að meirihlutanum í Reykjavík. Þar er Samfylkingi með forystu og sýnir sitt rétta andlit hvað varðar lægst launuðu störfin.Það er ekkert að marka fyrri yfirlýsingar Samfylkingarinnar í þessu eins  og svo mörgu öðru.

Það er ömurlegt að sjá tilburði Loga  að kenna ríkisstjórninni um.Svona lýðskrum skilar ekki árangri. Fólk sér í gegnum þetta. Samfylkingin mun tapa fylgi á þessum málflutningi. 


mbl.is Logi telur sig og Dag sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

það þýðir ekkert að reyna að kenna borginni um þar eru engir peningar til, peningarnir eru hjá ríkinu.

Ótrúlegt mál alveg.

Emil Þór Emilsson, 18.2.2020 kl. 16:14

2 identicon

Millistjórnendur hjá Reykjavíkurborg eru vellaunaðir enda flestir ráðnir án auglýsingar og það finnst Pírötunum bara flott og hafa ekki tapað neinu fylgi út á það!

Áramótaskaupið laug nú heldur engu um hvernig verktakar í gæluverkefnum maka krókinn einsog dæmin sýna og þrátt fyrir Braggan þá mælist Samfylkingin hátt í skoðunarkönnunum

svo skrum gengur vel í sumt fólk

Borgari (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 17:06

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Eðlilegt hjá samfylkingarfólki að benda alltaf á ríkið þegar það er búið að gera á sig.

Á á nefna "ræsisúrganginn"..."braggablúsinn" .."hlemmruglið"..."götuævintýrinn" og svo "sorpuruglið"..

Toppnum svo náð þegar borgarstjóra undrið rannsakar svo sjálfan sig.

Samfylkingarverktakar í allskonar gæluverkefnum. Alls staðar annars staðar en í Reykjavík heitir þetta spilling.

Aðeins um og yfir tveir milljarðar í algjört rugl og bruðl og vegna þessarar mestu

og verstu stjórnar í sögu Reykjavíkur. Fyrir þetta þurfa borgarbúar að blæða og sér ekki fyrir endann á.

Svei þeim öllum sem í þessari borgarsjórn sitja.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.2.2020 kl. 20:12

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Logi, formaður samfylkingarinnar virðist ekki bara vera illa gefinn, heldur alger álfur. Aldrei hefur annað eins hænsni vermt stól formanns stjórnmálasamtaka á Íslandi.

 Hreint algerlega furðulegt að ummæli hans skuli ekki henda einhverju samfylkingarfólki á hliðina af skömm, vegna formanns síns. Þvílíkur afglapi. Logi og Dagur eru skondið tvíeyki og sér sjálfum mest til skammar. Án vafa er flest samfylkingarfólk upp til hópa hið fínasta fólk, en með svona trúða í forystusætunum, nær fylkingin engum árangri, þökk eða skömm, sé logandi dagsbjálfunum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.2.2020 kl. 00:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

The people just loves idiots. Bítur nokkuð á Degi þegar kosningar koma?

Halldór Jónsson, 19.2.2020 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband