Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur

Krafa stóru útgerðarfélaganna á hendur ríkinu um bætur vegna úthlutunar makrílkvóta á sínum er ekki gott innlegg í þá sam,stöðu sem nú ríkir í baráttunni við kórónuveiruna.

Það eru margar stéttir sem munu fara mjög illa fjárhagslega vegna þessa alheimsfaraldurs.Ekki er líklegt að stórútgerðir séu í þeim hópi sem fer verst fjárhagslega í þessum aðstæðum. Það eru allt aðrir hópar samfélagsins sem þurfa á aðstoð frá ríkinu að halda til að geta lifað eðlilegu áfram. Það verður einnig mjög erfitt hjá mörgum einstaklingum,sem þurfa hjálparhönd frá ríki og sveitarfélögum til að geta framfleytt sér og sínum næstu mánuðina.

Það er því algjörlega úr öllum takti að stórúgerðir krefjist nú 10 til 15 milljarða bóta frá almennum skattgreiðendum í landinu.

Það ber að fagna yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann segist hafa góðar vonar að ríkið vinni málið,en fari svo að ríkið tapi komi ekki til greina að skattgreiðsndur greiði heldur verði útgerðinn sjálf að greiða reikninginn.

Katrín Jakkobsdóttir,forsætisráðherra,tekur í sama streng og segir að útgerðin ætti að íhuga að draga málið til baka.

Allur almenningur sem nú stendur sameinaður í baráttunni gegn kórónuveirunni bæði heilsufarslega og efnahagslega hlýtur að gera þá samfélagslegu kröfu til stórútgerðarinnar að hún dragi til baka kröfu sína um 10 til 15 milljarða greiðslu úr ríkissjóði.


mbl.is Krefja ríkið um rúmlega 10 milljarða króna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2020

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband