Hlustuðu þeir ekki á hræðsluáróður Jóhönnu? Í frí til Tenerife?

Mikið er það nú gott að ráðamenn í Noregi hafa ekki látið þýða hræðslupólitík og hótanir Jóhönnu yfir á norsku. Eins og allir vita lét Jóhanna setja saman langan lista og senda forseta um hve allt færi hér í kaldakol ef Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir Icesave lögin.

Eins og oftast áður hefur Jóhanna verkstjóri ekki rétt fyrir sér. Noregur og AGS munu halda áfram með efnahagsáætlun sína.Þegar við fórum að láta almennilega heyra í okkur erlendis fær málstaður Íslands aukinn skilning. Jóhanna hefði nú betur reynt að halda málstað Íslands á lofti erlendis heldur en vera með sífelldan hræðsluáróður og hótanir gagnvart íslenskum almenningi.

Við þurfum ekki að láta Breta og Hollendinga pína okkur til hlýðni. Málstaður okkar hefur skilning hjá þessum þjóðum ef við komum honum á framfæri.

Þó ég hafi ekki verið í hópi aðdáenda Ólafs Ragnars skal ég fúslega viðurkenna að honum hefur tekist að snúa blaðinu hressilega við okkur í hag í meðal erlendra þjóða.

Það besta sem við gætum núna gert er að senda Jóhönnu verkstjóra í gott frí til Tenerife.Það myndi auka verulega líkurnar á góðri lausn.


mbl.is Halda áfram með Íslandslánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nú er Neigrímur farinn að vinna með og fyrir sína þjóð. Ég er samt ekki jafn bjartsýnn á að eitthvað  jákvætt kommi frá Óbömu.

Offari, 8.1.2010 kl. 18:04

2 identicon

Já sammála. Við ættum að leyfa bæði Jóhönnu og Steigrími að fara í frí á kostnað þjóðarinnar. Og það sem fyrst áður en þau gera þjóðinni meiri óleik en orðið er. Eina skilyrðið sem þau yrðu að samþykkja væri að þau hættu að tala fyrir þjóðina, því hvert orð sem þau segja er okkur stórhættulegt. Þau ættu að skammast sín og Steingrímur ætti að hunskast heim! Hann kom ekki upp orði af viti við þetta fólk úti áður en Ólafur stöðvaði fyrirhugað hryðjuverk ríkisstjórnarinnar og ekki treysti ég honum til að tala af meira viti núna. Burt með þau! 

assa (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:17

3 identicon

Hvernig verður spurninginn á atkvæðaseðlinum um Icesave . Verður hann svo flókinn að fólk skilur ekki spurninguna eins og sýnt var í fréttum fjölmiðla í kvöld . Á hún ekki að vera mjög einföld eða á hún að vera svo flókin eins og ég sá í fréttum í kvöld að almenningur skilur ekki spurninguna

Hannes Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:37

4 identicon

Neigrímur er ekkert farin að vinna með og fyrir sína þjóð, hann sér bara sitt óvænna því hann er kominn út í horn sem talsmaður breta og hollendinga. Það er ekki nokkur leið eða þorandi að treysta honum, hvorki andspænis eða fyrir horn. Innbyrðis samræmi í málflutningi hans er oft svo mótsagnakenndur að ég verð sjóveik af að hlusta á hann, getur afrekað að tala í mótsögnum í sömu setningunni en það vantar ekki að hann flytur ruglið mynduglega. Grunar að hann sé búinn að rugla út í eitt öll árin sem hann hefur setið á þingi.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband