Bjarni formaður. Málið snýst eingöngu um að losna undan nauðasamningnum við Breta og Hollendinga.

Ég er ekki sáttur við þessar yfirlýsingar Bjarna formanns okkar Sjálfstæðismanna nú á þessum tíma.

Málið núna er að við losnum undan nauðasamninginum við Breta og Hollendinga. Við verðum að ná samstöðu innanlands og koma fram sem ein heild gagnvart þeim þjóðium sem eru að gera tilraun til að pína okkur til hlýðni. Það viðurkenna flestir að fyrirliggjandi samningur er okkur óhagstæður og allt of erfiður. Þar að auki liggur það alls ekki á tæru að við eigum yfirhöfuð að bera nokkra ábyrgð á gæframennsku Landsbankans og eftirlitsleysir þeirra í Bretlandi og Hollandi.

Við verðum að ná samstöðu. Málið snýst ekkert um það hvort Vinstri stjórnin loifir eða fer frá. Við getum  tekist á um það seinna og allavega kemur að því að við kjósum.

Skoðanakönnun nú sýnir að góður meirihluti mun segja nei við Icesave lögunum í atkvæðagreiðslu. Það er einnig athyglisvert að góður meirihluti vill að gerður verði nýr samningur og að ekki komi til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Forystumenn stjórnmálaflokkanna verða nú að setjast í alvöru niður og ná samkomulagi  og sýna Bretum og Hollendingum að við viljum nýjan samning. Það er núna ótrúlega gott tækifæri til að sameina þjóðina. Málstaður okkur nýtur æ meiri skilnings á erlendum vettvangi.

Það þarf að leysa þetta stóra mál. Það er svo nægur tíma til að rífast um önnur mál,hvort sem það verður í sveitarstjórnarmálum eða landsmálum.

En þjóðin vill sátt um Icesave.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er vandamálið á íslandi í dag flokksgræðgistefna er rekinn sama hvað er í húfi hagur almennings er ekki hafður að leiðarljósi það verður að stokka upp í stjórnkerfinu nú þegar og mynda þjóðstjórn óháða flokkapólitík svona gengur þetta ekki.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 20:50

2 identicon

Hjartanlega sammála - pólitísakar skotgrafir eiga ekki við í þessu máli.

Kveðja frá gömlum nemanda

Helgi Már Reynisson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Rétt hjá þér nafni, þjóðin vill ná lendingu í þessu Icesave máli.

Ef Bjarna væri alvara með því að reyna að leysa þetta mál myndi hann leggjast á sveif með ríkisstjórninni og reyna að fá Breta og Hollendinga að samningaborðinu.

Það á ekki að spyrða líf ríkisstjórnarinnar við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er nóg af öðrum málum til þess.

Sigurður Haukur Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt metið hjá þér.

Þetta er afar slæmur og ljótur afleikur hjá Bjarna, sem kemur honum á stall með þeim Birni Val og Ólínu, nokkuð sem getur gert hleypt málinu upp í spurninguna um hver á að fara með völdin. Þá verður aðalatriðið gert að aukaatriði til að þjóna takmörkuðum hagsmunum. Bjarni virðist vera að misreikna sig alvarlega og tala út frá síðustu skoðanakönnun Gallup, en áttar sig kannski ekki á því að með svona yfirlýsingu eykst hættan á að fólk snúi sér gegn stjórnmálaöflum frekar en með málstað. Það má ekki gerast.

Ótrúlegt hvað stjórnmálamenn, hver á fætur öðrum, leika af sér í þessu máli. Það þarf fólk til að stjórna landinu í þessari neyð sem hefur ekki verið að seilast eftir völdum. Sem kemur ferskt inn. 

Svo má flokkapólitíkin byrja aftur þegar allt er orðið rólegt.

Annars kíki ég oft á síðuna þína, og þó við séum ekki á sömu línu í pólitík, (ég er reyndar línulaus), þá líkar mér oft við þínar vangaveltur.

Hrannar Baldursson, 12.1.2010 kl. 22:08

5 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:20

6 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:36

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála nafni svona á ekki að vinna hef reyndar bent á að gamla flokksræðið virkar ekki á íslandi því fylgir allt of mikil spilling.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 23:06

8 identicon

Ég er bara svo hjartanlega sammála þér hérna. Eins og ég sagði á öðru bloggi:

"Ég verð að segja að ég er MJÖG ósáttur við ummæli BB. Þessi ríkisstjórn kann að vera mjög slök og vinnulag hennar er til skammar. Það breytir því ekki að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla á ekki að koma setu ríkisstjórnarinnar neitt við. Þetta á einungis að vera kostning um hvort Íslendingar samþykki seinustu afgreiðslu á Icesave málinu.

Fólk á að kjósa eftir því, hvort það vilji taka alla ábyrgð á einhverju sem það bar enga ábyrgð á, sem við erum ekki lagalega skyldug til að borga og að sætta sig við kúgun Breta og Hollendinga í leiðinni. Hvort það telji að 10-25% líkur á greiðslufalli sé ásættanlegt og hvort fólk sé, sama hvernig fer tilbúið að lifa eins og þrælar næstu 15+ árin.

Ég vona innilega að annaðhvort þessi ríkisstjórn fari frá sem fyrst eða breyti vinnulagi sínu, hvort tveggja virkar fyrir mig. Það kemur samt atkvæði mínu ekkert við og vona ég innilega að sama gildi um sem flesta."

Gunnar (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 00:03

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun. Ég er búinn að ávísa 134 bloggurum þessum pistli þínum. En líklega munu þeir nú margir hverjir rifja það upp að svona milliríkjasáttmáli í brennheitu hagsmunamáli undirritaður af ráðherrum er ekki pappírsins virði fremur en skýrsla landsfundar Sjálfstæðismanna um uppgjörið við fortíðina. Eða það var í það minnsta álit fyrrverandi Leiðtoga.

Iss! þessi samningur, þetta var nú bara svona eitthvert ómerkilegt minnisblað!

 Því ef marka má orð sjálfstæðismanna sjálfra um gildi þessa tilvitnaða pappírsgagns þá veit allur heimurinn það að undirritun Sjálfstæðisflokksins á Íslandi hefur ekkert samningsgildi.

Árni Gunnarsson, 13.1.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband