Hvernig færi fyrir fréttamönnum RUV ef þeir væru í Bretlandi ?

Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa frétt um áminninguna til fréttamanns BBC. Ef sömu reglur væru hjá yfirstjórn RUV er ég ansi hræddur um að sumir fréttamenn þar á bæ ættu orðið þykkan bunka af áminningarbréfum. Það er óþarfi að segja nokkuð meira, en eflaust dettur einhverjum í hug dekur fréttamanna við Samfylkinguna. Kannsi ekkert skrítið.
mbl.is Ávítuð fyrir stuðning við Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki frekar um að ræða hjá þér, óþol á frjálslyndum skoðunum og hagsmunalausum efnistökum frétta.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:09

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!!

Sigurður, þú segist hafa mikla reynslu af pólitík. Það þýðir bara eitt, einfaldlega það að þú ert í dag orðinn úreltur, þú ert risaeðla, barn þíns tíma, litaður af flokkadráttum og eiginhagsmunapoti, úr tengslum við hinn sanna raunveruleika, ekki þann sem stjórnmálamenn föndra og gefa á garða fólksins sem næstum var búið að gera bæði blint og heyrnarlaust svo þeir ríku, og pólitíkurtíkurnar þeirra, stjórnmálamenn þ.e.a.s., gætu gert það sem þeir vildu.

Að auki finnst mér allt það versta sem þú gagnrýnir þína pólitísku andstæðinga fyrir, sjást helmingi verr í herbúðum "þinna" manna og kvenna!!

Gerðu okkur hinum nú greiða og farðu bara að spila golf eða veiða, og haltu þig bara frá tölvunni héðan í frá...

Illugi Már (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 02:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:09

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég er bara virkilega ánægður með að Vinstri menn hvetja mig til að gera nú eitthvað annað en vera að skrifa á bloggið. Það bendir til að eitthvað fari þessi skrif í taugarnar á þeim. Hvað er óeðlilegt við að hafa mismunandi skoðanir á málefnum? Mér finnst RUV ekki með nægjanlega hlutlausa umfjöllun um ýmis mál. Mér dettur ekki í hug að ritstjórnargreinar Morgunblaðsins séu hlutlausar. Það fer ekkert á milli mála að blaðið er í mikilli stjórnarandstöðu.

Munurinn er sá að Morgunblaðið getur leyft sér það enda í einkaeign. Aftur á móti er RUV sameiginleg eign okkar allra og verður því að passa vel upp á hlutleysið. Það er því mikill munur á RUV og Mbl.

Sigurður Jónsson, 14.1.2010 kl. 12:35

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Svo gilda líka siðareglu um fréttamenn BBC að þeir geta ekki stokkið beint af skjánum og yfir í pólitík.  Mig minnir að það þurfi að líða 2 ár þarna á milli.  Það væri nú farið að þynnast út á Alþingi ef svona reglur giltu hér á landi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.1.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband