Afleikur útgerðarmanna.

Hann er ótrúlegur afleikur útgerðarmanna þessa dagana. Hvers vegna hafa þeir í hótunum að láta flotann sigla í land og binda við bryggju. Nú er það svo að flestir landsmenn gera sér fulla grein fyrir því að fiskveiðar og fiskvinnsla er það sem skiptir okkur mesu máli og verður sú atvinnugrein sem bjargar mestu í efnahagskreppunni.

En það hefur verið undirstrikað að þjóðin öll á fiskinn í sjónum. Útgerðarmenn sem hafa fengið úthlutaðan kvóta til fiskveiða eiga ekki einir og sér fiskinn í sjónum.

Það hlýtur því að verða að myndast þokkaleg sátt um stefnuna í sjávarútvegsmálum og ekkert óeðlilegt við að stefnan sé endurskiðuð. Það er heldur ekkert óeðlilegt að útgerðarmenn verði að greiða eitthvað til samfélagsins fyrir að hafav afnot af auðlindinni. Þess vegna er óþarfi að tala um fyrningaleið. Útgerðarmenn gera ekki gott með því að vera með hótanir. Almenningur í landinu mun þá rísa gegn útgerðarmönnum og heimta uppstokkun.

Auðvitað er það alveg rétt að margir væru eflaust tilbúnir að hefja veiðar ef þeir fengju kvótann sem útgerðarmenn hafa í dag.

Það er skelfiolegur afleikur hjá forystu útgerðarmanna að hafa nú á þessum tímum í hótunum við landsmenn, sem eiga yfirráðaréttinn yfir fiskinum en leyfa ákveðnum útgeðum að veiða.

Forystumenn útgerðarmanna ættu ekki að rugga þessum bát.Það gæti orðið þeim sjálfumk ansi dýrkeypt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

„Skelfilegur afleikur", er hárrétt skilgreining á þessu. Ótrúlegt.

Eiður Svanberg Guðnason, 15.1.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Núna skiptir miklu máli að endurskoða kerfið og auka veiðar strax.

Útgerðirnar eru vart rekstrarhæfar vegna gríðarlegra skulda en það er búið að rífa gríðarlega fjármuni út úr fyrirtækjunum - Eina von þeirra er að fá gríðarlegar afskriftir í bönkunum. Ef að haldið verður áfram með kerfið óbreytt eru líkur til þess að fiskimiðin lendi í eigu erlendra kröfuhafa.

Ráðgjöfin er auðvitða sér kapítuli en þorskveiðin í ár  er rétt um helmingurinn  af því sem veiðin var árlega að meðaltali árin 1918 til 1950 en þá var veiðin að meðaltali um 300 þús tonn árlega.

Sigurjón Þórðarson, 15.1.2010 kl. 18:49

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

Einfalt, tökum skipin af þeim líka

Skríll Lýðsson, 15.1.2010 kl. 19:05

4 identicon

Ekki oft sem ég er sammála þér Sigurður, en hérna  vil ég taka undir með þér.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:49

5 identicon

Eiga sjómenn Íslands s.s engan rétt til verkfalls? Helduru virkilega að útgerðarmenn væru að hóta þessu ef að þeir hafa sjómennina þétt við bakið á sér. Sjómenn eru komnir með nóg. Þetta eru ekki bara útgerðarmenn

Sveinn Ágúst Kristinsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:13

6 identicon

Sigurður þetta er einungis örþrifaráð sem gripið verður til ef allt annað þrýtur. Ef það á að fara að hirða skipin af útgerðum og kvótann líka þá fyrnast skuldirnar vonandi að sama skapi. Ég skil ekki alltaf þessa öfund út í sjómenn og útgerðarmenn. Heldur fólk í alvöru að þeir menn sem núna 2010 standa í útgerð hafi fengið kvótann upp í hendurnar??? Þú segir að útgerðarmenn hafi fengið kvótanum úthlutað og eigi ekki einir fiskinn í sjónum. Aflaheimildirnar hafa í 83% tilfella verið keyptar til útgerðarinnar. Mér finnst líka þessi klisja um að fólkið í landinu eigi fiskinn í sjónum orðin pínu þreytt. Auðvitað eru auðlindir landsins í eigu okkar allra en það er því miður ekki bara svo einfalt að við öll græðum á þeim jafnt. Ekki er ég að fárast út í einhverja sem græða á virkjunum hirst og her út um landið. Það þótti nú ekki mjög fínt hér 2006 að vera sjómaður, þá var svo æðislegt að vinna í banka og litið niður á þá sem voru á sjó. puff hvað ertu að vera í þessu skítadjobbi? Af hverju flyturðu ekki upp á land og færð þér vinnu í banka þar er sko fólk að græða. En hvernig fór þetta svo ? Fólkið í landinu á ekki óveiddan fisk. Það getur enginn og ekki heldur útgerðarmenn átt óveiddan fisk. Já oft hef ég verið á þínu máli Sigurður en núna gerðirðu mig bara reiða.

Þórey Eyjakona (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 17:54

7 identicon

Langt síðan ég hef lesið annað eins bull þú ættir að kinna þér mál greinarinnar því hér eru á ferðinni skrif mans sem hefur augljóslega ekki hundsvit á þessu máli afsakaðu orðbragðið.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 18:43

8 identicon

Úff Þórey, eins og talað úr mínum munni! Við sjómenn og útgerðarmenn ef að út í það er farið munum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana! Sjáiði til.

Sveinn Ágúst Kristinsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 20:12

9 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég tók það fram í skrifum mínum að fyrningaleiðin væri ekki rétta leiðin. Aftur á móti verða útgerðarmenn að skilja að þeir geta ekki litið á kvótann sem sína eign og landsmönnum komi ekkert við hvernig þeir höndli með hann. Skynsamlegast hlýtur að vera að endurskoða fiskveiðistefnuna með það að markmiði að útgerðarmenn greiði fyrir afnot af auðlindinni. Að sjálfsögðu á það einnig að gilda um afnot af öðrum auðlindum.

Það sem ég var þó aðallega að benda á að útgerðarmenn munu ekkert vinna með hótunum að sigla í land og binda flotann.

Sigurður Jónsson, 17.1.2010 kl. 21:08

10 identicon

En það er nú einu sinni þannig Sigurður að útgerðarmenn eru nú samt að borga af þeim lánum sem þeir keyptu kvótann fyrir. Þá hljóta þau lán að verða fell niður, annað væri fjarstæða! Það verður þá að endurskoða fiskveiðistefnuna með það að leiðarljósi að setja ekki minni útgerðir landsins á hausinn. Flestar eru þær veðsettar uppí topp og hafa ekki efni á að taka meira af lánum. Það verður þá að gera þetta skynsamlega. Hvað sem verður af þessum hótunum þá er allavega búið að vekja máls á þessari grafalvarlegu stöðu sem útgerðir landsins standa frammi fyrir.

Þórey Eyjakona (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband