25.1.2010 | 21:09
Er spilling og spilling ekki það sama?
Að sjálfsögðu má deila um það hvort fyrrverandi stjórnmálaleiðtogar eins og Friðrik Sophusson eigi að fá embætti eins og formennsku í Íslandsbanka. Björn Valur,þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir þessa skipan mjög og talar um að þetta sé ekki það sem æjóðin þarf.
Nú ev það spurning hvort gagnrýni þingmanns VG beinist ekki fyrst og fremst að því að FRiðrik er fyrrverandi forystumaður Sjálfstæðisflokksins.
Ætli þessum sama þingmanni finnist eðlilegt að Ásmundur Stefánsson sitji sem fastast sem bankastjóri Landsbankans. Hvað ætli það heiti á máli Vinstri grænna? Er það kannski allt annað af því Ásmundur er telst til Elítunnar á Vinstri vængnum. Var ekki talað um að auglýsa bankastjórastöðuna.
Það er auðvitað eðlilegt að Björn Valur vilji ekki fyrrverandi forystumann Sjálfstæðisflokksins í Íslandsbanka. Auðövitað á þjóðin að skilja að heillavænlegra er að setja fyrrverandi forystumenn Vinstri manna í ábyrgðarstöður. Þjóðin hefur ábyggilega öskrað hástöfum um að fá Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra Vinstri manna til að gegna formennsku Icesave samninganefnarinnar.
Ekki kom nokkur málefnaleg gagnrýni á það hvers vegna Friðrik á ekki að fara í þessa stöðu.
Já,það er ekki sama spilling og spilling í huga þing manns VG.
Friðrik Sophusson formaður ÍSB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki nýtt að þessi gapuxi og spillingarpési Björn Valur ropi og reki við. Ég veit ekki betur en bróðir hanns hafi fengið Grensásveg 12 keyptan af Ásmundi Stefánssyni og co. fyrir 25 % af markaðsverði. Það er líklega ekki spilling? Leyfum þessum braskara ropa, sem lét bjóða upp ofan af fjölskyldunni. Hafa Vinstri grænir ekkert upp á að bjóða annað en roðlaust og beinlaust?
Ómar Sigurðsson, 25.1.2010 kl. 21:25
Friðrik er auðvitað mjög ríkur af reynslu en eðlilega tortreyggja hann margir vegna nálægðar hans við innstu valdaklíku Sjálfstæðisflokksins sem verður alltaf tengd ábyrgð á bankahruninu mikla.
Spurning er hvort hann sé af þeim ástæðum vanhæfur eða hvort það varðar kannski við heimsku að fá einhvern annan reynsluminni?
Ljóst er, að meðan skýrslan um bankahrunið hefur ekki verið gerð opinber, verður ekki fullyrt að svo stöddu hvort Friðrik tengist ábyrgð á bankahruninu að einhverju leyti.
Sjálfur hefi eg misst atvinnu mína og allan sparnað bestu æviára minna í formi hlutabréfa. Sama gildir um fjölskyldu mína.
Hugur minn í garð þeirra sem ábyrgð bera, verður því alltaf mjög þungur. Og tortrygginn er eg líka orðinn gagnvart öllum þeim sem tengjast bankahruninu að einhverju leyti.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2010 kl. 21:36
Og þarmeð er þetta ekki spilling....séð frá þínum sjónarhóli....???
Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:42
Snæbjörn: Ef þú ert að spyrja mig þá verðum við fyrst að gera okkur grein fyrir því hvað spilling er. Það eru ýmsar skýringar til á þessu fyrirbæri sem er nokkuð hugrænt og því ekki alltaf augljóst hvenær það á við og hvenær ekki.
Hins vegar kann að skipta máli hugrænar ástæður fyrir því hvers vegna FS er valinn. Er það vegna þess að þeir sem vilja hann, vænti þess að hann gæti hagsmuna einhverra sérstakra í samfélaginu? Ef í ljós kemur, að svo sé og að hann hafi verið valinn til að gæta hagsmuna þeirra sem áttu þátt í bankahruninu og hafa hugssanleg framið lögbrot, þá er nokkuð ljóst að val FS tengist spillingu. Þetta þarf ekki að vera. En FS er væntanlega af mörgum tortryggður vegna þessara tengsla við fyrri valdhafa sem beint eða óbeint bera ábyrgð. Og ef hann er hluti þess valdakerfis, - já hvað er hann þá? Er hann þá ekki vanhæfur að stjórnskipunarrétti? Það virðist nokkuð augljóst. Hins vegar kann að vera sterkur leikur að skipa hann í bankastjórn en ekki sem stjórnarformann og þá sem fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá erum við kannski aftur komin að hinni pólitísku spillingu eða hvað?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2010 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.