Bæjarstjóri á góðri leið að þurrka upp skötustofninn.

Nokkuð mikið hefur verið rætt um skötustofninn að undanförnu og þá sérstaklega með aðgerðir Jóns Bjarnasonar hvað varðar fyrirkomulag á úthlutun kvótans.

verulegar líkur eru nú á því að öll þessi umræða verði óþörf innan tíðar. Margt bendir til þess að skötustofninn verði þurrkaður gjörsamlega upp á næstunni.

Ég sá á vef Víkurfrétta áðan að Ásmundur Friðriksson,bæjarstjóri í Garði flautaði til enn einnar skötuveislunnar í hádeginu í dag. Frá því Ásmundur kom í Garðinn er nánast útilokað að hafa tölu á öllum þeim skötuveislum sem hann hefur staðið fyrir.

Ekki nóg með það. Nú eru skötuveislurnar haldnar til að lækna flensu og aðra óáran eins og haft er eftir Ásmundi bæjarstjóra.

Það eru því allar líkur á að fyrst þetta er komiöð á dagskrá að læknar muni nú í óðaönn vísa fólk sem haldið er hinum ýmsu kvillum í skötuveislur í Garðinn.Það mun því fljótt ganga á skötustofninn verði ekkert að gert.

Jón Bjarnason,sjávarútyvegsráðherra,hlýtur að taka þetta mál upp í ríkisstjórninni. Það verður að skipuleggja skötuveiðina og gæta þess að stofninn hrynji ekki gjörsamlega.

Þessi frétt er að sjálfsögðu fagnaðarefni fyrir Garðinn. Lækningamáttur skötunnar á eftir að skila sér vel. 

Lækningamáttur skötunnar á eftir að fréttast um heim allan. Já,aldrei hefði maður trúað því að kæst skata gæti gert slík kraftaverk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband