Ótrúlegar tölur. Hvað varð um baráttumál Sjálfstæðismanna Báknið burt?

ótrúlegt að sjá hversu gífurleg útþensla hefur verið hjá hinu opinbera á síðustu 10 árum. Þetta eru hreint ótrúlegar tölur. Nú væri fróðlegt að fá uppgefið hve mikið í krónum þessi aukning á stöðugildum þýðir. Á hvaða sviðum hefur fjölguni9n aðallega átt sér stað.

Svo er það auðvitað rannsóknarefni hvort þjónustan hefur batnað í samræmi við alla þessa fjölgun.

Á sínum tíma var eitt helsta baráttumál ungra Sjálfstæðismanna " Báknið burt". Þrátt fyrirn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið við völd að mestu á þessu tímabili hefur báknið þanist út og við erum að súpa seyðið af því nú.

Auðvitað er það staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að semja við útgjaldaflokk eins og Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn en það dugar samt ekki að afsaka sig eingöngu með því.

Það sama hefur örugglega átt sér stað hjá mörgum sveitarfélögum eins og hjá ríkinu. Gífurleg fjölgun starfsmanna.Það þarf að gera alls herjar úttekt á því á hvaða sviðum þessi mikla fjölgun hefur átt sér stað.

Það liggur alveg ljóst fyrir að við höfum farið allt of bratt í að vera með alls konar fræðinga og ráðgjafa í vinnu fyrir opinbert fé. Þjóðfélagið hefur hreinlega ekki haft efni áöllum þessum flottheitum eins og núna kemur berlega í ljós.

Hugsið ykkur að algengt tímakaup hjá ráðgjöfum og sérfræðingum er vart undir 15-20 þúsund krónur á tímann.Þarf einhver að vera undrandi á því að ríkið og mörg sveitarfélög eigi í erfiðleikum?

 


mbl.is Mikil fjölgun opinberra starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

málið var að þjóðin hafði efni á bákninu í góðæristíðini. Skattprósentan og skuldir lækkuðu en samt skilaðist meir í ríkiskassan. Núna hafa skattar verið hækkaðir til að viðhalda bákninu en um leið skilast minna í ríkiskassann. Ólíkt efnahagsuhverfi ætti að breyta forsemdum báknsins en samt er nú báknleysinu(ríkiseftirlitinu) kent um hvernig fór og því hætt á auknu bákni.

Offari, 29.1.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband