Þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Þið látið þetta ekki gerast á HSS.

Nú reynir á þingmenn Suðurkjördæmis og sveitarstjórnarmenn hér á Suðurnesjum. Þið megið ekki láta það gerast að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði nánast óstarfhæf. Með mikilli baráttu og miklu starfi hefur þjónusta og húsnæði verið byggt upp á síðustu árum hér á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fyrirætlanir stjórnvalda um óraunhæfan niðurskurð á þessari stofnun gengur ekki.

Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum verða nú á stundinni að bregðast við og standa sameiginlega í að mótmæla og gera heilbrigðisráðherra grein fyrir að við getum ekki og munum ekki sætta okkur við þetta.

Í Morgunblaðinu s.l. laugardag er viðtal við Oddnýju G.Harðardóttur, sem er stjórnarþingmaður og bæjarfulltrúi í Garði.

Hún segir: " Farið verður yfir þessi atriði og fundað aftur í lok febrúar.Á meðan verður beðið með uppsagnir hjá HSS,segir Oddný."

Ég ttrúi því ekki að þingmenn kjördæmisins hvort sem þeir eru stjórnarþingmenn eða í stjórnarandstöðu láti bjóða sér þessi vinnubrögð. Það getur varla verið þægileg staða fyrir stjórnarþingmann að hún skuli nánast samstundis og viðtalið birtist vera gerð ómerk orða sinna.

Þessi þjónustusskerðing á HSS má hreinlega ekki gerast.


mbl.is HSS lokar skurðstofum 1. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þessi Ríkisstjórn er ótrúleg. Stofnunin mátti ekki leigja út frá sér ónýtta aðstöðu og þjónustu til aðgerða á erlendum ferðamönnum og þannig auka tekjur sínar og atvinnu á Suðurnesjum. Tala ekki um að halda sérhæfðu starfsfólki sínu. Nei það er eins og þessi Ríkisstjórn vilji heldur gera atvinnuástandið verra á Suðurnesjum og koma í veg fyrir flæði gjaldeyris inn í landið.

Þetta er þrátt fyrir að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur um árabil fengið í sinn hlut lægsta fjárframlag landsins miðað við íbúatölu svo nemur tugum prósenta og þrátt fyrir að vera með einna óhagstæðustu hlutföll aldraðra, barna og ungra öryrkja. Það er ljóst að í þessari Ríkisstjórn er hver höndin upp á móti annarri og í skjóli þess að "ekki má afla tekna á heilsuleysi annarra þjóða" vill hún frekar stórskaða heilbrigðiskerfið og velferðarþjónustuna á Íslandi.

Er ekki kominn tími til að skipta um fólk í brúnni? Nýta okkur tækifæri heilbrigðiskerfisins til að skapa tekjur og halda þannig sérhæfðu fagfólki á landinu og skapa atvinnu fyrir íbúa landsins og auka gjaldeyristekjur?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.2.2010 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband