Ómerkilegar mannaveiðar segir Steingrímur J. Á hann við Jóhönnu verkstjóra?

Steingrímur J.Sigfússon,formaður VG, er sá þingmaður sem í gegnum  árin hefur verið kvað dugleagstur við að halda uppi gagnrýni á Alþingi. Hann sparaði mönnum ekkert stóru orðin efr hann taldi ástæðu til. Voru það allt saman ómerkilegar mannaveiðar að mati Steingríms J ?

Ekki er ég viss um að hann taki undir þá skoðun.

Nú er þessi sami Steingrímur J. orðinn ráðherra og leiðtogi Vinstri stjórnarinnar. Þá er svo komið að ekki má gagnrýna. Þá heitir það ómerkilegar mannaveiðar.

Annars hl´ðytur þessi gagnrýni Steingríms J. fyrst og fremst að beinast að Jóhönnu Sigurðardóttir fyrir það sem hún sagði í Kastljós þætti gærkvöldsins. Þar sagði Jóhanna að það hefði verið æskilegra að hafa útlendan samninganefnd í forystunni  heldur en Svavar Getsson.

Menn væru nú ekki í þriðju eða fjórðu tilraun að rembast við að ná samningi við Breta og Hollendinga ef Svavars samningurinn hefði verið góður fyrir þjóðina.

Eru það einhverjar mannaveiðar þótt klúðrið í Icesave sé gagnrýnt?

Aftur á móti tel ég að Jóhanna hafi ekki efni á að setja upp vanlætingarsvip og hneysklast á lélegumj samningi Svavars. Það er n ú einu sinni svo að Svavar var bara að vinna það verk sem Jóhanna sagði honum að gera.

Það má ekki gleyma því að Jóhanna og Steingrímur J. hrópuðu margfalt húrra þegar Svavar kom með Icesave samninginn í hús.

Nú kallar Steingrímur J. að Jóhanna sé á mannaveiðum vegna þess að húrra hróp hennar hafa breysti í vandlætingarsvip og hneykslunartón. Þetta eru reyndar kunnugleg vinnubrögð hjá Samfylkingunni að telja sig hvergi hafa komið nálægt þegar á móti blæs.


mbl.is Sakaði þingmenn um mannaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannaveiðar??? Er þetta fólk búið að krækja sér í byssuleyfi?

Kannski væntum við of mikils af þessum pólitísku leiðtogum okkar. Þetta er jú fólk sem hefur haft það tiltölulega náðugt og ekki þurft að standa í stórræðum nema innan eigin flokks.Þó þau hafi áratuga reynslu sem áhrifavaldar í íslensku stjórnmálalífi, hafa þau ekki einu sinni þurft að tileinka sér undirstöðuatriði í samskiptum við fjölmiðla Nú þurfa þessi grey að finna lausnir á alvöruvandamálum og semja á útlensku um erfið mál við allskonar útlendinga án þess að hafa aur í rassvasanum.Ég efast ekki um að þau vinni myrkranna á milli og að samstarfið sé hreint frábært og þetta myndi allt ganga hljóðalaust fyrir sig ef þau fengju bara að vera í friði.

Þau forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hrópuðu bæði margföld húrra fyrir sínum samningamanni þegar hann kom frá útlöndum með Icesavelausn í töskunni þó, eftir á séð, .hefði verið kannski verið hægt að ná enn betri samning ef Svavar Gestsson hefði haft fagmann á staðnum sér til ráðgjafar! Kannski tekst það næst ef þeim tekst að fá Breta og Hollendinga að samningborðinu aftur.Tony Blair og Bill Clinton eru til leigu. Mér myndi finnast sniðugt að við fengjum Tony eða frú með í næstu samningaferð. Það myndi kosta sitt en við kæmumst þá a.m.k. enn einn ganginn á forsíður heimspressunnar.

Agla (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Steingrímur mynnti mjög á Georg nokkurn Bjarnfreðarson, þegar hann steytti hnefana framan í þingheim í dag.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.2.2010 kl. 20:27

3 identicon

Það er hlægilegt að horfa upp á SteingrímurJ, þegar hann kemst í þrot þá  fer málpípan á stað og hann  þrumar út úr sér alls konar orðum eins og mannaveiðar og þykkist vera hneykslaður, það er eins og hann sé yfir það hafinn að vera gagnrýndur.Það er eins og Steingrímur átti sig ekki að Samf er spilltasti flokkur landsins.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:45

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Silla, Steingrímur er ekki í Samfylkingunni!

Góðar kveðjur í Garðinn!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.2.2010 kl. 22:26

5 identicon

Nú eru allir túlkarnir hennar Jóhönnu á útopnu við að túlka hvað hún sagði á íslensku.  Og ekki dugar minna en að þeir komi úr báðum stjórnarflokkunum.  Vissi ekki að hún þyrfti slíka líka þegar hún talaði á móðurmálinu.  Kannski ekki nema von að hún fái ekki að halda sig mikið í frammi, ef þetta eru eftirmálarnir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 00:38

6 identicon

haha já þetta er allt í stíl hjá þeim, nú er best að kenna Svavari bara um þetta en eins og þú sagðir þá vann hann einfaldlega verk sinna yfirboðara. Til þess hafði hann umboð og lengra náði það ekki. Þetta er því bara í takt við botnlaust getuleysi stjórnarinnar að kenna alltaf einum manni um (ekki í fyrsta skiptið).

sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 07:21

7 identicon

Það sem Jóhanna sagði staðfestir bara það sem við höfum vitað lengi, auðvitað talaði hún af sér í Kastljósi og opnaði þessa ormagryfju fyrir stjórnarandstöðuna.

Eðlilegt að SJS reyni að koma Svavari til bjargar því að ef sannast opinberlega að hann hafi klúðrað þessu á er stjórnin sprungin og það sannast um leið og betri samningur næst og ég spyr hvar er nú ákallið Vanhæf ríkisstjórn.

Ægir Ármannsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband