Kommaliðið stjórnar landinu.

Það er ekki bara að við höfum tæra Vinstri stjórn í landinu. Staðreyndin er sú að kommaliðið úr Alþýðubandalaginu stjórnar nú Íslandi. Átta af ráðherrum ríkisstjórnarinnar tilheyrðu Alþýðubandalaginu. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar Steingrímur J. er úr gömlu kommaklíkunni.

Ólafur Ragnar er fyrrverandi forystumaður Allaballa. Seðlabankastjóri er gamall kommi. Svavar Gestsson gamall hugsjónakommi aðalmaðurinn í Icesave samninganefndinni.

Og það nýjasta er að Allaböllum dettur í hug að gera Ögmund að útvarpsstjóra.

Já það er athyglisvert að það skuli vera gamla kommaklíkan sem stjórnar landinu. Reyndar skýrir það nú kannski ansi margt varðandi stjórnun landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Athyglisvert. En eru það ekki bara sögusagnir að Ögmundur verði útvarpsstjóri? Og atvinnumálin og ekki síst þau sem tengjast umhverfismálum eru annsi góð hjá þessari ríkisstjórn ..eða..þannig.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.2.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Ef það er raunin að ÖGMUNDUR verði útvarpstjóri sem sé skipaður af ríkisstjórn ætti hann að afþakka það boð því ekki er það í anda hans að ráðherrar og þingmenn séu skipaðir í slíkar stöður eins og fyrri stjórnir hafa gjört sem sagt klappa þér hér og þú mér.  (EÐA ER HANN EINS OG HINIR POTARARNIR) ég segi bara svona.

Jón Sveinsson, 5.2.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það tekur vissulega í þegar verið er að taka til í stórum haug af spillingarflækjum. Skóflublaðið hittir þá einhverja sem töldu sig vera í skjóli eins og sveitarstjórnamenn á launum hjá Lansvirkjun. Auðvitað er þá skrægt og veinað, hvaða lög banna þetta og banna hitt. Við höfum ekkert þurft að hafa áhyggjur af einhverjum svona lögum æ æ. Þetta eru kommar hjálp

Tek fram að ég er hvorki með eða á móti virkjunum í neðri Þjórsá

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2010 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband