Ætlar Arion banki að afhenda Bónusfeðgum fyrirtækið á silfurfati?

Ósköp eru allar fréttir frá Arion banka varðandi smásöluverlunarkeðjuna Haga loðnar. Er virkilega verið að finna einhverjar bakdyraleiðir til að þeir Bónusfeðgar geti haldið verslunarveldi sínu bæði hvað varðar eignarhald og stjórnun.

Hvers vegna hafa feðgarnir forkaupsrétt að ákveðnum hluta? Bankastjóri Arion banka taldi frekar ósennilegt að bankinn ætlaði að lána þeim til að kaupa til baka en útilokaði það ekki.

Verður fyrirtækjakeðjan seld á brunaútsölu og bankinn afskrifar síðan 30-40 milljarða?

Það virðist vera komið í ljós að Bónusfeðga geta ekki haldið veldi sínu nema með einhverkjum bakdyraleiðum. Á virkilega að telja almenningi í landinu trú um að engvir aðrir geti rekið þessar verslar en Jóhannes og Jón Ásgeir. Af þeim sökum sé það besti kosturinn þótt afskrifa þurfi nokkra milljarða tugi.

Hvers vegna mega þessir menn eins og svo margir aðrir ekki fara á hausinn með sitt fyrirtæki. Hvers vegna á þjóðin að þurfa að greiða fyrir útrásar og bankavitleysu þessara manna.

Það liggur fyrir að hægt væri að koma þessu fyrirtæki í gott verð ef Arion banki hyrfi frá góðmennsku sinni við Bónusfeðga.

Hvers vegna á þjóðin að þurfa að upplifa það að gæjarnir sem settu landið á hausinn fái eftir sem áður að halda og stjórna megninu af sínum fyrirtækjum og almenningur verði látinn greiða fyrir sukkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þessu ættu nú sjálfstæðismenn að geta svarað því engin þekkir það betur en þeir hvernig á að afhenda fyrirtæki og banka á silfurfati.

Þorvaldur Guðmundsson, 5.2.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband