Hvers vegna er einungis Baldur frystur?

Það hafa örugglega margirt áhyggjur af því að allt tal um hið Nýja ísland með breyttum vinnubrögðum ,siðferði og hugarfari verði orðin tóm. Margt bendir til þess að bankarnir ætli að afhenda hinum svokölluðu auðmönnum og athafnamönnum allt til baka sem þeir hafa tapað.

Sagt er að miklar rannsóknir séu í gangi og ýmislegt muni koma fram í dagsljósið. Það er samt athyglisvert að 16 mánuðum eftir hrun hefur engin hlotið dóm,engin verið settur í gæsluvarðhald og það sem meira er að frysting eigna hefur aðeins átt sér stað hjá einum aðila.

Sá aðili er Baldur Guðlaugsson, sem gegndi toppstöðum í ríkiskerfinu og liggur undir grun um að hafa notfært sér aðstöðu sína til að selja á réttum tíma hlutabréf. Eignir uppá 190 milljónir frystar.

Eflaust er það fullkomlega réttlætanlegt að frysta hans eignir. En hvað með alla hina? Hvers vegna í óskuopunum hefur ekki þurft að frysta eignir annara aðila á meðan rannsókn fer fram. Þar eru örugglega margfalt hærri upphæðir á ferðinni en í tilfelli Baldurs.

Nei,þess í stað vinna bankarnir á fullu að finna leiðir til að tryggja t.d. Baugsfeðgum og Ólafi Ólafssyni að þeir haldi sínum fyrirtækjum þrátt fyrir allt, sem þeir koma til með að kosta íslenskan almenning.

Hinn almenni borgari þessa lands á erfitt með að skilja þessi vinnubrögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Já þetta " nýja Ísland " eru orðin tóm. Hér ríkir alger óvissa, stefnuleysi og ákvörðunnarfælni stjórnvalda..Nema þá að birta sem dekksta mynd af Sjálfstæðisflokknum svo ekki komist hann til valda á ný. En Guð hjálpi okkur ef vinstri villan festir rætur á stjórnarheimilinu..

Óskar Sigurðsson, 7.2.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Tek undir með þér. Og spyr hvers vegna eru eignir "auðmanna" ekki frystar?  Þeir liggja undir grun um glæpsamlegt athæfi.  Ekki fer það á milli mála.  Hvernig er hægt að taka millimann eins og Baldur en sleppa Ólafi, Jóni Ásgeiri, Sigurði Einarssyni, Bakkavararbræðrum, Bjarna Ármannssyni, Pálma Haraldssyni og þessum öllum ömurlegu græðgispungum?

Auður Matthíasdóttir, 8.2.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur við verðum að ná þeim og peningunum sem þeir stálu firr næst aldrei sátt í þjóðfélaginu!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 02:03

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Kannski hefur Baldur ekki greitt í kosningasjóði samfylkingarinnar

Hreinn Sigurðsson, 8.2.2010 kl. 08:04

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aldrei þessu vant er ég helvíti mikið sammála þér núna Sigurður. Ég held að engin ríkisstjórn muni ráða við ástandið hér hjálparlaust. Embættismannakerfið er orðið svo kasúldið í forarpytti spillingar og siðrænnar úrkynjunar.

Og mér sýnist þetta hyski hafa tekið völdin án þess að pólitíkusarnir hafi tekið eftir því. Enda þótt þeir kæmu auga á það yrði nú handleggur að reka þó ekki væri nema svona 20 kvikindi í einu þá myndi það kosta milljarða í starfslokasamningum og skaðabótum.

Árni Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 09:22

6 identicon

Sæll nafni,

Skýringin er einföld. Brot Baldurs eru eitthvert augljósasta skólabókardæmi um innherjasvik, og sé rétt að verki staðið að hálfu ákæruvaldsins er ljóst að það þarf kraftaverk til að hann fái ekki á sig dóm (amk miðað við þær uppl sem fram hafa komið í fjölmiðlum). Brot útrásarvíkinganna (ef þau eru til staðar) eru þess eðlis að þau er að finna í bókahaldi og ákvörðunum fyrirtækja í eigu skúffufyrirtækja, og á yfirborðinu líta slíkt brot út sem "eðlileg" viðskipti. Það tekur mörg ár að rannsaka þetta og sjá í hverju brotin liggja. En verði þetta allt sé þetta skoðað af nægilega færu fólki mun koma að því að brotin koma í ljós og þá verða eignir frystar.

Siggi peningur (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband