Er hin tæra Vinstri stjórn að gefast upp?

Ekki er nú annað hægt að segja að frétt Morgunblaðsins í dag um ástarleitni Samfylkingar í garð Framsóknarflokksins vekur  verulega athygli. Er nú svo komið að hin tæra vinstri stjórn er að gefast upp. Annars þarf það ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með stjórnmálum gegnum árin að það muni reynast erfitt fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna að vinna saman.

Auðvitað sjá ákveðin öfl í Samfylkingunni að það mun hreinlega ekkert gerast í atvinnuuppbuggingu ámeða framfarahemlarnir hjá Vinstri grænum hafa einhver völd.

Vinstri grænir eru á móti öllu sem gæti skilað verulegum árangri í atvinnuuppbygginu landsins. Þar ríkja svo öfgafullar skoðanir að ekki nær nokkurri átt. Auðvitað eru menn eins og Össur sem sjá þetta.

Á sínum tíma þegar Ingibjörg Sólrún var frá í útlöndum vegna veikinda notuðu ákveðnir aðilar í flokknum tækifærið og sprengdu samstarfið með Sjálfstæðisflokknum.

Núi er Jóhanna formaður Samfylkingarinnar farin í frí og þá virðist sagan ætla að endurtaka sig. Össur og einhverjir fylgisveinar hans vinna að því að sprengja stjórnarsamstarfið með VG.

Já, það er spurning hversu lengi Vinstri stjórnin lifir? Spennandi verður að fylgjast með hvort Framsóknarmenn hlaupa í stjórnina.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

það væri nú leiðinlegt ef það gerðist!

Haraldur Pálsson, 8.2.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband