Hver hefði trúað því að Jón Ásgeir yrði kærður fyrir sparnað.

Athafnasemi útrásarmanna tekur nú á sig undarlegar myndir. Hver hefði trúað því að Jón Ásgeir yrði kærður fyrir sparnað eins og dæmin sanna´nú samkvæmr fréttum frá Ameríku. Veslongs maðurinn ætlaði að sýna Íslendingum og öðrum að hann væri nú þessi sparsami maður en ekki einhver glaumgosi. Og fyrir að láta sér detta í hug IKEA innréttingu í lúxusíbúð fær hann auðvitað á sig kæru.

Ætli Jón Ásgeir hafi sjálfur dundað í að setja innréttinguna saman ?

Reyndar hefur komið fram hjá Jóni Ásgeiri áður mikil ráðdeildarsemi en sagðist vera ánægður ef hann ætti fyrir Diet Coce. Jóhannes faðir hans segir að þeir Baugsfeðgar muni áfram vinna að hag Íslendinga,væntanlega gera þeir það eftir að hafa fengið 50 milljarða afskrifaða.

Segja má að það sé kátbroslegt ef eina kæran á hendur Jóni Ásgeiri,athafnamanni,bankamanni og útrásarvíkingi verður að hafa sett upp ódýra IKEA innréttingu í íbúð.

 


mbl.is Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Baugsfeðgar muni áfram vinna að hag Íslendinga", ætli þeir meini þá að halda áfram að eyða fé Íslendinga. Það er það sem þeir hafa verið að gera undanfarin ár. Þó að undantekning hafi kannski verið þegar blokkaríbúðin í NY var innréttuð.

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2010 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband