2.3.2010 | 10:11
Þingmaður kallar stóran hluta þjóðarinnar fábjána.
Ég var í morgun að hlusta á viðtal við Þráinn Bertelsson,þingmann, á Bylgjunni. Hann var m.a. spurður útí listamannalaunin og heiðurslaun listamanna sem hann sjálfur þiggur.Þránni var bent á að samkvæmt skoðanakönnunum væri stór hluti þjóðarinnar á því að allt of vel væri lagt í listamannalaun á kostnað ríkissjóðs.
Þráinn brást við þessu með því að segja að þeir sem væru á móti listamannalaunum væru fábjánar. Það hlýtur að vera einsdæmi að þingmaður skuli kalla mikinn fjölda landsmanna fábjána vegna þess að þeir leyfa sér að hafa aðra skoðun en hann sjálfur.
Nú er það svo að þetta fólk sem Þráinn kallar fábjána þarf að vinna og borga ríkinu skatta til að þessi sami Þráinn geti fengið greidd laun þingmanns og heiðurslaun listamanna til viðbótar. Eflaust finnst Þránni bara hið besta mál að þiggja laun frá okkur fábjánunum á Íslandi.
Ég er viss um að allir Íslendingar vilja hafa góða menntun og menningu í landinu,en það er ekkert óeðlilegt við að það séu skiptar skoðanir hversu miklu fjármagni á að verja til að halda uppi listamönnum.
Það er hneyksli og til skammar að þingmaður eins og Þráinn sem leyfir sér að kalla landa sína fábjána skuli sitja á Alþingi.
Svona maður á að gera eitthvað annað en sitja á Alþingi Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei sko, þettað kalla ég stórkostlega opinskáan og heiðarlegan þingmann. Hann segir það sem honum sýnist án þess að rembast við að halda í einhver væntanleg atkvæði sem honum hefur hvort eð er tekist að glata. Mér reiknast í fljótu bragði að ævitekjur mínar eru rúmlega 200 miljónir, hann er að taka sér aukalega laun sem eru bara ekki umtalsins verð miðað við næstum því miljarð í sparnað sem aðrir þingmenn hafa í þessum óförum okkar Íslendinga glatað, hvað kalla þessir þingmenn okkur skattgreiðendur?
Mér sýnist þessi stétt vera að opna sig og mættu fleiri taka í sama streng og Þráinn svo að við almennu launþegar þurfum ekki lengur að lesa á milli línanna.
Jón Örn Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 10:35
Finnst þér virkilega rétt að þingmaður leyfi sér að kalla þá landsmenn sem eru honum ekki sammála fábjána. Hvers vegna má fólk ekki hafa aðra skoðun án þess að vera kallaðir fábjánar.
Sigurður Jónsson, 2.3.2010 kl. 11:25
Hann sagði að 5% Íslendinga væru fábjánar. Það finnst mér bara nokkuð hagstætt hlutfall en hvar hann fær þessa tölu veit ég ekki.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 2.3.2010 kl. 11:33
Þetta var rosalegt viðtal. Hvet menn til að hlusta á bút úr viðtalinu í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem Þráinn reynir að færa rök fyrir listamannalaununum. Mjög skemmtilegt þangað til hann missir sig í lokinn!
Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.3.2010 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.