Samfylkingin í stríði við landsbyggðarfólk.

Furðulegt er það svo ekki sé sterkara kveðið að orði að Samfylkingin skuli haga sínum málum þannig að hún hefur fengið landbyggðarfólk gjörsasmlega upp á mótir sér.Sjávarútvegsplássin óttast mjög um sinn hag ætli Samfylkingin að keyra fyrningaleiðina í gegn.

Bændasamfélögin skilja ekki í ESB dekri Samfylkingarinnar og óttast að íslenskum landbúnaði verði meira og minna fórnað.

Á góðum stundum talar svo Samfylkingin að við þurfum að standa saman. Það virðist ekki eiga við þegar talið berst að landsbyggðinni og hagsmunum fólks þar.

Þessi skelfilega Vinstri stjórn virðist á góðri leið með að koma öllu atvinnulífi á kaldan klaka.


mbl.is Kalt stríð milli bænda og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er greinilegt að þú ert þeim gömlu og góðu gildum flokksins þíns trúr ágæti maður að eigur fólksins séu þegar allt kemur til alls eign flokksvina. Afskaplega er raunalegt að sjá hversu margir láta þennan skelfilega flokk niðurlægja sig.

Svo allt sé nú á hreinu þá var lífsbjörg fólksins í sjávarplássunum gerð að verslunarvöru með pennastriki. Áður höfðu vildarvinir pólitíkusanna fengið þetta gefins frá þeim sömu pólitíkusum sem aldrei áttu neitt í pakkanum.

Þær byggðir sem hafa verið valdar úr til að fá gjöfinni landað til vinnslu eru nú logandi hræddar um að sægreifarnir hefni sín ef fólkið styður ekki baráttu þeirra fyrir yfirráðum yfir lífsbjörg þeirra.

Hvaða rök liggja því að baki að sjávarbyggðir missi fiskinn við það að fá til baka aðganginn að fiskimiðunum?

Annars máttu berja á Samfylkingarpakkinu eins og þú hefur þrek til.

Láttu bara ekki fullorðið fólk sjá að þú sért að snúa staðreyndum á hvolf. 

Það er svo leiðinlegt fyrir þig.

Svo er alveg óþarfi að gera ráð fyrir því að kvótinn verði fyrndur í boði Samfylkingarinnar. Ræfildómurinn þar er of mikill til þess að svo verði.

Árni Gunnarsson, 3.3.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband