Tími Vinstri grænna að renna upp ?

Svei mér þá. Ég held aðtími Vinstri hljóti að vera í nánd. Bensínlíterinn kominn yfir 212 krónur,þannig að það fer að verða ansi erfitt fyrir hinn venjulega Jóns Jónsson í landinu að aka um á einkabíl, hvað þá að reka tvo bíla.

Almenningur mun því smátt og smátt neyðast til að fara að nota almenningsvagna,labba í vinnuna eða hjóla.þetta er jú óskastaða Vinstri grænna að einungis fáir geti leyft sér þann munað að aka um á einkabíl.

Auðvitað spyr maður sig hvaða þörf er á því að ríkissjóðr taki til sín 100-110 krónur af hverjum lítra nema þá að ná fram óskastöðu Vinstri grænna.

Vinstri grænir eru á móti allri atvinnuuppbyggingu og vilja færa þjóðfélagið marga áratugi aftur í tímiann. Nú stefnir í að byggt verði upp þannig kerfi að hið opinbera eigi íbúðirnar og leigi almenningi.

Já vInstri grænir eru að ná fram sinni óskastöðu að hér verði sósaílalist ríki með allri þeirri "dýrð" sem því fylgir.


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og við sem búum út á landi eigum bara að halda okkur heima. Kannski þeir ætli að leysa húsnæðisvanda þeirra sem misst hafa ofan af sér með því að byggja fyrir það torfkofa. 

Gunnar Heiðarsson, 18.3.2010 kl. 17:13

2 identicon

Heldurðu að væri einfaldara að breyta þessu og setja á nýtt kílómetragjald í staðinn láta það svo fara í vegi og annað tengt viðhaldi/eftirliti vegna ökutækja því einhverstaðar verða þeir peningar jú að koma inn.  Menn gætu jú sjálfir gefið upp einu sinni á ári via sms e-mail ekna kílómetra sem svo er tjékkað við skoðun og eignaskipti en þá fæst ekkert inn ef mengunarefnin (bensín/dísel) eru notuð í annað þannig að best er nok að taka þessar 60krónur eins og gert er (40 af 200 er jú VSK).   

nollinn (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:42

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Draumur vg er klárlega að byggja hér upp miðstýrt forræðishyggjusamfélag - því miður er vg á móti framförum, framkvæmdum, framleiðslu OG hafa barist harkalega gegn allri atvinnuuppbyggingu t.d á Reykjanesi - þessi ríkisstjórn verður að fara frá -

Óðinn Þórisson, 18.3.2010 kl. 18:13

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það á að ráða Presta a allar bensínstöðvar til að veita neitendum áfallahjálp

þorvaldur Hermannsson, 18.3.2010 kl. 22:19

5 Smámynd: Ráðsi

Sennilega er best að fara bara á skjóna gamla næst þegar maður þarf að skreppa suður. Ég get keypt mér 29 heyrúllur fyrir þann pening sem fer í olíukostnað hjá mér. þannig að ég get vel fóðrað fleiri hross. 

Ráðsi, 19.3.2010 kl. 10:30

6 identicon

Labba.

Göngugarpur (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband