Orð,fleiri orð,og enn fleiri orð en ekkert gerist hjá Vinstri stjórninni.

Í eitt og hálft ár hefur almenningur hlustað á orðagjálfrið hjá Vinstri stjórninni umskjaldborg um heimilin og eitthvað þyrfti að gera til bjargar illa stöddum heimilum.

En hvað, ekkert gerist. Hvernig á því nokkur að hafa einhverja meiri trú á orðagjálfri félagsmálaráðherra núna.

Það er því ósköp eðlilegt að sérílagi fylgi Samfylkingarinnar skuli hrynja. Margir bundu miklar vonir við Vinstri stjórnina, en sjá nú að undir stjórn Jóhönnu gerist hreinlega ekki neitt til að koma þjóðinni uppúr vandræðunum.


mbl.is Ríkisstjórnin á að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dettur þér í hug Sigurður að sátt sé um það hjá þjóðinni að fá Rammspilltan SjálfstæðisFLokkinn í stjórn aftur.?

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:52

2 identicon

Ég held að það sé ráð að rifja upp ummæli Steingríms frá því í nóv. 2008: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/24/hefur_almenning_ekki_med_ser/

Ófeigur (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Já það er eðlilegt að fylgið hrynji af Jóhönnu. Aldrei hef ég orðið fyrir öðrum eins vonbrigðum eftir nokkrar kosningar. Mér finnst líka eðlilegt að það hrynji af Steingrími. Hann á heimsmet pólitíkusa í því að berjast einarðlega gegn öllum sínum eigin kosningaloforðum og er leiðtogi klofins flokks (erfitt er að sjá að orðið leiðtogi eigi rétt á sér hér!). Hins vegar er það frágangssök að Sjálfstæðisflokkurinn taki við. Hvað þá Framsókn. Þessir flokkar báðir hönnuðu þær aðstæður sem skópu hrunið. Og Samfylkingin bættist svo í Hrunadansinn. Enginn flokkur verðskuldar fylgi nokkurs manns. Þeir eru allir gegnsýrðir af eiginhagsmunastefnu og engu öðru. Ég, ég, ÉG. Hreyfingin er eins og aðrar slíkar sem spretta upp úr jarðvegi óánægju: Það fólk er sammála um það eitt að vera óánægt, en verður aldrei sammála um leiðina til ánægjunnar. Hvað er þá hægt að kjósa?

Magnús Óskar Ingvarsson, 19.3.2010 kl. 16:07

4 identicon

Svona lagað tekur alltaf sinn tíma. Rétt eins og hjá Haarde. Ekki gerði hann mikið á meðan hann var forsætis. Nema að horfa á allt hrynja.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 19:28

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Mikið óskaplega eiga sumir Vinstri menn erfitt að að viðurkenna að þessari blessaðri tæru fyrstu Vinstri stjórn hefur gjörsamlega mistekist.

Sigurður Jónsson, 19.3.2010 kl. 22:21

6 identicon

Sigurður,hvernig væri að þú upplýstir okkur á prenti hver er þín draumastjórn,og hverja telurðu traustasta til að taka við af þessari stjórn sem situr nú.Já Bjarni Vafningur Benediktsson treystir á gullfiskaminni þjóðarinnar.Sigurður ertu með svoleiðis minni.?

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 23:12

7 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband